Læknaneminn - 01.04.2021, Side 97
95 Hvaða lyfjaflokkur ert þú?
a) Hægðalyf:
Ef aðeins þú gætir hugsað um námið eins
og þú hugsar um hægðirnar þínar. Í raun
er þér ekki treystandi fyrir mannlegum
samskiptum þar sem fátt annað kemst fyrir
í huga þínum en Bristol hægðaskemað.
Spurningin sem þú gleymir aldrei á
stofugangi er ,,hvernig eru hægðirnar í
dag”. Það brennir fátt eins mikið í augun og
einstaklingur á morfínskyldum ly$um án
hægðalyfs samhliða.
b) Geðlyf:
Þú ert mögulega svolítið sveiflukenndur
persónuleiki. Getur verið uppi en líka
niðri. Þér finnst geðlæknisfræði geggjuð
en þú verður smá geggjaður af henni. Það
hafa komið tímabil þar sem SSRI hefur
verið lausn á þínum vandamálum. Þú ert
stundum svo illa haldin/inn/ið að það jaðrar
við að þú sért með ranghugmyndir. Þú hefur
hins vegar þann göfuga hæfileika að hlusta
og ert það sem Engilbert deildarforseti
myndi líklega kalla næmur persónuleiki.
c) Líftæknilyf:
Þú ert draumur medisinska yfirlæknisins.
Þú lærðir Handbókina utanbókar fyrir
verklega medisin prófið og komst alltaf
undirbúin/inn/ið í tíma. Þér fannst ótrúlega
gagnlegt að læra sameindalíffræðina í
preklíník og þér finnst essential að þekkja
Krebs hringinn og öll helstu jónagöngin
enda mikilvægt fyrir grunnskilning í
ly$afræði. Það að fara yfir gömul próf gefur
þér óæskilegt forskot en þú þarft það hvort
sem er ekki. Þú ert alltaf búin/inn/ið að
lesa bókina sem mælt er með á kúrsinum.
Það má með sanni segja að þú sért framtíð
læknisfræðinnar.
d) Verkjalyf:
Einu sinni skáti ávallt skáti. Þú veist aldrei
hvað bíður þín úti í hinum óreiðukennda
heimi en þú veist að þú kemst aðeins lengra
ef þú átt íbúfen. Höfuðverkur? Túrverkur?
Stoðkerfisverkir? Say no more, þú ert með
stuffið. Bekkjarsystkini þín vita að þú ert
alltaf með lager af NSAID og Cox ly$um. Það
aflar þér sérstakra vinsælda daginn eftir
bekkjardjammið. Þú óttast líka alls ekki lyf.
Mundu samt að hægðaly$avinir þínir líta
þig stundum hornauga, sérstaklega ef þú
lumar á einni parkódín.
e) Anabólískir sterar:
Þú ert alltaf í ræktinni. Fyrsta máltíð
dagsins er protein shake, mögulega líka
önnur og þriðja. Kaffi hvað? Þú drekkur
bara amino. Þú ætlar klárlega í bæklun af
því þú sérð deildarlæknaherbergi bæklunar
í hyllingum. Þar er allur búnaðurinn sem
þú þarft fyrir vinstri og hægri byssuna.
Þú hefur aldrei sýnt jafn mikinn áhuga
í tíma og þegar Raggi og Maggi kenndu
líffærafræði útlima, nema jú kannski þar
til þú komst í bæklunarfyrirlestur á 4. ári.
„Ég gæti spengt á þér bakið, elskan“ er pick-
up línan sem þú notar í bænum og þú ferð
aldrei ein/einn/eitt heim.
f) Náttúrulyf:
Þú ert ekki mikið fyrir nútíma læknavísindi.
Þú ert í raun ekki alveg viss af hverju þú
valdir læknisfræði en hefur samt haft alla
burði til að vera hér. Þú ert ekkert viss um að
Wakefield hafi verið að ljúga. Þú ert heldur
ekki alveg sammála heilbrigðisyfirvöldum
um COVID-19. Fólk lýgur alveg og þetta er
nú bara eins og hvert annað kvef. Þú fórst
í bólusetningu en varst samt mjög á móti
því. En Jóhannesarjurtin! Hún er sko allra
meina bót!
g) Sýklalyf:
Þú ert eins og köttur sem lendir alltaf á
fótunum. Próf í næstu viku og þú ert ekki
búinn að læra neitt allan kúrsinn? Einn all-
nighter á þig og málunum er reddað. Eins
og frammistaða penicillins í lágu CURB65
skori. Passaðu þig samt. Kennarinn getur
séð í gegnum þetta með heiftarlegum
viðbrögðum, sérstaklega ef þú lest rangar
glósur. Auk þess er ekki gott að taka inn
svona mikið af upplýsingum á skömmum
tíma. Þú getur orðið hægari í hugsun og
ónæmari fyrir nýjum upplýsingum.
Ef þú varst með flest: