Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 11
Mynd 3. Svœðaskipting og staðsetning lerkireita sem mœldir voru sumarið 1985 (svartir punktar). Staðir sem komið
var við á og mælingar gerðar eru merktir með hring.
4. Munur á vaxtarskilyrðum eftir landshlutum.
Menn gerðu sér það fljótt ljóst að síberíu- og
rússalerki mundi þrífast illa í hinu umhleypinga-
sama veðurfari suðvestanlands og sannaðist það í
aprílhretinu 1963 (Hákon Bjarnason 1946 og
1965, Haukur Ragnarsson 1964).
Engu að síður var gróðursett mikið af þessum
tegundum á Suður- og Vesturlandi, eins og sjá
má á mynd 1.
Menn voru sammála um að kjörsvæði lerkis á
íslandi væri að finna á Hallormsstað og í næsta
nágrenni, en hvað önnur landsvæði varðar voru
nokkuð skiptar skoðanir. í þessu sambandi var
talað um dali á Norðurlandi, hálendisbrún Suður-
landsundirlendisins, inndali Borgarfjarðar og
birkigrónar brekkur á Vesturlandi, allt norður í
Reykhólasveit, sem álitleg svæði fyrir lerki (Sig-
urður Blöndal 1964, Haukur Ragnarsson 1969 og
1977).
Þorbergur Hjalti Jónsson (1982) gerði könnun
á hæðarvexti og vaxtarlagi lerkis í Eyjafirði.
Hann komst að þeirri niðurstöðu að gott sam-
band væri á milli fjarlægðar frá sjó og hæðarvaxt-
ar og vaxtarlags. Miðað við sömu hæð yfir sjó var
vöxtur og vaxtarlag best innst í héraðinu en fór
svo stigversnandi eftir því sem lengra dró út með
firðinum (Þorbergur Hjalti Jónsson 1982).
MÆLINGAR Á LERKI SUMARIÐ 1985
Eins og áður hefur verið getið gerði ég mæl-
ingar á lerki um allt land sumarið 1985. í heild
voru mældir 144 lerkiteigar. Hver mæliflötur var
oftast 100 fermetra hringflötur.
Landinu var skipt í 11 svæði eins og sjá má á
töflu 3 og mynd 3. Svörtu punktarnir sýna
staðsetningu mæliflatanna.
Lerkið var ekki mælt á nokkrum af þeim stöð-
um sem komið var við á. Ástæðan var annað-
hvort sú að of fá eða engin tré voru eftir á þessum
stöðum, eða að þau tré sem ennþá tórðu voru
með litlu lífsmarki. Stutt ástandslýsing var gerð á
lerkinu á hverjum stað. Staðirnir eru merktir með
hring á mynd 3.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
9