Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 20
í
Mynd 9. Mörk deilisvæða fyrir áætlaða yfirhœð lerkis. Hugsanleg útbreiðslumörk lerkis eru einnig sýnd.
í
Út frá þessu fráviki var yfirhæð 28 ára lerkis
áætluð í öllum gróskuflokkum og yfirhæð 38 ára
lerkis í gróskuflokki 1 og 2 fyrir hvert deilisvæði.
Mynd 9 sýnir mörk deilisvæðanna og í töflu 10
er deilisvæðunum raðað upp eftir áætlaðri yfir-
hæð. A mynd 9 eru einnig gefin upp hugsanleg
útbreiðslumörk lerkis þar sem mögulegt var að
draga þau.
Eins og sjá má á þessum niðurstöðum er mikill
munur á vaxtarlagi og vexti lerkis bæði milli
svæða og innan þeirra. Ef lögð er meiri áhersla á
vaxtarlag en vaxtargetu er hægt að raða svæðun-
um eftir ræktunarskilyrðum á eftirfarandi hátt.
Gefin er upp áætluð yfirhæð við 38 ára aldur
(YH38) og flokkur skógargæða (SG):
1. Hallormsstaður og nánasta umhverfi. Hér er
vöxtur langmestur og vaxtarlagið með besta
móti. YH38 = 10,9 — 9,9. SG = 3 — 4.
2. Innri hluti Eyjafjarðar, Þjórsárdalur og Ás-
byrgi í Kelduhverfi. YH38 = 8,9 — 7,9. SG
= 3 — 4.
18
3. Innri hluti Skagafjarðar. YH38 = 8,4 — 7,4.
SG = 3 — 4.
4. Akureyri og næsta nágrenni. YH38 = 9,4 —
8.4. SG = 5 — 6.
5. Hörgárdalur í Eyjafirði. YH38 = 8,9 — 7,9.
SG = 5 — 6.
6. Skorradalur í Borgarfirði og ytri hluti Eyja-
fjarðar. YH38 = 7,9 — 7,0. SG = 5 — 6.
7. Innsveitir í Vestur-Skaftafellsýslu. YH38 =
9,4—8,4. SG = 7 —8.
8. Miðhluti Fljótsdalshéraðs, Mývatnssveit,
Innsveitir Suðurlandsundirlendis. YH38 =
8,9 —7,9. SG = 7 —8.
9. Austurdalir S.-Þingeyjarsýslu, ytri hluti
Skagafjarðar og norðurdalir Borgarfjarðar.
YH38 = 7,9 — 7,0. SG = 7 — 8.
10. Fnjóskadalur S.-Þingeyjarsýslu. YH38 = 7,4
— 6,5. SG = 7 — 8. i
11. Reykjavík og nágrenni. YH38 = 7,9 — 7,0.
SG = 8 — 9.
12. Inndalir A.-Húnavatnssýslu. YH38 = 7,4 —
6.5. SG = 8 — 9.
i
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
#
I