Læknaneminn - 01.04.2021, Side 114

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 114
Læknaneminn112 dögum eftir sýklaly$agjöf, þar af 31 (43,1%) á stigi 1, 16 (22,2%) á stigi 2 og 25 (34,7%) á stigi 3. Tilfellum BNS fækkaði og hlutfall BNS tilfella lækkaði eftir því sem leið á tímabilið. Meðalaldur sjúklinga sem fengu BNS (6,5 ár) var hærri en hjá sjúklingum sem fengu ekki BNS (3,8 ár). Meðferðarlengd og $öldi skammta vankómýsíns var marktækt hærri hjá þeim einstaklingum sem fengu BNS (10,9 dagar og 33,6 skammtar) en hjá þeim sem fengu ekki BNS (3,9 dagar og 14,3 skammtar), p<0,003. Einnig reyndist meðferðarlengd og $öldi skammta gentamísíns marktækt hærri hjá þeim einstaklingum sem fengu BNS (3,4 dagar og 7,0 skammtar) samanborið við þá sem fengu ekki BNS (1,8 dagar og 4,1 skammtur), p<0,001. Eftir 3 mánuði var BNS genginn til baka hjá 77% sjúklinga. Algengi undirliggjandi sjúkdóma var hærra hjá sjúklingum með BNS og voru tengsl milli þeirra og vaxandi alvarleika nýrnaskaðans. BNS sjúklingar voru marktækt líklegri til að hafa fengið krabbameinslyf, ACEi eða ARB hemla og NSAID lyf. Enginn greindist með LNS eftir gjöf vankómýsíns eða amínóglýkósíða. Átta sjúklingar með þekktan LNS fengu þó vankómýsín eða amínóglýkósíð á rannsóknartímabilinu og 1 þeirra fékk einnig BNS á tímabilinu eftir vankómýsíngjöf. Ályktanir: Rúm 15% þátttakenda fengu BNS í tengslum við rannsóknarlyfin á rannsóknartímabilinu. BNS tilfellum hjá börnum fækkaði á rannsóknartímabilinu í samræmi við færri vankómýsín- og amínóglýkósíðmeðferðir. BNS virðist síður leggjast á yngstu börnin og eykst algengi og alvarleiki BNS með hækkandi aldri. Heildarskammtur, meðferðarlengd og skammta$öldi vankómýsíns og gentamísíns var hærri hjá þeim sem fengu BNS. Notkun krabbameinsly$a, ACEi/ARB-hemla og NSAID ly$a virðast auka áhættu á BNS. Enginn greindist með LNS eftir töku sýklaly$anna á rannsóknartímabilinu. Með gætilegu vali á þörf, nánu eftirliti með skömmtum og meðferðarlengd þessara sýklaly$a má minnka áhættu á BNS sem myndi án efa vera íslensku heilbrigðiskerfi til framdráttar. Bráður nýrnaskaði í kjölfar bæklunar- skurðaðgerða 2006-2018. Nýgengi, áhættuþættir og horfur sjúklinga Helga Þórsdóttir1, Ólafur Skúli Indriðason1,3, Runólfur Pálsson1,3, Martin Ingi Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga-og gjörgæsludeild, 3Lyflækningasvið Landspítalans Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er skyndileg skerðing á nýrnastarfsemi sem getur komið upp í kjölfar skurðaðgerða, bráðra veikinda eða annarra inngripa. BNS er algengt vandamál bæði innan og utan spítala, og eykst hættan með hækkandi aldri. Tilkoma BNS tengist aukinni tíðni fylgikvilla, lengri sjúkrahúsdvöl og verri skammtíma- og langtímalifun. Bæklunar skurðaðgerðir, hvort sem um er að ræða bráða- eða valaðgerðir, eru oft framkvæmdar á eldra fólki með marg- þættan heilsufarsvanda sem er í aukinni áhættu á að fá fylgikvilla eins og BNS. Markmið þessarar rannsóknar var að reyna að varpa ljósi á umfang BNS í kjölfar bæklunarskurðaðgerða á rann sóknar- tímabilinu, hverjir eru áhættuþættir fyrir tilkomu BNS og hverjar eru horfur sjúklinga sem fá BNS. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk ferilrannsókn sem náði til allra bæklunar skurðaðgerða sem fram fóru á Land spítala á tímabilinu 2006-2018 hjá ein staklingum 18 ára og eldri. Skilyrði var að til væru kreatínínmælingar fyrir og eftir aðgerð og samanstóð því rann- sóknarhópurinn af 3208 aðgerðum. Rann- sóknargagnagrunnur verkefnisins var unninn úr samtals 7 gagnasöfnum, sem innihéldu margvíslegar upplýsingar um sjúklingana og aðgerðirnar. Munur á milli hópanna, það er þeirra sem fengu BNS og ekki á tímabilinu, var skoðaður með einbreytugreiningum. Gerð var Poisson aðhvarfsgreining til að kanna nýgengið á rannsóknartímabilinu og logistísk aðhvarfsgreining til að meta áhættuþætti fyrir bráðum nýrnaskaða. Kaplan-Meier lifunargraf var teiknað upp til að bera saman lifun sjúklinga, bæði skamm- tíma- og langtímalifun. Að auki var gerð cox proportional aðhvarfsgreining til að kanna hvort tilkoma BNS væri sjálfstæður áhættuþáttur verri lifunar þegar leiðrétt hefði verið fyrir öðrum þáttum sem aðgreina hópana. