Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 29
Tafla 7. Daglengd við fyrsta frost í meðalári á nokkrum veðurstöðvum
Staður Breiddargráða Fyrsta frost Daglengd
dags. klst.
Vestur- og Suðvesturland
Reykjavík ................................................ 64° 08’ 1:10 11,1
Norðurland
Akureyri ................................................. 65° 41’ 15:09 13,0
Austurland (Hérað)
Hallormsstaður............................................ 65° 06’ 15:09 12,9
Skaftafellssýslur
Hólar í Hornafirði........................................ 64° 18’ 9:10 10,2
Kirkjubæjarklaustur....................................... 63° 47’ 10:10 10,1
Vaxtarlag trjánna ræður miklu um hve hætt
þeim er við að rifna upp eða brotna í stórviðrum
(26). Þannig er háum og mjóum trjám hættara en
stuttum og gildum. Hlutfallið 1:100 milli þver-
máls og hæðar er oft tengt hættu á að tré brotni
en hlutfallið 1:60 lítilli hættu (26, línurit 3).
Samkvæmt íslenskum staðli fyrir vindálag (ÍST
12,3 1973) er gert ráð fyrir að mesti 3 sék
vindhraði í 10 m hæð yfir jörðu sé 46,5 m/s inn til
landsins og 51 m/s við ströndina (24). Þá er miðað
við storm, sem endurtæki sig aðeins á um 50 ára
fresti (24). Við toppa trjánna er vindhraði helm-
ingur af vindhraða í 10 m hæð yfir skóglausu landi
(26). Hámarks-vindálag á skóg er því 23,3 m/s inn
til dala og 25,5 m/s við ströndina.
Ef hlutfall þvermáls og hæðar er 1:100 ættu
sitkagrenitré aðeins að ná 15 m hæð. Hlutfallið
1:80 gæfi 17 til 19 m en 1:60 ætti ekki að brotna
hvorki við ströndina né innar í landi þó hæðin
yrði yfir 20 m.
Tré á íslandi eru yfirleitt lág miðað við gild-
leika. T. d. er hlutfallið 1:52 í sitkagreninu í
Lambhaganum í Skaftafelli. Hættan á að tré í
Skaftafellssýslum brotni í stórviðrum er því lítil ef
þess er gætt að trén verði gild miðað við hæð.
Þéttleiki skógar hefur mikil áhrif á hlutfall hæðar
og gildleika trjánna (27). í Skaftafellssýslum ætti
því að láta sitkagreni standa gisið, einkum þegar
það fer að hækka.
LÚSIN ÓVINUR SITKAGRENIS
í SKAFTAFELLSSÝSLUM
Sitkalúsin (Elatobium abietinum Walker) er
alvarleg ógnun við ræktun sitkagrenis í Skafta-
fellssýslum. Þegar verst gegnir hefur lúsin drepið
tré á þessu svæði (2). Lúsin skemmir meira þétta
skóga og tré, sem kveljast af þurrki (19, 20). Rétt
val á landi til ræktunar, jarðvinnsla og illgresis-
eyðing eru líkleg til að draga úr áföllum.
Mest hætta á plágum er eftir milda vetur og
þurr sumur (19, 20). Með vöktun og tímanlegum
aðgerðum má forða trjánum frá skaða.
Sitkalúsin á ekki að hindra ræktun sitkagrenis í
Skaftafellssýslum ef skógræktarmenn haga rækt-
uninni skynsamlega og halda vöku sinni. Svo vel
vill til að ræktunartækni, sem dregur úr hættu á
Línurit 3. Ahrif vaxtarlags á stormþol sitkagrenitrjáa
msJ
HÆÐ TRÉS
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
27