Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 57
ekki eini þátturinn í þessari ákvörðun.
Nemendur sem lokið hafa sjötta ári í
læknis fræði hafa lýst yfir óánægju með
fyrir komulag kennslu á þessu námsári.
Þótti þar ríkja bæði samhengisleysi og
skipulagsleysi í kennslu og hefur haust-
önnin iðulega verið kölluð „salatið“ vegna
margra, ólíkra, smærri áfanga sem þar voru
kenndir. Var álagið einnig ekki í samræmi
við undangengin klínísk ár, þ.e. fólki þótti
lítið að gera. Ánægja hefur þó ríkt með tólf
vikna valtímabil sem hefur verið á vor-
önninni en þá hefur læknanemum gefist
tæki færi, í fyrsta sinn í sex ára námi, til
að velja sjálfir hvar þeir verja tíma sínum
eftir áhugasviði. Margir hafa nýtt þetta
tímabil til að fara í verknám erlendis eða
til að stunda rannsóknir og hafa látið vel
af þeirri reynslu sinni. Það hefur þó einnig
verið algengt að nemar hafi fengið þennan
tíma metinn, til dæmis þeir sem átt hafa
einingar úr fyrra námi, og hafa þeir þá nýtt
þennan tíma í launaða vinnu eða önnur
ótengd verkefni. Er það álit Læknadeildar
að þessi tími hafi á heildina litið ekki
verið að nýtast nemendum sem skyldi. Við
endurskipulagninguna hefur einnig þurft
að taka til greina stækkandi nemendahópa
í læknisfræði en frá haustinu 2019 hafa
verið teknir inn 60 nemendur á ári og því
nauðsynlegt að byrja að huga að breytingum
á klínísku árunum til að koma til móts við
þá $ölgun.
Stofnaður var vinnuhópur nokkurra
kennara við Læknadeild, kennslustjóra,
sérnámslæknis og fulltrúa nemenda til að
standa að endurskipulagningunni. Rætt var
við einstaka umsjónarkennara námskeiða
til að sjá hvað mætti betur fara og hverju
væri hægt að breyta til hins betra. Við
þessa vinnu voru hæfniviðmið læknanáms,
m.a. í Bandaríkjunum og Svíþjóð, höfð til
Thelma Kristinsdóttir
Fimmta árs læknanemi 2020–2021
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Hjartalæknir og kennslustjóri Læknadeildar
hliðsjónar. Var markmiðið að tryggja þjálfun
vinnubragða og getu til ákvarðanatöku svo
að nemendur væru sem best undir það búnir
að geta útskrifast með fullgilt lækningaleyfi.
Breytingarnar
Kennsla á sjötta ári í læknisfræði dreifist nú
á báðar annir ólíkt því sem áður var þegar
einungis valtímabil og CCSE prófið voru á
vorönninni. Nemendum er því skipt í tvo
hópa sem tekur hvor sína önnina en hóparnir
víxlast svo við áramót. Sjá má skipu lag haust-
og voranna á skólaárinu 2021-2022 ásamt
áföngum á meðfylgjandi mynd.
Áfangar eru að mestu leyti þeir
sömu og hafa áður verið, með nokkrum
undantekningum þó, og verða sumir
þeirra kenndir öllum hópnum í einu eins
og áður en aðrir tvíkenndir. Aukin áhersla
verður á bráðalækningar og samhæfingu
á milli svæfinga- og gjörgæslulækninga
og bráðalækninga í þessu nýja skipulagi.
Bætt verður við hermikennslu og viku
á bráðamóttöku í verknámi, en það var
áður kennt á $órða námsári. Kennsla í
heimilislækningum, bráðalækningum og
svæfinga- og gjörgæslulækningum dreifist
þannig á báðar annirnar og fyrirlestrar eru
tvíkenndir.
Valtímabil verður stytt í $órar vikur í
stað tólf og skilyrði til þess að fá það metið
verða þrengd og ríkari krafa gerð um að
þessi tími verði nýttur í að auka klíníska
reynslu.
Stærsta breytingin á kennslu á sjötta
ári verður tilkoma sex vikna námskeiðs
undir nafninu „Klínískt verklegt nám“.
Námskeiðið er sex vikna langt og taka
nemendur það ýmist að hausti eða að vori.
Markmið þess er að leiða til góðra og farsælla
starfshátta nýútskrifaðra lækna við klíníska
vinnu. Á námskeiðinu verður nemendum
skipt niður á hinar ýmsu klínísku deildir
Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.
Verða nemendur í samfelldu verknámi á
einni deild á meðan námskeiðinu stendur
og lagt er upp með að þeir geti haft áhrif
á það á hvaða deild þeir dvelja. Þeir munu
vinna undir handleiðslu sérnámslæknis
eða deildarlæknis með sérfræðilækni
með handleiðaraþjálfun sem bakhjarl. Er
markmiðið að handleiðari vinni klínískt
með læknanemanum á tímabilinu til að
Aðdragandi breytinga
Þann 14. apríl 2021 tók gildi reglugerðar-
breyting heilbrigðisráðherra sem felur
í sér að fullt lækningaleyfi verður veitt
eftir kandídatspróf, þ.e. að loknu sex ára
læknanámi við Háskóla Íslands (HÍ).1 Nýút-
skrifaðir læknar hafa hingað til þurft að
ljúka kandídatsári til þess að öðlast almennt
og ótakmarkað lækningaleyfi hérlendis. Það
starfs þjálfunarár verður ennþá til staðar
en nú verður það hluti af sérnámi lækna
og kallast sérnámsgrunnur. Aðdragandi
þessara breytinga eru sambærilegar
breytingar á námi lækna sem innleiddar
hafa verið víða erlendis en þar er gerð krafa
um tólf mánaða starfsnám sem hluta af
sér námi. Læknar útskrifaðir frá HÍ hafa
lent í vandræðum þegar þeir hyggjast he$a
sér nám sitt erlendis (aðallega í Noregi) þar
sem íslenska kandídatsárið hefur ekki verið
viður kennt sem hluti af sérnámi í þessum
löndum þar sem það var unnið án fulls
lækninga leyfis. Sambærilegar breytingar
hafa nú þegar tekið gildi bæði í Noregi og
Svíþjóð, en bæði löndin eru vinsæl þegar
kemur að sérmenntun íslenskra lækna.
Því er ljóst að reglugerðarbreytingin var
nauðsyn leg, og að henni þurfti að koma
hratt í gegn til að skerða tækifæri og
menntun íslenskra lækna sem minnst.
Til þess að bregðast við þessari reglu-
gerðarbreytingu þurfti Læknadeild að fara
í endurskipulagningu á sjötta námsári í
læknis fræði. Mikil skipulagsvinna var
unnin á vormánuðum 2021 og ákveðið var
að breytingarnar skyldu taka gildi strax
á haustönn þessa árs. Breytingarnar voru
unnar með það til hliðsjónar að undirbúa
lækna nema við HÍ sem best fyrir það að
út skrifast með fullgilt lækningaleyfi.
Þrátt fyrir að vera helsti dri.raftur
endurskipulagningarinnar var það þó
Endurskipulagning
sjötta árs
Endurskipulagning sjötta árs55