Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 12

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 12
Tafla 3. Svæðaskipting og fjöldi mæliflata á hverju svæði Fjöldi Svæði Númer mæliflata Hallormsstaður 1 53 Fljótsdalshérað 1 16 Kelduhverfi 2 2 S.-Þingeyjarsýsla 3 21 Eyjafjörður 4 14 Skagafjörður 5 6 A.-Húnavatnssýsla 6 3 Vestfirðir 7 2 Vesturland 8 6 Suðvesturland 9 2 Suðurland 10 16 Austfirðir 1 3 Eftirfarandi upplýsingar eða breytur voru skráðar fyrir hvern mæliflöt: 1. Staðarnafn. 2. Hæð yfir sjávarmáli. 3. Brekkuhalli. 4. Hallaátt. 5. Gróðursetningarár. 6. Aldur plantna við gróðursetningu. 7. Nafn tegundar og kvæmi. 8. Yfirhæð, en það er hæðin á því tré sem er gildast í brjósthæð (1,3 m) á hverjum fleti. 9. Hæðarvöxtur fimm síðustu ára. 10. Vaxtarlag trjánna. Trjánum var skipt í þrjá flokka eftir því hvort trjástofninn var beinvaxinn og ógallaður á bilinu frá rótar- hálsi upp í þriggja metra hæð. Þau tré sem voru með beinan bol án nokkurra galla voru skráð í flokk A. Tré sem voru með örlítið sveigðan bol, aðeins í eina átt, og þar sem sveigjan dreifðist á alla lengd bolsins fóru einnig í flokk A. í flokk B fóru þau tré sem höfðu minni- háttar toppkvistgalla, eða sár á stofni vegna douglasátu. Toppkvistgallar gera bolinn óhentugri sem borðvið. Toppkvistgalli mynd- ast þegar toppurinn skemmist og deyr og situr síðan eftir inni í trjástofninum. Dauður börkur og svört, hrufótt sár á trjábolnum eru verksummerki douglasátunn- ar. Hér er um slæman viðargalla að ræða, því að oftast er viðurinn allur úr lagi genginn á stóru svæði í trjábolnum innan við sárið. Tré með lítilsháttar sveigðan bol í fleiri áttir en eina voru einnig skráð í flokk B. Þau tré sem höfðu verri galla en áður er lýst, eða voru ennþá lakari voru skráð í flokk C. Þetta voru t.a.m. tré með slæma topp- kvistgalla, stór átusár á stofni, tvístofna tré eða tré með miklar eða krappar sveigjur á stofni. 11. Gróskuflokkun. Eftir gróðurhverfi skógar- botnsins var gróskuflokkur mæliflatarins metinn. Notuð var sama gróskuflokkun og sú sem Steindór Steindórsson og Haukur Ragnars- son gerðu fyrir birki í Hallormsstaðaskógi. Þeir skiptu þar birkiskóginum í þrjá grósku- flokka eftir hæðarvexti og gróðurfari (Haukur Ragnarsson og Steindór Steindórs- son 1963). 12. Rakastig jarðvegs. Lagt var gróft mat á jarðrakastig og var þessi flokkun notuð: 1. Torfkenndur, blautur jarðvegur. 2. Frískur jarðraki. 3. Miðlungs þurr jarðvegur. 4. Þurr jarðvegur. 5. Mjög þurr jarðvegur. Við val á reitum til mæiinga var markmiðið að mæla eins marga reiti á öllu landinu og hægt var að komast yfir á einu sumri. Vegna þessa varð að takmarka mælingarnar við lerki gróðursett fyrir 1966. Þeim lerkiteigum var oftast sleppt þar sem ekki lágu fyrir neinar upplýsingar um aldur eða kvæmi. Það sama gilti um reiti þar sem blandað hafði verið saman mörgum kvæmum eða teg- undum. Reynt var að forðast að leggja mælifletina of nálægt skógarjaðri eða í lautir inni í lerki- reitunum. Tvær af breytunum sem skráðar voru, eiga að lýsa vexti og vaxtarlagi trjánna. Yfirhæðin var notuð sem mælikvarði á vaxtargetu. Hún er að því leyti hentugri öðrum breytum, sem lýsa vexti skógar að hún er óháð þéttleika skógarins og einnig því hve oft og mikið skógurinn hefur verið grisjaður (Braastad 1975). Þannig var hægt að bera saman mælifleti með mismunandi þéttleika. 10 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.