Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 38
Forseti tslands sat skóg-
rœktarþingið. Hér situr hún
milli Huldu Valtýsdóttur
formanns Skógrœktarfélags
íslands og Jónasar Jóns-
sonar varaformanns. Svein-
björn Dagfinnsson stjórnar-
maður er lengst til vinstri,
en Snorri Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri til hœgri.
Mynd: Sigurður Mar Hall-
dórsson.
valinn m.a. með hliðsjón af starfsmannafundi
Skógræktar ríkisins og fulltrúafundi Skógræktar-
félags íslands, sem haldnir voru í sömu viku og
þingið.
Skógræktarþing, hið fyrsta í röðinni hér á
landi, var svo haldið á tilsettum tíma. Mættu til
þings 33 fulltrúar frá stofnunum, þingflokkum og
ýmsum félögum. Þá sátu þingið 47 fulltrúar
skógræktarfélaga og 20 starfsmenn Skógræktar
ríkisins, auk fjölmargra annarra áhugamanna um
skógrækt. Alls munu um 150 manns hafa komið á
þingið.
Dagskrá skógræktarþingsins var þessi:
Kl. 10.00 Hulda Valtýsdóttir formaður Skóg-
ræktarfélags íslands setur þingið að
viðstöddum forseta fslands, frú Vigdísi
Finnbogadóttur. Blásarakvintett leikur.
— 10.15 Erindi, prófessor Márten Bendz: „ís-
land vanþróað skógræktarland?“
— 11.00 Kaffihlé.
— 11.15 Erindi Sigurðar Blöndals skógræktar-
stjóra: „Möguleikar og markmið skóg-
ræktar á íslandi.“
— 12.00 Matarhlé.
— 13.00 Erindi Magnúsar Péturssonar hag-
sýslustjóra: „Skógrækt og þjóðar-
hagur.“
— 14.30 Kvikmynd um sænska skógrækt.
— 15.00 Kaffihlé.
— 15.30 Pallborðsumræður—Stjórnandi: Árni
Gunnarsson ritstjóri. Pingsályktun
borin upp.
— 17.00 Matthías Johannessen ritstjóri: Ávarp.
— 17.15 Þingslit.
— 19.30 Kvöldverðarhóf á Hótel Sögu.
Hér verður ekki tíundað í smáatriðum, hvernig
þinghaldið fór fram, en flest gekk eftir sem ætlað
var. Hinsvegar skal lesendum þessa ársrits bent á
að kynna sér framsöguerindin á þinginu, sem
birtast hér í ritinu, ekki síst fyrir þá sök að
umræða um íslenska skógrækt hefur að undan-
förnu einkum beinst að þjóðhagslegum mögu-
leikum skógræktar. Rétt þykir að geta þess að í
pallborðsumræðum sátu fyrir svörum: Márten
Bendz, Sigurður Blöndal, Magnús Pétursson og
Snorri Sigurðsson. Pá er einnig ástæða til að geta
hins snjalla ávarps Matthíasar ritstjóra er fjallaði
um skógrækt og mannrækt í víðu samhengi.
Ég hygg að aðstandendur þessa fyrsta Skóg-
ræktarþings á íslandi megi vel við una þær
undirtektir sem þinghaldið fékk og að markmið
þess hafi náðst. Alténd urðu þær spurningar sem
framsöguerindin vöktu og umræðurnar frekari
viðspyrna til sóknar fyrir skógrækt í landinu.
Örugglega fór margur af þinginu fróðari en hann
kom.
36
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987