Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 117

Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 117
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2020115 árunum 2014-2018 borið saman við árið 2013. Einnig var reiknað óleiðrétt og leiðrétt OR og 95% öryggisbil fyrir hvern áhættuþátt til þess að meta tengsl þeirra við miklar blæðingar eftir fæðingu. Niðurstöður: Tíðni blæðingar eftir fæðingu hækkaði á tímabilinu 2013-2018. Mikil aukning var á tíðni blæðingar þegar blæðing var skilgreind með greiningar- kóðum en aukningin var minni þegar hún var skilgreind sem magn blæðingar yfir 500 ml og sem 1000 ml eða meira. Konur sem fæddu einbura árin 2017 (OR 1,39; ÖB 1,13-1,71) og 2018 (OR 1,38; ÖB 1,12-1,70) voru tæplega 40% líklegri til þess að blæða bæði yfir 500 ml og 1000 ml eða meira borið saman við konur sem fæddu einbura árið 2013. Áhættuþættir sem reyndust hafa sterkustu tengslin við miklar blæðingar eftir fæðingu voru: Óeðlileg festing fylgju eða fylgjulos (OR 8,37; ÖB 5,06-13,48), fyrirsæt fylgja (OR 4,72; ÖB 2,74-7,74), þung- buri (OR 2,33; ÖB 1,86-2,89), rifa hátt í leg- göngum eða legháls (OR 5,17; ÖB 3,75-7,01), bráðakeisaraskurður (OR 2,83; ÖB 2,36-3,38) og 3. eða 4. gráðu spangarrifa (OR 2,70; ÖB 2,09-3,45). Ályktun: Skráning greiningarkóða fyrir blæðingar eftir fæðingu var ábótavant á rannsóknartímabilinu og því lítið samræmi á milli skráninga á magni blæðingar yfir 500 ml með greiningarkóðum annars vegar og hins vegar með skráðu magni blæðingar í millilítrum. Tíðni blæðingar eftir fæðingu jókst á árunum 2013-2018. Marktæk aukning sást á > 500 ml blæðingu og mikilli blæðingu eftir leiðréttingar en aukningin skýrðist að hluta til af aldri móður, upphafi fæðinga, fæðingarþyngd barns og fyrri fæðingarsögu. Niðurstöður um áhættuþætti mikillar blæðingar eftir fæðingu voru að mestu í samræmi við erlendar rannsóknir, nema að engin tengsl fundust á milli þess að hafa sögu um fimm eða fleiri fæðingar og blæða mikið eftir fæðingu. Öndunarörðugleikar hjá börnum sem fæðast með valkeisaraskurði Katrín Hrefna Demian1, Þórður Þórkels- son1,2, Hildur Harðardóttir1,3 og Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Kvennadeild Landspítala Inngangur: Börn sem fæðast með valkeisara skurði (VKS) eru í aukinni áhættu að fá öndunarörðugleika strax eftir fæðinguna. Í flestum tilfellum eru ein- kennin væg og tímabundin, en sum börn fá alvarlega öndunarörðugleika. Mark- mið þessarar rannsóknar var þríþætt. 1) Meta hvort barksteragjöf á meðgöngu til kvenna sem fæða með VKS við 37 vikur minnki nýgengi öndunarörðugleika hjá börnum. 2) Meta hvort munur sé á nýgengi og alvarleika öndunarfæravandamála eftir meðgöngulengd barna sem fæðast með valkeisaraskurði. 3) Meta hvort konum sem fæddu börn sem fengu öndunarörðugleika eftir fæðingu með VKS sé eiginlegt að ganga lengur með sín börn en aðrar konur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og þýðið samanstóð af einburum sem fæddust með VKS eftir ≥ 37 vikna meðgöngu á kvennadeild Land- spítala á árunum 2000 – 2019 (n=3501). Af þessum börnum voru 104 börn lögð inn á Vökudeild vegna öndunarörðugleika strax eftir fæðingu. Upplýsingar um barksteragjafir, meðgöngulengd og alvar- leika öndunarfæravandamála fengust úr sjúkraskrám og Vökudeildaskrá. Viðmiða- hópur fyrir rannsóknarspurningu 3 samanstóð af mæðrum barna sem fæddust með VKS eftir ≥ 37 vikna meðgöngu en fengu ekki öndunarörðugleika. Borin var saman meðgöngulengd systkina þeirra barna sem fæddust með VKS og fengu öndunar örðug- leika strax eftir fæðingu annars vegar og systkina þeirra barna sem fæddust með VKS og fengu ekki öndunarörðugleika hins vegar. Niðurstöður: Marktæk aukning reyndist á gjöf barkstera við 37 vikna meðgöngu (37v0d – 37v6d) á tímabilinu (11% og 66%; p<0,0001). Börn þeirra kvenna sem fengu barkstera á meðgöngunni fengu síður öndunarörðugleika en þeirra sem ekki fengu barkstera (p=0,052; OR=0,31). Nýgengi öndunarörðugleika hjá börnunum var í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd og hlutfallsleg áhætta á að fá alvarlegan lungnasjúkdóm (þörf fyrir súrefnis- og/ eða aðra meðferð > 2 klst. eftir fæðingu) var 77% minni hjá nýburum sem fæddust ≥ 38 vikur en hjá þeim sem fæddust við 37 vikur. Konur sem fæddu börn með VKS sem fengu öndunarörðugleika stuttu eftir fæðingu voru líklegri til að fæða önnur börn sín seinna (40 – 42 vikur) eftir sjál.rafa sótt eða vegna framköllunar fæðingar en konur sem fæddu börn með VKS sem fengu ekki öndunarörðugleika (64% og 47%; p=0,008). Ályktanir: Notkun barkstera til undir- búnings barns fyrir fæðingu með val- keisara skurð við 37 vikur (37v0d – 37v6d) jókst marktækt á rannsóknartímabilinu og er vísbending um að hún minnki líkur á öndunarörðugleikum hjá börnum sem fæðast með VKS. Nýgengi og alvarleiki öndunar örðugleika hjá nýburum sem fæðast með VKS er í öfugu hlutfalli við með göngu lengd. Hvort tveggja minnkaði mark tækt hjá börnum sem fæddust eftir 37 vikna meðgöngu á rannsóknartímabilinu. Vís bendingar eru um að þeim konum, sem fæða börn sem fá öndunarörðugleika eftir VKS, sé eiginlegt að ganga lengur með sín börn en aðrar konur. Hugsanlega mætti því minnka líkur á öndunarörðugleikum hjá börnum þeirra með því að fresta VKS hjá þeim nær fullri meðgöngulengd, svo fremi sem aðstæður leyfa. Ósæðarlokuísetning með þræðingartækni við ósæðarlokuþrengslum (TAVI) á Íslandi Katrín Júníana Lárusdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2, Martin Ingi Sigurðsson1,3, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild, 3Svæfinga- og gjörgæsludeild, 4Hjartadeild Landspítala Inngangur: Ósæðarlokuþrengsl er algengasti lokusjúkdómurinn á Vestur- löndunum og hefur hefðbundin meðferð þeirra verið opin hjartalokuskipti með gervi loku. Síðustu ár hefur ósæðar loku- ísetning með þræðingartækni (TAVI) rutt sér til rúms. Í upphafi var hún þróuð fyrir óskurðtæka sjúklinga en á síðustu árum hefur TAVI aðgerð í vaxandi mæli verið beitt hjá sjúklingum í minni áhættu. Sjúklingur þarf að vera samþykktur af sérstöku teymi hjarta- og svæfingarlækna áður en hann fær að undirgangast TAVI aðgerð þar sem tak markaðar aðgerðir eru framkvæmdar á hverju ári. Heildstæður gagnagrunnur um sjúklingahóp og árangur aðgerðanna hefur ekki verið fyrir hendi en markmið rannsóknarinnar var að bæta úr því. Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftur skyggn og náði yfir 152 TAVI aðgerðir sem framkvæmdar voru á Íslandi frá 1. janúar 2014 til 2. apríl 2020. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og gagnagrunni hjartaþræðingardeildar Landspítalans sem tengdur er SwedeHeart gagnagrunninum. Skráðir voru áhættuþættir, fylgikvillar og lifun. Fylgikvillar voru flokkaðir eftir þeim sem komu upp í aðgerð, innan 30 daga frá aðgerð og frá 30 dögum þar til ári frá aðgerð. Einnig voru skráðar niðurstöður hjartaómskoðunar fyrir aðgerð og mánuði eftir hana. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Meðal eftirfylgd var 2.1 ár og miðast við 5. apríl 2020. Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 83 ára (46% konur) og árlegur meðal$öldi aðgerða 24 (bil 9-37). Alvarlega mæði (NYHA III-IV) höfðu 128 (84.2%) sjúklingar og 38 (25.0%) hrumleika. Alls höfðu 29 (19.1%) sjúklingar farið áður í opna hjartaaðgerð og 47 (30.9%) í kransæðavíkkun. Hámarks þrýstingsfallandi yfir lokuna fyrir aðgerð var að meðaltali 78 (± 23) mmHg og meðal þrýstingsfallandi 48 (± 15) mmHg. Helmingur sjúklinga voru með eðlilegt út falls brot vinstri slegils (>50%) og 8 (5.3%) höfðu verulega samdráttarskerðingu (<30%). Eftir aðgerð var hámarks þrýstingsfallandi að meðaltali 14 (± 7.8) mmHg, 117 (77.0%) höfðu eðilegt útfallsbrot (>50%) og 3 (2.0%) verulega skertan samdrátt (<30%). Vægan randstæðan leka höfðu 115 (75.7%) sjúklingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.