Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 25
ÞORBERGUR HJALTI JÓNSSON
Vöxtur og ræktun sitkagrenis
í Skaftafellssýslum
(Picea sitchensis (Bong.) Carr)
Sitkagreni var fyrst flutt til íslands í byrjun
þessarar aldar. Frá árunum milli heimstyrjald-
anna eru til nokkur tré og smálundir (14). Sitka-
grenið kemst þó ekki í ræktun að marki fyrr en
um 1950. Frá þeim tíma eru til nokkrir lundir í
Skaftafellssýslum.
í þessari grein er fjallað um árangur af ræktun
sitkagrenis í Skaftafellssýslum og vísbendingar,
sem þær gefa um möguleika skógræktar á þessu
svæði.
KRÖFUR SITKAGRENIS TIL LOFTSLAGS
Sitkagrenið kann best við sig í hafrænu loftslagi
(13, 25). Á útbreiðslusvæði þess frá Cook Inlet í
Alaska suður í Kaliforníu vex sitkagrenið hvergi
fjær sjó en 200 km (13). Sitkagreni er mjög háð
raka, bæði úrkomu og jarðraka (18). Á út-
breiðslusvæði þess er ársúrkoman víðast yfir 1500
mm. f Skotlandi er ekki talið ráðlegt að gróður-
setja sitkagreni þar sem ársúrkoma er minni en
900 til 1000 mm (18). í Austur-Skotlandi, þar sem
úrkoma er aðeins um 800 mm, ræður hún 86% af
vexti grenisins milli ára (18).
í Skaftafellssýslum er loftslag hafrænast á ís-
landi (15). Sumur eru nokkuð löng og mild.
Frostlaust er á sumrin í um 150 daga samanborið
við um 100 daga á Norður- og Austurlandi. Vetur
eru hinsvegar umhleypingasamir. Urkoma er um
1500 til 2300 mm á láglendi, samanborið við 800
til 1200 mm á Suðvesturlandi og 400 til 600 mm á
Norður- og Austurlandi (24).
VÖXTUR SITKAGRENIS f SKAFTAFELLS-
SÝSLUM
f grein sinni „Skógræktarskilyrði á fslandi“
bendir Haukur Ragnarsson á að vöxtur sitkagren-
is sé mjög góður í Skaftafellssýslum (16). Hann
telur þó skógrækt ótrygga á þessu svæði vegna
umhleypingasamrar vetrarveðráttu og storma
(16).
í Skaftafellssýslum eru engir stórir skógarteigar
af sitkagreni. Hins vegar eru nokkrir smálundir
víðsvegar um sýslurnar, sem geta gefið vísbend-
ingu um vöxt og þrif sitkagrenis á þessu svæði.
Sumarið 1984 mældi höfundur vöxt sitkagreni-
lundar í Lambhaganum í Skaftafelli (22). Trén
eru ættuð frá Prince William Sound í Alaska og
líklega af kvæminu Pigot Bay eða Point Packen-
ham (33). Lundurinn var gróðursettur árið 1950
og var því 34 sumra þegar hann var mældur.
Vöxtur sitkagrenis í Skaftafelli er sýndur í töflu
2, 3 og línuriti 1.
Línurit 1. Viðarvöxtur sitkagrenis í Skaftafelli
VIÐARVÖXTUR mlha/ári
25
/ * Viðarvöxtur
/ hvers árs
Meðal
viðarvöxtur
35 40 ár
ALDUR SKÓGAR
ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ISLANDS 1987
23