Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 16

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 16
bera síðan saman kvæmin innan hvers grósku- flokks. Þar sem aldur trjáreitanna er misjafn var ekki hægt að bera saman yfirhæð kvæmanna innbyrðis eins og gert var við skógargæðin. Ástæðan er sú að yfirhæð trjánna er í beinu sambandi við aldur þeirra, m.ö.o. því eldri sem trén eru þeim mun hærri eru þau. Því var tekið það ráð að búa til vaxtarlíkön fyrir kvæmin og bera þau síðan saman. Með vaxtarlíkani er hér átt við samband yfirhæðar og aldurs. Við gerð líkananna var notuð svokölluð þríliða aðlæga til að líkja eftir sambandi yfirhæðar og aldurs. Mynd 5 er dæmi um vaxtarlíkan gert fyrir fastan mæliflöt í Guttormslundi. Mæliflöturinn hefur verið mældur annað til fimmta hvert ár allt frá því að lerkið í Guttormslundi náði 20 ára aldri. Þríhyrningarnir sýna mælda yfirhæð, en miðjulín- Guttormslundur í Hallormsstaðaskógi. Rússalerki, kvæmi Arkangelsk, gróðursett 1938. Elsti lerkiskógur á íslandi. (Aldur 45 ár þegar myndin var tekin.) Mynd 6. Samanburður á vaxtarlíkani fyrir kvœmið (Hakaskoja) (—) og kvœmið Arkangelsk (------------) í gróskuflokki 1 á Hallormsstað. an sýnir feril líkansins. Efri og neðri línurnar eru svokölluð 95% efri og neðri vikmörk aðlæg- unnar. Ef efri vikmörk vaxtarlíkans hjá einu kvæmi liggur fyrir ofan neðri vikmörk annars kvæmis er ekki hægt að sanna tölfræðilega að síðarnefnda kvæmið hafi lakari yfirhæðarvöxt en það fyrr- nefnda. Mynd 6 sýnir einmitt slíkt tilfelli en þar eru borin saman vaxtarlíkön fyrir kvæmin Arkang- elsk og Hakaskoja í gróskuflokki 1. Hinsvegar sýnir mynd 7 andstæðuna, þar sem efri vikmörk vaxtarlíkans hjá einu kvæmi liggur fyrir neðan neðri vikmörk vaxtarlíkans annars kvæmis. í þessu tilviki sannast það tölfræðilega að kvæmið Aldan hefur lakari yfirhæðarvöxt og jafnframt vaxtargetu en kvæmið Raivola. Til þess að vaxtarlíkönin yrðu sem áreiðanleg- ust var stuðst við fleiri yfirhæðarmælingar en þær sem gerðar voru sumarið 1985. Þannig voru teknar með mælingar sem gerðar voru á áttunda áratugnum í tengslum við skóggræðslukönnun, úr kvæmatilraunum, grisjunartilraunum og föstum mæliflötum. f heild voru notaðar 209 yfirhæðarmælingar við gerð vaxtarlíkananna. Þrátt fyrir þennan fjölda voru hæðarmælingarnar á sumum kvæmunum 14 ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.