Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 110
Læknaneminn108
2005-2019. Úr Vökudeildarskrá fengust upp-
lýsingar um kyn, meðgöngulengd, fæðingar-
þyngd, lengd og höfuðummál við fæðingu.
Úr gæsluskrám voru sóttar upplýsingar
um staðsetningu barka rennu við nös
eða vör. Skoðaðar voru röntgen myndir af
börnunum teknar á fyrstu viku lífs og út
frá þeim reiknað hversu langt frá barkakili
endi barkarennu ætti að vera stað settur,
þ.e. í sömu hæð og T1 og miðað við það var
fundið út hvar barkarennan hefði átt að vera
fest við nös eða vör. Síðan var gerð línu leg
aðhvarfsgreining á þeim breytum sem höfðu
línulegt samband við rétta staðsetningu til
að smíða reiknilíkanið.
Niðurstöður: Þátttakendur í rann-
sókninni voru 464 börn, fædd á 23.-42. viku
meðgöngu, þar af voru 311 með barka-
rennu festa við nös (N-hópur) og 153 með
barkarennu festa við vör (O-hópur). Meðal-
$arlægð frá kjörstaðsetningu í N-hóp var
5,9 mm en 10,6 mm í O-hóp (p<0,01), en í
báðum hópum var algengara að barkarenna
færi of langt niður en of stutt, auk þess sem
meðal $arlægðin í þá átt var lengri (p<0,01).
Allar breytur sem voru skoðaðar höfðu
línu legt samband við rétta staðsetningu að
kyni undanskildu. Samsett líkön fyrir allar
breyturnar fengust með R2=0,8272 (við nös)
og R2=0,7365 (við vör). Líkön byggð eingöngu
á meðgöngulengd höfðu R2=0,7639 (við
nös) og R2=0,5924 (við vör). Öll líkönin gáfu
nákvæmari staðsetningu fyrir börn fædd
fyrir 28 vikna meðgöngu, en börn fædd eftir
28 vikna meðgöngu.
Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess
að barkaþræðing um munn sé ónákvæmari
m.t.t. staðsetningar en um nef, en fyrir
báðar aðferðir er hættara við því að barka-
renna fari of langt en of stutt. Ættu læknar
því mögulega að þræða barkarennu styttra
en lengra, ef vafi leikur á um það hvort um
rétta staðsetningu sé að ræða. Reiknilíkönin
eru nákvæmari en þau viðmið sem notuð
eru í dag og notkun líkananna gæti orðið
til að fækka þeim skiptum þar sem endur-
staðsetja þarf barkarennu og dregið úr
alvarlegum fylgikvillum tengdum rangt
staðsettri barkarennu. Þá er jafnframt
hentugt að hafa líkan sem byggir eingöngu
á meðgöngulengd, þegar barkaþræða þarf
nýbura í bráðaaðstæðum strax eftir fæðingu
og aðrar stærðir ekki þekktar. Þó er ekki víst
að líkönin gefi góða raun fyrir börn eldri en
viku gömul né heldur fyrir mjög stór börn,
þar sem rannsóknarhópurinn innihélt bara
börn barkaþrædd á fyrstu viku lífs og mjög
fá þyngri en 4500g.
Association of Lowering Default Pill Counts
in Electronic Medical Record Systems
With Postoperative Opioid Prescribing After
Cardiac Surgery
Arnar Einarsson BS1, Alexander S. Chiu MD3
, Makoto Mori MD2, Arianna Kahler-Quesada
BS4, Roland Assi MD MMS2, Prashanth
Vallabhajosyula MD MS2, Arnar Geirsson MD2
1 Faculty of Medicine, School of Health Sciences,
University of Iceland, 2 Division of Cardiac
Surgery, Yale School of Medicine, New Haven,
CT, USA, 3 Department of Surgery, Yale School of
Medicine, New Haven, CT, USA, 4 Yale School of
Medicine, New Haven, CT, USA
Objective: Overprescribing of opioids
has contributed to the opioid epidemic.
Electronic medical records (EMR) systems
can auto-populate a default number of
opioids that are prescribed at time of
discharge. The aim of this study was to
examine the association between lowered
default pill counts with changed prescribing
practices after cardiac surgery.
Methods: On May 18 2017, the default
number of pills prescribers see in electronic
medical records in the Yale New Haven
Health System was lowered from 30 to
12. Patients undergoing coronary artery
grafts, valve surgeries, and thoracic aortic
aneurysm surgeries were included in this
study. Data was gathered and stratified in
to two groups: One year prior and one year
following the default change. The amount
of opioid prescribed was compared between
the two groups.
