Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Qupperneq 21
Rússalerki, kvœmi Arkangelsk, gróðursett 1938 á
Eiðum í Eiðaþinghá. Hér er vöxtur og vaxtarlag með
lakasta móti. (Aldur 47 ára þegar myndin er tekin.)
13. Inndalir á Austfjörðum. YH38 = 7,0 — 6,0.
SG = 9.
14. Lágsveitir Suðurlandsundirlendis. YH38 =
6,5 —5,5. SG = 9.
15. Vestfirðir. YH38 = 6,0 — 5,0. SG = 8 — 9.
16. Ysti hluti Fljótsdalshéraðs. YH38 = 5,5 —
4,5. SG = 9.
Mörkin á milli þeirra svæða þar sem skógrækt-
arskilyrði lerkis eru fyrir hendi, fara alfarið eftir
því hvaða kröfur eru gerðar til vaxtarlags og
vaxtargetu. Ef kröfurnar eru miklar gætu mörkin
legið á milli svæða nr. 1 og 2 en ef þær eru í
lágmarki væru mörkin á milli svæða nr. 8 og 9,
eða 9 og 10. Vöxtur og gæði á svæðum nr. 10 —
16 eru það lítil að telja má öruggt að á þeim muni
skógræktarskilyrði fyrir lerki aldrei geta talist
viðunandi.
Trjáræktarskilyrði fyrir lerki á þessum svæðum
eru að öllum líkindum sæmiieg. Fó ber að varast
að nota lerki í miklum mæli og nota frekar
tegundir sem heppilegri hafa reynst.
Nokkur munur var á kvæmum síberíu- og
rússalerkis milli landshluta. Á Norðurlandi var
munur á vaxtarlagi kvæmanna svipaður og á
Hallormsstað. Kvæmi síberíulerkisins höfðu oft-
ast lakara vaxtarlag en kvæmi rússalerkis. Hjá
síberíulerki var kvæmið Hakaskoja yfirleitt með
besta vaxtarlagið. Þau kvæmi rússalerkis sem
sýndu mjög gott vaxtarlag á Norðurlandi voru
Raivola, Sénkúrsk, Onega og Sverdlovsk.
Hvað yfirhæðarvöxt snertir var vandkvæðum
bundið að sjá nokkurn mun á kvæmum, sérstak-
lega þar sem vaxtarskilyrði eru góð, eins og t.d. í
innsveitum Eyjafjarðar. Þaö lítur út fyrir að
kvæmi eins og Altai og Askiz, sem líklega eru
varmakærari kvæmi en rússalerkikvæmin, notfæri
Síberíulerki, kvœmi Altai, gróðursett 1957 í Þjórsárdal.
Vöxtur góður og vaxtarlag með ágætum. (Aldur 26 ára
þegar myndin er tekin.)
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
19