Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 47
mörg spurningarmerki eru sett í dálkinn fyrir
ísland, stafa af því, hve höfundur þekkir þetta
land lítið. En það er ekki aðalatriðið. Meira máli
skiptir, að samanburðurinn bendir til þess, að
gagnlegt sé að líta á nokkur atriði — og fika sig
áfram með aðferðir. Markmiðið er, að aðgerðir
heppnist.
Að mati höfundar er það áhugavert við þennan
samanburð, að hann leiðir glögglega í ljós, hvar
skórinn kreppir fastast að: Pólitíska, félagslega og
efnahagslega hliðin skiptir mestu máli, hin líf-
fræðilega og tæknilega langtum minna máli.
Hér með er ekki sagt, að vanmeta beri þekk-
ingu í skógrækt. Sérstaklega ekki á íslandi, sem
býr við andsnúna veðráttu. Par er kunnátta
einkar mikilvæg. í slíku landi er bráðnauðsynlegt,
að það, sem á „þróunarlandaslangi" er nefnt „the
technical package" („tækniþátturinn") sé í lagi.
Ef höfð er í huga sú þekking og reynsla, sem
fyrir hendi er núna í skógrækt á íslandi, og
ennfremur, að forsendur eru fyrir því að afla
snarlega meiri þekkingar í þeim greinum, sem
orðið hafa útundan, hlýtur niðurstaðan að verða
einhlít: ísland er ekki vanþróað land í skógrækt.
Hér er til staðar þekking og innsæi og vilji. Ef
íslendingar vilja gera átak í skógrækt — þá geta
þeir það. Og í öðrum löndum er margvísleg
reynsla tiltæk, sem þeir geta stuðst við.
Myndir: Márten Bendz. Sig. Blöndal íslenskaði.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
45