Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 12
Tafla 3. Svæðaskipting og fjöldi mæliflata á
hverju svæði
Fjöldi
Svæði Númer mæliflata
Hallormsstaður 1 53
Fljótsdalshérað 1 16
Kelduhverfi 2 2
S.-Þingeyjarsýsla 3 21
Eyjafjörður 4 14
Skagafjörður 5 6
A.-Húnavatnssýsla 6 3
Vestfirðir 7 2
Vesturland 8 6
Suðvesturland 9 2
Suðurland 10 16
Austfirðir 1 3
Eftirfarandi upplýsingar eða breytur voru
skráðar fyrir hvern mæliflöt:
1. Staðarnafn.
2. Hæð yfir sjávarmáli.
3. Brekkuhalli.
4. Hallaátt.
5. Gróðursetningarár.
6. Aldur plantna við gróðursetningu.
7. Nafn tegundar og kvæmi.
8. Yfirhæð, en það er hæðin á því tré sem er
gildast í brjósthæð (1,3 m) á hverjum fleti.
9. Hæðarvöxtur fimm síðustu ára.
10. Vaxtarlag trjánna. Trjánum var skipt í þrjá
flokka eftir því hvort trjástofninn var
beinvaxinn og ógallaður á bilinu frá rótar-
hálsi upp í þriggja metra hæð.
Þau tré sem voru með beinan bol án
nokkurra galla voru skráð í flokk A. Tré sem
voru með örlítið sveigðan bol, aðeins í eina
átt, og þar sem sveigjan dreifðist á alla lengd
bolsins fóru einnig í flokk A.
í flokk B fóru þau tré sem höfðu minni-
háttar toppkvistgalla, eða sár á stofni vegna
douglasátu. Toppkvistgallar gera bolinn
óhentugri sem borðvið. Toppkvistgalli mynd-
ast þegar toppurinn skemmist og deyr og
situr síðan eftir inni í trjástofninum.
Dauður börkur og svört, hrufótt sár á
trjábolnum eru verksummerki douglasátunn-
ar. Hér er um slæman viðargalla að ræða, því
að oftast er viðurinn allur úr lagi genginn á
stóru svæði í trjábolnum innan við sárið. Tré
með lítilsháttar sveigðan bol í fleiri áttir en
eina voru einnig skráð í flokk B.
Þau tré sem höfðu verri galla en áður er
lýst, eða voru ennþá lakari voru skráð í flokk
C. Þetta voru t.a.m. tré með slæma topp-
kvistgalla, stór átusár á stofni, tvístofna tré
eða tré með miklar eða krappar sveigjur á
stofni.
11. Gróskuflokkun. Eftir gróðurhverfi skógar-
botnsins var gróskuflokkur mæliflatarins
metinn.
Notuð var sama gróskuflokkun og sú sem
Steindór Steindórsson og Haukur Ragnars-
son gerðu fyrir birki í Hallormsstaðaskógi.
Þeir skiptu þar birkiskóginum í þrjá grósku-
flokka eftir hæðarvexti og gróðurfari
(Haukur Ragnarsson og Steindór Steindórs-
son 1963).
12. Rakastig jarðvegs. Lagt var gróft mat á
jarðrakastig og var þessi flokkun notuð:
1. Torfkenndur, blautur jarðvegur.
2. Frískur jarðraki.
3. Miðlungs þurr jarðvegur.
4. Þurr jarðvegur.
5. Mjög þurr jarðvegur.
Við val á reitum til mæiinga var markmiðið að
mæla eins marga reiti á öllu landinu og hægt var
að komast yfir á einu sumri. Vegna þessa varð að
takmarka mælingarnar við lerki gróðursett fyrir
1966.
Þeim lerkiteigum var oftast sleppt þar sem ekki
lágu fyrir neinar upplýsingar um aldur eða
kvæmi. Það sama gilti um reiti þar sem blandað
hafði verið saman mörgum kvæmum eða teg-
undum.
Reynt var að forðast að leggja mælifletina of
nálægt skógarjaðri eða í lautir inni í lerki-
reitunum.
Tvær af breytunum sem skráðar voru, eiga að
lýsa vexti og vaxtarlagi trjánna. Yfirhæðin var
notuð sem mælikvarði á vaxtargetu. Hún er að
því leyti hentugri öðrum breytum, sem lýsa vexti
skógar að hún er óháð þéttleika skógarins og
einnig því hve oft og mikið skógurinn hefur verið
grisjaður (Braastad 1975). Þannig var hægt að bera
saman mælifleti með mismunandi þéttleika.
10
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987