Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 25

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 25
ÞORBERGUR HJALTI JÓNSSON Vöxtur og ræktun sitkagrenis í Skaftafellssýslum (Picea sitchensis (Bong.) Carr) Sitkagreni var fyrst flutt til íslands í byrjun þessarar aldar. Frá árunum milli heimstyrjald- anna eru til nokkur tré og smálundir (14). Sitka- grenið kemst þó ekki í ræktun að marki fyrr en um 1950. Frá þeim tíma eru til nokkrir lundir í Skaftafellssýslum. í þessari grein er fjallað um árangur af ræktun sitkagrenis í Skaftafellssýslum og vísbendingar, sem þær gefa um möguleika skógræktar á þessu svæði. KRÖFUR SITKAGRENIS TIL LOFTSLAGS Sitkagrenið kann best við sig í hafrænu loftslagi (13, 25). Á útbreiðslusvæði þess frá Cook Inlet í Alaska suður í Kaliforníu vex sitkagrenið hvergi fjær sjó en 200 km (13). Sitkagreni er mjög háð raka, bæði úrkomu og jarðraka (18). Á út- breiðslusvæði þess er ársúrkoman víðast yfir 1500 mm. f Skotlandi er ekki talið ráðlegt að gróður- setja sitkagreni þar sem ársúrkoma er minni en 900 til 1000 mm (18). í Austur-Skotlandi, þar sem úrkoma er aðeins um 800 mm, ræður hún 86% af vexti grenisins milli ára (18). í Skaftafellssýslum er loftslag hafrænast á ís- landi (15). Sumur eru nokkuð löng og mild. Frostlaust er á sumrin í um 150 daga samanborið við um 100 daga á Norður- og Austurlandi. Vetur eru hinsvegar umhleypingasamir. Urkoma er um 1500 til 2300 mm á láglendi, samanborið við 800 til 1200 mm á Suðvesturlandi og 400 til 600 mm á Norður- og Austurlandi (24). VÖXTUR SITKAGRENIS f SKAFTAFELLS- SÝSLUM f grein sinni „Skógræktarskilyrði á fslandi“ bendir Haukur Ragnarsson á að vöxtur sitkagren- is sé mjög góður í Skaftafellssýslum (16). Hann telur þó skógrækt ótrygga á þessu svæði vegna umhleypingasamrar vetrarveðráttu og storma (16). í Skaftafellssýslum eru engir stórir skógarteigar af sitkagreni. Hins vegar eru nokkrir smálundir víðsvegar um sýslurnar, sem geta gefið vísbend- ingu um vöxt og þrif sitkagrenis á þessu svæði. Sumarið 1984 mældi höfundur vöxt sitkagreni- lundar í Lambhaganum í Skaftafelli (22). Trén eru ættuð frá Prince William Sound í Alaska og líklega af kvæminu Pigot Bay eða Point Packen- ham (33). Lundurinn var gróðursettur árið 1950 og var því 34 sumra þegar hann var mældur. Vöxtur sitkagrenis í Skaftafelli er sýndur í töflu 2, 3 og línuriti 1. Línurit 1. Viðarvöxtur sitkagrenis í Skaftafelli VIÐARVÖXTUR mlha/ári 25 / * Viðarvöxtur / hvers árs Meðal viðarvöxtur 35 40 ár ALDUR SKÓGAR ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ISLANDS 1987 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.