Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 111

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 111
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2020109 Tíðni enduraðgerða er mjög lág en hafa verður í huga að miðgildi eftirfylgdar er enn aðeins 6 ár. Arfgerð Íslendinga með arfgenga hrörnunar- sjúkdóma í sjónhimnu: Aftur skyggn, lýsandi rannsókn með klínískt notagildi Daníel Arnar Þorsteinsson1, Sigríður Þórisdóttir3, Vigdís Stefánsdóttir2, Þór Eysteinsson1,3, Jón Jóhannes Jónsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3Augndeild Landspítala Inngangur: Arfgengir hrörnunarsjúkdómar í sjónhimnu (AHS) er stór hópur ágengra sjónskerðingarsjúkdóma og eru samanlagt ein aðalorsök fyrir sjónskerðingu/blindu í heiminum. Þeir stafa af breytingum í genum sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega virkni í sjónhimnu, sem er sérhæfður ljós- næmur taugavefur í augnbotnum. Sjúk- dómsflokkar AHS eru t.a.m. litefna hrörnun í sjónhimnu (RP), Stargardt sjúk dómur, arf gengt sjóntaugamein Lebers (LHON), sjón himnurof og Usher heilkenni. Markmið rann sóknar var að kortleggja erfða orsakir AHS á Íslandi, meta árangur í erfða- greiningu þeirra og endurmeta erfðabrigði sjúklinga. Efni og aðferðir: Rannsóknarúrtak samanstóð af íslenskum AHS sjúklingum, sem höfðu undirgengist klínískt erfðapróf á erfða- og sameindalæknisfræðideild Land spítala (ESD). Alls höfðu 69 sjúklingar farið í erfðapróf á tímabilinu 2004 - mars 2020. Þar af voru 53 á skrá hjá ESD en 16 bættust við, sem fóru framhjá gagnasöfnun á ESD, eftir yfirferð yfir komulista í sjónhimnuritsmælingu á augndeild Land- spítala. Listar með ICD10 númerunum H35.5 og Z82.1 frá Landspítala og Sjúkrahúsi Akureyrar og listar frá Þekkingar- og þjónustu miðstöð blindra og Blindrafélaginu voru notaðir til hliðsjónar. Sjúklingar höfðu undirgengist klíníska stökkbreytingaleit í þekktum meingenum fyrir sjúkdóma þeirra. Prófin voru mismunandi víðfeðm eftir próftíma. Útbúinn var gagnabanki með 18 breytum, m.a. niðurstöður erfðarannsókna, upplýsingar um sjúkdóm og lýðupplýsingar. Þýðing erfðabrigða var endurmetin. Niðurstöður: Um 2/3 sjúklinga voru með erfðaskýringu á sínum sjúkdómi eftir endurmat. Alls fundust 19 meingen í RP sjúklingum, þar af var RLBP1 genið algengast (n=4). Erfðabrigðið c.1073+5G>A í PRPF31 geni er mögulega erfðaorsök fyrir víkjandi RP í íslensku þýði en erfða- brigði í PRPF31 geni eru þekkt fyrir að valda ríkjandi RP sjúkdómi. Algengasta erfðabrigðið í Stargardt sjúklingum var c.768G>T í ABCA4 geni. Eingöngu eitt erfða - brigði fannst hjá 30% Stargardt sjúklinga. Erfða brigðið m.3460G>A í MT-ND1 geni fannst í öllum tilvikum hjá LHON sjúk- lingum með erfðaskýringu. Sjúklingar með sjónhimnurof voru allir með sömu breytinguna, p.W147X. Meingen í Usher sjúklingum voru ADGRV1 og USH2A. Ályktun: Erfðaorsakir RP eru $ölbreyttar og verða ekki útskýrðar með landnemaáhrifum. Hins vegar, þar sem samsætutíðni erfðabrigðisins c.1073+5G>A í PRPF31 geni er töluvert hærri hér á landi, þá er mögulegt að um landnemaáhrif fyrir þetta tiltekna erfðabrigði sé að ræða. Einnig gæti sjónhimnurof verið útskýrt með landnemaáhrifum, þar sem p.W147X gæti verið séríslensk breyting. Það er þekkt vandamál að aðeins eitt erfðabrigði finnist hjá um 30% Stargardt sjúklinga, sem samsvarar hlutfallinu hérlendis. Salmonella sýkingar á Íslandi 2005-2019: Samanburður á sjúklingum með ífarandi sýkingu og iðrasýkingu Daníel Óli Ólafsson1, Magnús Gottfreðsson1, Hjördís Harðardóttir2, Helga Erlendsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýklafræðideild Landspítala Inngangur: Nýgengi iðrasýkinga af völdum non-typhoidal Salmonella sermisgerða hefur verið metið á heimsvísu sem 93,8 milljónir tilfella á ári og þar af eru um 155.000 dauðs- föll en sú tala tekur ekki tillit til