Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 109

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 109
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2020107 barn næði góðum eða mjög góðum árangri skv. skilgreiningu jukust um 6,5% með eins kg aukningu í vöðvamassa. 75,8% barnanna (n=178) mældust með frávik í a.m.k. einu af þeim níu blóðgildum sem mæld voru. Þá mældust 80,1% barnanna með skert insúlín- næmi (HOMA-IR > 3,42) og var meðal-HOMA- IR þeirra 7,31 (± 4,97). Meðaltal LÞS, LÞS-SFS, fitumassa, fituprósentu og vöðva massa var marktækt hærra hjá þeim börnum sem mældust með a.m.k. eitt frávik í blóðgildum samanborið við þau börn sem mældust ekki með nein frávik. Ályktanir: Rannsóknin áréttaði mikil- vægi þess að öll börn með alvarlega offitu he$i meðferð eins ung og hægt er og að bætt sé úr meðferðarúrræðum þessara barna. Meðal biðtími eftir meðferð í dag er u.þ.b. eitt ár en niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sá biðtími geti haft mikil áhrif á árangur meðferðarinnar. Ljóst er að meirihluti þeirra barna sem he$a offitu meðferð hjá Heilsuskóla Barna- spítalans séu þegar farin að kljást við afleiðingar og fylgikvilla offitu sinnar. Meðal-HOMA-IR þessara barna bendir til alvar legrar skerðingar á insúlínnæmi og er mikilvægt að fylgjast vel með þróun sykur sýki II hjá þeim. Tilefni er til þess að rannsaka betur spágildi mismunandi líkamssamsetningarmælinga fyrir frávik í blóðgildum. Samanburður á klínísku mati og ómskoðun á frumbyrjum við fæðingu Anna Hjördís Grétarsdóttir, Hulda Hjartardóttir Læknadeild Háskóla Íslands, Kvennadeild Landspítalans Inngangur: Til að fylgjast með framgangi fæðingar er notað klínískt mat með þreifingu um leggöng sem oftast er fram- kvæmt af ljósmóður. Við slíka skoðun er metin meðal annars staðsetning höfuðs í grind, staða hnakka og útvíkkun legháls. Ný legar rannsóknir benda til þess að með óm skoðun sé hægt að safna sömu upp- lýsingum, mögulega á nákvæmari hátt og með minni óþægindum fyrir fæðandi konur. Til þess að hægt sé að nota óm- skoðanir í sama tilgangi þurfa að liggja fyrir upplýsingar um hvernig þær reynist í samanburði við klínískt mat. Tilgangur rann sóknarinnar var að bera saman óm- skoðunarbreytur og breytur sem fengust við klínískar skoðanir. Einnig var kannað hvaða áhrif fæðingarsveppur, sem auðvelt er að greina með ómskoðun, hefur á útkomu fæðinga. Efni og aðferðir: Rannsóknin er fram- sýn ferilrannsókn og stóð gagnasöfnun yfir tímabilið janúar 2016 til apríl 2018. Rann sóknarhópurinn samanstóð af 99 frumbyrjum í sjál.rafa sótt við ≥37 vikur sem fæddu á Kvennadeild Landspítalans. Niður stöður sem fengust út úr klínískri skoðun með innri þreifingu annars vegar og með ómskoðun hins vegar með innan við 30 mínútna millibili. Klínísku breytunum um stöðu höfuðs í grind var breytt yfir á sama form og ómskoðunarbreyturnar AoP og HPD svo hægt væri að bera þær saman. Þessar niðurstöður voru bornar saman ásamt saman burði á mælingum á útvíkkun legháls og stöðu hnakka. Samband fæðingarsvepps í ómskoðun við stöðu hnakka, fæðingarmáta og tímalengd fæðingar var einnig skoðað. Niðurstöður: Hver kona var skoðuð að meðatali 3,6 sinnum. Ómskoðun sýndi að meðaltali 17º stærra framgangshorn (AoP) en klínísk skoðun, eða sem nemur 2 cm mun, en þar gat munað allt að 50º (p-gildi < 0,001). Fjarlægð fósturhöfuðs frá spöng (HPD) mældist einnig marktækt neðar við ómskoðun þar sem 3,9% klínískra skoðana gaf í skyn að fósturhöfuð væri komið niður fyrir nibbuplan á meðan 31,4% ómskoðana gerði það (p-gildi < 0,001). Við fyrstu skoðun á stöðu hnakka fengust aðeins niðurstöður úr 31/99 klínískum skoðunum og þar af voru 45% rétt miðað við ómskoðunina en við síðustu skoðun fengust aðeins gildi úr 61/99 klínískum skoðunum og þar af voru 85% rétt. Þegar staða hnakka við skoðun var flokkuð sem framhöfuðstaða, hægri eða vinstri þverstaða og venjuleg hvirfilstaða leiddi samanburður á klínísku mati og ómskoðun í ljós marktækan mun (p-gildi < 0,001). Marktækt meiri útvíkkun legháls mældist við klínískt mat en við ómskoðun og var munurinn að meðaltali 2 cm en gat farið í allt að 4 cm (p-gildi < 0,001). Enginn marktækur munur var á stöðu hnakka (p-gildi = 1,0), fæðingarmáta (p-gildi = 0,4) og tímalengd fæðingar (p-gildi=0,07) eftir því hvort fæðingarsveppur var til staðar eða ekki. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar leiða í ljós talsverðan mun er varðar mat á framgangi fæðingar milli hefðbundinnar klínískrar skoðunar og mati með ómskoðun. Fósturhöfuð var almennt metið ofar í grind í klínískri skoðun miðað við við ómskoðun. Munur á mati á út- víkkun legháls var í samræmi við fyrri rann sóknir. Ekki fannst nein tenging milli fæðingarsvepps og annara breyta. Rafrænn aðgangur sjúklinga að eigin sjúkraskrá Anna María Sigurðardóttir (Ágrip barst ekki) Rétt staðsetning barkarennu hjá nýburum: Hagnýt notkun klínískra upplýsinga við áætlun barkarennustaðsetningar Correct Endotracheal Tube Placement in Neonates Arna Ýr Karelsdóttir1, Elín Ögmundsdóttir2, Þórður Þórkelsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins Inngangur: Barkaþræðing er forsenda þess að hægt sé að veita öndunarvélarmeðferð, sem er algengt form öndunaraðstoðar hjá nýburum. Auk þess má nota barkarennu til að koma ly$um eða lungnablöðruseyti til lungnanna eða í blóðið. Mikilvægt er að barkarenna sé rétt staðsett til að há- marka virkni og takmarka fylgikvilla, en almennt viðmið er að endi barkarennu skuli vera um það bil miðja vegu á milli radd banda og barkakjalar (í hæð við fyrsta lið bol brjósthryggjar, T1). Það er hægt að festa barkarennu ýmist við nös eða vör. Á Vökudeild Landspítala hefur verið sú venja að festa hana við nös ef kostur er. Markmið þessarar rannsóknar var að útbúa reikni- líkan til að áætla á áreiðanlegan hátt, út frá klínískum upplýsingum hvar staðsetja skuli barkarennu hjá nýburum við nös annars vegar og við vör hins vegar. Þá var einnig lagt upp með að bera saman nákvæmni þessara tveggja leiða til að festa barkarennu. Efni og aðferðir: Þýðið samanstóð af öllum börnum sem höfðu verið barkaþrædd og legið á Vökudeild Landspítalans á árunum 3. árs nema 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.