Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 14
Mynd 4. Uppruni kvœma sem mœld voru á Hallormsstað. Sjá töflu 4. Kortið sýnir einnig náttúrulega útbreiðslu
þeirra þriggja lerkitegunda sem vaxa í Sovétríkjunum.
Áður en tölfræðilegur samanburður var gerður
á skógargæðum kvæmanna var kannað hvort
aðrar breytur hefðu áhrif á gæðaflokk mæliflat-
anna.
Ekki virtust brekkuhalli, hallaátt, þéttleiki,
aldur eða hæð yfir sjávarmáli hafa áhrif á gæði
skógar. Aftur á móti höfðu gróska og jarðraka-
stig sannanleg áhrif á skógargæðin.
Tafla 5. Munur á skógargæðum milli grósku-
flokka og jarðrakastigsflokka
Grósku- flokkur Meðal- gæði *** Rakastigs- flokkur Meðal- gæði ** *
3 8,00 A 1 7,67 A
2 4,78 B 5 6,50 AB
1 3,83 B 4 4,53 BC
3 4,06 BC
2 3,33 C
*** Flokkar sem ekki hafa sama bókstaf hafa tölfræði-
lega sannaðan mismun á skógargæðum.
Þessi ntunur á skógargæðum milli grósku- og
rakastigsflokka kemur í veg fyrir að hægt sé að
nota alla mælifletina þegar gerður er samanburð-
ur á skógargæðum kvæma.
Allir mælifletir í rakastigsflokkunum 2,3 og 4
eru í gróskuflokki 1 eða 2. Nota má þessa
mælifleti í samanburð á skógargæðum kvæma, því
eins og sjá má í töflu 5 eru þessir flokkar
tölfræðilega líkir hvað skógargæði varðar.
Tafla 6. Munur á skógargæðum milli kvæma
Kvæmi Meðalgæði
Askiz............................. 5,50 AB
Altai ............................ 5,00 ABC
Fiakaskoja ....................... 5,00 ABC
Irkútsk .......................... 3,80 BC
Karpinsk.......................... 3,00 BC
Arkangelsk........................ 2,62 BC
Sverdlovsk ....................... 2,50 BC
Raivola .......................... 1,00 C
*** Kvæmi sem ekki hafa sama bókstaf hafa tölfræði-
lega sannaðan mismun á skógargæðum.
12
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987