Læknaneminn - 01.04.2021, Page 73

Læknaneminn - 01.04.2021, Page 73
71 Að blanda fræðum og fjöri Dagáll læknanemans Hlaðvarpið Dagáll læknanemans leit dagsins ljós á haustdögum 2020 og er það gefið út sem þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Það fjallar um klíníska læknisfræði og fá þáttastjórnendur til sín sérfræðinga og sérnámslækna og leysa með þeim tilfelli í viðkomandi sérgrein. Efni þáttanna byggir helst á lyflækningum og er því beint að læknanemum og öðrum áhugasömum. Hlaðvarpið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur hlotið mikið lof bæði lækna og læknanema. Við tókum viðtal við þau Sólveigu Bjarnadóttur og Teit Ara Theodórsson, þáttastjórnendur Dagáls læknanemans, og spurðum þau út í hlaðvarpið og aðdragandann að gerð þess. Hver eruð þið? TAT: Ég heiti Teitur Ari Theodórsson og er 5. árs læknanemi og fráfarandi formaður Félags læknanema (FL). SB: Ég heiti Sólveig Bjarnadóttir og er nýútskrifaður læknir í sérnámsgrunni og fyrrum FL-ari. Hvernig kom hugmyndin upp? TAT: Ég hafði verið að vinna á hjartadeildinni eftir 4. ár. Það sumar uppgötvaði ég læknis- fræði hlaðvörpin sem eru mjög mörg og mörg gífurlega góð. Mæli með við alla lækna nema að kíkja á þau. Hins vegar fannst mér glufa á markaðnum sem mig langaði að fylla, fæst hlaðvörpin voru sérstak lega sniðin að læknanemum. Svo fannst mér bara svo góð hugmynd að fá klukku tíma með vel völdum sérfræðingum sem myndu þá svara öllum mínum spurningum um tiltekið málefni undir því yfirskini að ég væri að taka upp hlaðvarp. SB: Ég hafði hlustað töluvert á hlaðvarpið Curbsiders eftir að mér var bent á það af góðum sérnámslækni og fannst ég læra margt þar sem ég hafði ekki endilega lært í skólanum. Ég hélt samt að Teitur væri að grínast þegar hann varpaði fram þeirri hugmynd að við myndum byrja með hlaðvarp fyrir læknanema. Áttaði mig hins vegar fljótt á því að honum var fúlasta alvara og að þetta væri raunhæf og í raun frábær hugmynd. Var auðvelt að koma hugmyndinni í framkvæmd? TAT: Þrettán dögum frá því að ég ræddi þetta við Sólveigu var fyrsti þátturinn kominn í loftið. Kosturinn við hlaðvörp er að það er mjög lítil yfirbygging. LSH átti græjur sem þau voru tilbúin að lána okkur. Svo er þetta bara plug and play. Samskiptafræðideild LSH var okkur og er mjög innan handar ef eitthvað kemur upp á. SB: Við vissum að við þyrftum öflugan viðmælanda til að ríða á vaðið og fengum því Eyjamanninn Hjálmar Ragnar Agnarsson í fyrsta þátt. Verandi sérstaklega veikur fyrir hjartabilun þá var hann auðvelt fórnarlamb. Höfum síðan fengið $ölmarga góða gesti, suma oftar en einu sinni, og fólk er undantekningarlaust mjög jákvætt fyrir því að taka þátt. Voruð þið að byggja á einhverri ákveðinni fyrirmynd? TAT: Ég hugsa að fyrst um sinn hafi aðal fyrirmyndin verið hlaðvarpið Curbsiders. Þeir eru með mjög langa þætti þar sem kafað er ofan í tiltekið málefni. Mér finnst þættirnir okkar þó núna vera að þróast meira í átt að hlaðvarpi CPS (Clinical Problem Solver) og verða þannig enn meira tilfellamiðaðir, fær þannig hlustandann til þess að setja sig í stellingar og hlusta af athygli. SB: Höfum einmitt tekið þrjá þætti - um hita, gigt og lungnabólgu - þar sem rétt greining er a'júpuð í lok þáttarins. Var eitthvað sem kom á óvart? TAT og SB: Það sem kom einna helst á óvart var hversu breiður hópur hlustar á þættina. Við lögðum af stað með það að gera hlaðvarp fyrir læknanema en höfum síðan heyrt frá sérnámslæknum, hjúkrunarfræðingum, ly$afræðingum og $ölmörgum öðrum sem eru að hlusta og okkur þykir sérstaklega vænt um það. Af hverju lyflækningar? TAT og SB: Þegar ég var að hlusta á hlaðvörp eins og Curbsiders tengdi ég mjög við þáttastjórnendurna. Þeir voru oft að spyrja um atriði sem ég var að velta fyrir mér, eftir að hafa haft einhverja klíníska reynslu af einhverju tilteknu vandamáli. Varð mér þá ljóst að til þess að gera gott klínískt hlaðvarp þyrfti maður helst að haft einhverja klíníska reynslu. Þess vegna held ég að lyflækningarnar hafi orðið ofan á í þáttunum til þessa, þar sem við höfum bæði unnið á lyflækningasviði. Við erum þó að færa út kvíarnar. Við fengum t.d. geðlækna með okkur í þátt um óráð og erum með nokkra geð þætti á planinu. Svo erum við líka með augn þátt í pípunum. Svo kannski bara BMT þætti eftir sumarið hver veit? „Ég hélt samt að Teitur væri að grínast þegar hann varpaði fram þeirri hugmynd að við myndum byrja með hlaðvarp fyrir læknanema.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.