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust alls 222 tilfelli af BNS eða 6,9% af heildarþýðinu, og var meðalaukning í nýgengi BNS 17% milli ára á tímabilinu. Þeir áhættuþættir sem tengdust auknum líkum á því að fá BNS í kjölfar bæklunarskurðaðgerða voru hækkandi aldur, karlkyn og skert nýrnastarfsemi fyrir aðgerð. Óleiðrétt lifunargreining sýndi að bæði skammtíma- og langtímalifun sjúklinga sem fengu BNS var marktækt verri. Þeir þættir sem höfðu mark tæk áhrif á líkurnar á dauða í kjölfar bæklunarskurðaðgerðar voru BNS, aldur, kyn, alvarlegasta stig nýrnaskerðingar fyrir aðgerð (eGFR<15), ef sjúklingar fóru í bráða aðgerð, ASA-skor III og IV, Elixhauser stuðull yfir 8 og hátt hrumleikastig Ályktanir: Aukning hefur orðið í nýgengi BNS í kjölfar bæklunarskurðaðgerða. Bráður nýrnaskaði tengist marktækt verri skamm tíma- og langtímahorfum, og BNS tengist auknum dánarlíkum jafnvel þó leiðrétt sé fyrir öðrum þáttum eins og skertri nýrnastarfsemi. Mögulega gagnast sjúklingum í aukinni áhættu á BNS þéttara eftirlit til greiningar og eftirfylgdar BNS. Ungbarnadauði á Íslandi 1989-2018 Hera B. Jörgensdóttir1, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,2, Ragnhildur Hauksdóttir1,2, Þórður Þórkelsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Barnaspítali Hringsins Inngangur: Miklar framfarir hafa orðið hér á landi á undanförnum áratugum varðandi heilsu og lifun ungbarna. Tíðni ungbarnadauða er einna lægst á Íslandi borið saman við önnur lönd á heimsvísu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni og orsakir ungbarnadauða á 30 ára tímabili, frá 1989 til ársins 2018. Áhersla var lögð á að skoða breytingar á nýgengi andláta eftir orsökum þeirra yfir tímabilið. Seinustu ár hefur nýgengi ungbarnadauða haldist í kringum 2 á hver 1000 lifandi fædd börn og spurningin er hvort, og þá hvernig, mætti gera betur. Efni og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn og lýsandi rannsókn fyrir tímabilið 1989-2018. Gögnum var safnað frá Vökudeildarskrá, Fæðingaskrá Embættis landlæknis, Hagstofu Íslands og Sögukerfinu. Ungbarnadauði var skilgreindur sem andlát barns á fyrsta aldursári. Nýgengi var reiknað sem $öldi dauðsfalla á hver 1000 lifandi fædd börn ár hvert og rannsóknartímabilinu skipt upp í þrjú 10 ára tímabil, það er tímabil 1 (1989-98), 2 (1999-2008) og 3 (2009-18). Teknar voru saman dánarorsakir og flokkaðar eftir ICD-10 flokkunarkerfinu í 10 yfirflokka, það er kvillar með upphaf á burðar málsskeiði, meðfæddar vanskapanir og litningafrávik, illa skilgreindar orsakir, smit- og sníklasjúkdómar, æxli, innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar, sjúk- dómar taugakerfis og skynfæra, sjúkdómar blóðrásar kerfis, sjúkdómar meltingarfæra og ytri orsakir. Eftir meðgöngulengd var börnunum flokkað í fullburða (> 37 vikur), síðfyrirbura (32-36 vikur), mikla fyrirbura (28-31 vika) eða ákaflega mikla fyrirbura (< 28 vikur). Niðurstöður: Nýgengi ungbarnadauða á Íslandi lækkaði marktækt milli 1. og 2. tímabils úr 5,04 í 2,43 og hefur síðastliðinn áratug verið í kringum 2 eða 1,87 á 3. tímabili. Yfir allt rannsóknartímabilið voru 412 dauðsföll og af þeim voru 209 vegna kvilla með upphaf á burðarmálsskeiði. Lækkun á nýgengi burðarmálskvilla sem dánarorsök var marktæk milli allra tímabila. Undir þessum flokki voru algengustu dánarorsakirnar fyrir bura- skapur og vanþroski. Tilfelli andláta vegna fyrirburaandnauðar voru á miklu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.