Results: A total of 1741 patient charts
were reviewed, 832 before the change and
909 after the change. Significant changes
were seen in prescribing practices, where
the average amount of opioid prescribed
was about 25% lower after the change.
This amounted to about 15 fewer pills of
5 mg morphine for each patient. A linear
regression model adjusting for other factors
determined a prescribing difference of 75.2
morphine milligram equivalent (MME)
per prescription (p < 0.01). In addition, a
significant decrease in opioids prescribed
was found for each type of procedure.
Conclusions: Lowering the default opioid
pill count in EMRs is a simple intervention
that may modify prescribing behavior to
promote judicious prescribing of opioids
after cardiac surgery.
Getur súrefnismettun í æðum sjónhimnu
gefið vísbendingar um orsök vægrar
vitrænnar skerðingar?
Ágúst Kolbeinn Sigurlaugsson
(Ágrip barst ekki.)
Árangur míturlokuviðgerða vegna
hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi
2004-2018
Árni Steinn Steinþórsson1, Martin Ingi
Sigurðsson1,2, Tómas Guðbjartsson1,3
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga- og
gjörgæsludeild Landspítala, 3Hjarta- og
lungnaskurðdeild Landspítala
Inngangur: Míturlokuviðgerð er þriðja
algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi
en árlega eru gerðar á bilinu 10-15 slíkar
aðgerðir. Míturlokuleki er algengasta
ábendingin og má skipta í annars vegar
starf rænan míturlokuleka og hins vegar
hrörnunar tengdan leka. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna $ölda og árangur
mítur lokuviðgerða vegna hrörnunartengds
leka með áherslu á fylgikvilla og lang-
tímalifun.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftur-
skyggn og náði til 82 sjúklinga (meðalaldur
55 ár, 76% karlar) sem gengust undir mítur-
loku viðgerð vegna hrörnunartengds leka
á Landspítala á tímabilinu 2004 – 2018.
Úr sjúkraskrám voru skráðar tæplega 150
breytur, m.a. um fyrra heilsufar og einkenni
mítur lokulekans. Niðurstöður hjarta-
ómunar fyrir aðgerð voru skráðar sem og
helstu aðgerðartengdir þættir. Farið var
yfir snemmkomna (< 30 daga) fylgikvilla,
bæði alvarlega og minniháttar og reiknuð
30 daga dánartíðni. Árlegur $öldi aðgerða
var aldursstaðlaður skv. upplýsingum frá
Hag stofu og poisson-aðhvarfsgreining notuð
til að meta breytingar á $ölda þeirra. Lang-
tíma lifun var áætluð með aðferð Kaplan-
Meier. Miðgildi eftirfylgdartíma var 6 ár (bil:
0 – 15) og miðaðist við 31.desember 2018.
Niðurstöður: Að meðaltali voru gerðar
6 viðgerðir á ári (bil: 1-12). Algengi snemm-
kominna fylgikvilla var 65% og 30 daga
dánar tíðni 2,4%. Alvarlegir fylgikvillar
greindust hjá 36,6% sjúklinga og var
hjarta drep tengt aðgerð algengast (26,8%)
og enduraðgerð vegna blæðingar næst
algengast (8,5%). Minniháttar fylgikvillar
greindust hjá rúmlega helming (56,1%) sjúk-
linga og var nýtilkomið gáttatif algengast
(28,0%). Miðgildi dvalar á gjörgæslu var 1
[0,5] dagar og heildarlegutími 7 [0,16] dagar.
Enginn sjúklingur þurfti að gangast undir
enduraðgerð vegna endur komu mítur-
lokuleka á eftir fylgdar tímabilinu. Mánuði
eftir aðgerð var lifun 97,6% (95%-ÖB: 94,3-100)
og einu ári eftir aðgerð var lifun 97,6% (95%-
ÖB: 94,3-100), fimm árum eftir aðgerð var
lifun 94,8% (95%-ÖB: 90,0-99,9) og eftir 10 ár
88,1% (95%-ÖB:78,3-99,1).
Ályktun: Árangur míturlokuviðgerða
vegna hrörnunartengds leka er góður á
Íslandi og á pari við árangur á stærri hjarta -
skurðdeildum erlendis. Almennt farnast
sjúklingum vel, bæði með tilliti til fylgi-
kvilla og langtímalifunar (95% 5-ára lifun).