Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 41
MÁRTEN BENDZ
Island vanþróað skógræktarland?
Fyrirsögn þessarar greinar merkir, að ísland sé
þróunarland að því er varðar skóg og skógrækt.
Engu að síður munu vangaveltur í greininni leiða í
ljós, að svo er ekki. En reynsla frá skógræktar-
starfi í þróunarlöndum getur verið gagnleg fyrir
íslenska skógrækt á því stigi, sem hún er nú.
Reyndar hefir sýnt sig, að sú reynsla er líka
gagnleg fyrir önnur þróuð lönd, einnig Norður-
Iönd, af tveimur ástæðum:
1. Sú þróun, sem orðið hefir á Norðurlöndum,
er oft svipuð þeirri, sem nú á sér stað í
fátækum löndum heimsins.
2. Ósjaldan er reynslan almenn. Pað, sem
lærist af vinnu okkar í þróunarlöndum,
getur stundum gagnast heima. Þetta á við —
þótt það hljómi skringilega — um félags-
lega, efnahagslega og pólitíska þætti.
Hvað er þá þróunarland?
Oftast hugsum við til fátækra landa í Afríku,
þar sem ólæsi er mikið, skammlífi, sjúkdómar
tíðir og alvarlegir, landbúnaður frumstæður, iðn-
væðing skammt á veg komin — landa þar sem
stundum eða oft verður hungursneyð — eða
náttúruhamfarir ríða yfir. Meðaltekjur eru lágar
og tekjur og eignir skiptast ójafnt milli fólks í
þróunarlöndum.
í Ijósi þessa er ísland að sjálfsögðu ekki
þróunarland.
Þegar Iand er nefnt þróunarland, merkir það
líka, að verðmætar auðlindir kunna að vera til, en
þær ekki nýttar. Kína taldist þróunarland, þar til
A. Eþíópía, Wollr. Niður-
níddar og ofbeittar fjalla-
hlíðar, rofmoldin hefir safn-
ast í dalbotninn. Hér er erfitt
og dýrt að gróðursetja tré.
39
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987