Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 17
Mynd 7. Samanburður á vaxtarlíkani fyrir kvæmi
Raivola og kvœmi Aldan í gróskuflokki 2 á Hallorms-
stað.
það fáar að ekki var mögulegt að búa til fyrir þau
vaxtarlíkön.
Þannig var aðeins unnt að bera saman vaxtar-
líkön fyrir kvæmin, sem gefin eru upp í töflu 8.
Samanburður á vaxtarlíkönum af þessu tagi er
mjög flókinn og því oftast ekki auðvelt að túlka
niðurstöður eins og í dæmunum tveimur á mynd 6
og 7.
Niðurstöður af samanburði milli kvæma voru
eftirfarandi:
1. Kvæmið Aldan hefur lakari yfirhæðarvöxt en
kvæmin Arkangelsk, Raivola, Karpinsk,
Sverdlovsk, Hakaskoja, Irkútsk, Askiz og
Týról.
2. Kvæmið Sverdlovsk hefur lakari yfirhæðar-
vöxt en kvæmin Askiz og Raivola.
3. Kvæmið Karpinsk hefur lakari yfirhæðarvöxt
en kvæmið Askiz.
4. Ekki var hægt að sanna mun á yfirhæðarvexti
annarra kvæma.
Tafla 8 sýnir samantekt á niðurstöðum saman-
burðar á yfirhæðarvaxtarlíkönum. Ekki eru gefn-
ar upp neinar tölur fyrir yfirhæð kvæmanna því að
samanburðurinn er ekki gerður fyrir sama aldur á
kvæmum.
Tafla 8. Munur á yfirhæðarvexti lerkikvæma á
Hallormsstað
Kvæmi ***
Askiz........................................... A
Raivola........................................ AB
Arkangelsk ................................... ABC
Hakaskoja..................................... ABC
Irkútsk ...................................... ABC
Altai ........................................ ABC
Lerki frá ’22 ................................ ABC
Týról......................................... ABC
Karpinsk....................................... BC
Sverdlovsk ..................................... C
Aldan .......................................... D
*** Kvæmi sem ekki hafa sama bókstaf hafa tölfræði-
lega sannaðan mun á yfirhæðarvexti.
Yfirhæðartölur fyrir þau kvæmi, sem ekki voru
með í samanburðinum hér að ofan, benda til þess
að rússa- og síberíulerkikvæmin séu á svipuðu
reki og kvæmin Karpinsk og Sverdlovsk. Hin
dahúríulerkikvæmin virtust hafa svipaðan yfir-
hæðarvöxt og Aldan.
Það kom á óvart hvað munur á hæðarvexti
síberíu- og rússalerkiskvæmanna reyndist vera
lítill enda þótt um tölfræðilega sannanlegan mun
sé að ræða í nokkrum tilvikum. Gróskustig flat-
anna hafði þannig mun meiri áhrif á yfirhæðar-
vöxt en kvæmi þessara tveggja tegunda.
SAMANBURÐUR Á VEXTI OG VAXTAR-
LAGI LERKIS Á MISMUNANDI SVÆÐUM
Á LANDINU
Við samanburð á vexti og vaxtarlagi lerkis milli
svæða var ekki mögulegt að nota nein tölfræðileg
próf til að afsanna eða sanna mun á svæðum, en
til þess voru mælifletir of fáir.
Svæðunum, sem sýnd eru á mynd 3, var skipt
niður í deilisvæði eftir meðaltali skógargæða
síberíu- og rússalerkis í gróskuflokki 1 og 2. Á
mynd 8 eru gefin upp mörk deilisvæðanna og í
töflu 9 er þeim raðað upp eftir meðaltali skógar-
gæða.
f gróskuflokki 3 voru skógargæði síberíu- og
rússalerkis gegnumgangandi minni, en fylgdu
sama mynstri og í hinum gróskuflokkunum.
Aðrar tegundir voru í flokkunum 8 til 9. Eina
undantekningin var mýralerki frá Alaska
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
15