ífarandi sýkinga. Markmið þessarar rann sóknar var tvíþætt (1) Að lýsa faralds fræði Salmonella- sýkinga á Íslandi síðastliðin 15 ár. (2) Að kanna hvernig sá hópur sem fær ífarandi Salmonella-sýkingu er frábrugðinn þeim sem fær iðrasýkingu og gefa yfirlit um meðferð sjúklinga og afdrif. Efniviður og aðferðir: Gögn voru sett saman yfir alla þá sem greindust með Salmonella-sýkingu á Íslandi frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2019, skv. gögnum Sýkla fræðideildar Landspítala. Úr þessum gögnum var klínískum upplýsingum safnað um blóðsýkta einstaklinga og sýkingar vald þeirra árin 2005-2019 og fyrir hvern slíkan voru tveir einstaklingar með iðrasýkingu paraðir m.t.t. aldurs, kyns og greiningardagsetningar og upplýsingum jafn framt safnað um þá. Gögnin voru skráð í REDcap. Þaðan voru gögnin flutt sem Excel- skjal inn í tölfræðiforritið R sem notað var til tölfræðilegrar greiningar. Niðurstöður: Alls voru 1081 sýni frá 949 einstaklingum greind jákvæð fyrir Salmonella á Íslandi á rannsóknartímabilinu, þar af voru 56 jákvæðar blóðræktanir frá 38 einstaklingum. Nýgengi Salmonella var lægst árið 2010: 10,7/100.000 íbúa og hæst árið 2008: 42,8/100.000 íbúa. Meðaltal nýgengis yfir rannsóknartímabilið reiknaðist sem 19,9/100.000 íbúa. Erlend smit voru um 69% allra smita þar sem uppruni smits var þekktur. Af innlendum smitum reyndist S. Typhimurium vera algengasta sermisgerðin (35,2%) en af erlendum reyndist það vera S. Enteritidis (57,2%). Ónæmi fyrir ampicillíni reyndist 24,8% meðal innlendra stofna en 15,1% meðal erlendra. Þá hafa tilfelli síprófloxacín- ónæmra Salmonella-stofna $ölgað milli ára á Íslandi. Í sjúklinga- samanburðarrannsókn á blóðsýkingum og iðrasýkingum voru sjúklingar á aldrinum 0-95 ára. S. Napoli ræktaðist í um 2% allra Salmonella-tilfella á rann sóknartímabilinu og reyndist vera sýkingar valdur í 15,8% tilfella blóðsýkinga sem þýðir að sermisgerðin hefur valdið ífarandi sýkingu í um 32% tilfella. Einkenni iðrasýkinga virðast fyrst og fremst vera niðurgangur (98,6%) en helstu einkenni blóð sýkinga reyndust vera hiti (89,5%), magnleysi/slappleiki (63,2%), kuldahrollur/ skjálfti (34,2%) og höfuðverkir (31,6%). Blóðsýktir sýna einkenni að meðaltali u.þ.b. átta dögum lengur en iðrasýktir. Blóðsýktir einstaklingar fengu sýklaly$ameðferð í 94,7% tilfella og var kefalósporín mest notaða sýklalyfið bæði sem fyrsta (55,3%) og annað ly$aval (26,3%). Hvað varðar iðrasýkta fengu 40,8% þeirra sýklaly$ameðferð og voru flúorókínólón algengasta fyrsta ly$aval. Blóðsýktir voru að meðaltali 17,4 sólar hringum lengur á sýklaly$um en iðrasýktir. Ályktanir: Nýgengi Salmonella á Íslandi hefur verið talsvert lægra eftir árið 2008 sem mögulega er hægt að útskýra með efnahagskreppunni sem skall á það árið. Ónæmi Salmonella-stofna á Íslandi fyrir sýkla ly$um er áhyggjuefni þar sem um $órðungur innlendra Salmonella-stofna reyndist ónæmur fyrir ampicillíni og virðist síprófloxacín-ónæmi fara vaxandi yfir rannsóknartímabilið. Innan rannsóknarhópsins voru 5,5% með undirliggjandi illkynja sjúkdóm en þeim einstaklingum var hættara við að fá blóðsýkingu og endursýkingu, því þarf sérstaklega að gæta að þeirra með ferð. Salmonella Napoli olli ífarandi sýkingum í um 32% sýkinga af völdum sermis- gerðarinnar en það er töluvert hærra hlutfall en sést hefur í öðrum rannsóknum. Iðra sýktir fengu sýklalyf í 40,8% tilfella sem er hátt hlutfall þegar horft er til þess að ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi slíkrar meðferðar við Salmonella. Þá virðast Salmonella-sýkingar leggjast af meiri þunga á blóðsýkta einstaklinga en iðrasýkta. Gæðaskráning vélindakrabbameina á Íslandi 2012-2019. Samanburður milli tímabila og við gæðaskráningu í Svíþjóð Einar Daði Lárusson (Ágrip barst ekki)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.