Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 56
Skjólbelti.
MARKMIÐ
Skógræktarstefna felst í svörum við eftirfarandi
spurningum:
- Hvar á að rækta skóg?
- Hvers slags skóg á að rækta?
- Hverjir eiga að rækta skóginn?
Svörin eru háð mismunandi forsendum, sem
eru
- pólitískar,
- fjárhagslegar,
- tæknilegar.
Hvar er háð vilja og ákvörðunum um landnýt-
ingu — pólitísk.
Hvers slags er pólitísk, fjárhagsleg — eða í
víðara skilningi efnahagsleg — og tæknileg.
Hverjir er pólitísk og fjárhagsleg.
Skógræktarlög, nr. 3/1955, með viðaukum 1966
og 1984 fjalla einkum um Skógrækt ríkisins, sem
skv. þeim skal rekin með því markmiði
- að vernda, friða og rækta skóga og skógar-
leifar, sem til eru í landinu,
- að græða upp nýja skóga, þar sem henta
þykir,
- að leiðbeina um meðferð skóga, kjarrs og
annað það, sem að skógrækt lýtur.
Þetta eru ekki eiginleg starfsmarkmið af því að
þeim verður aldrei náð að fullu. Hér er frekar um
að ræða hlutverk skógræktar. Hér er ekki kveðið
á um, í hvers þágu skógurinn sé, né hver sé
tilgangurinn með ræktuninni.
Lítum nú nánar á þetta atriði.
Skógur í þágu einhvers. Setja má eftirfarandi
aðalmarkmið:
- Verndarskógur. Verndar
- jarðveg gegn rofi,
- annan gróður (skógarvistkerfi),
- græðir örfoka land.
Nytjaskógur
- skilar efnislegum nytjum í formi afurða.
Útivistarskógur
- sérstaklega ræktaður til þess að veita fólki þá
ánægju í útivist, sem skógur einn getur veitt.
Skjóllundur og skjólbelti
- fyrir landbúnað (kvikfé, ræktun, hýbýli) og
fyrir alla byggð.
Við þetta má bæta, að samnefnari fyrir allan
skóg, hvaða markmiði sem hann þjónar, er að
hann
- veitir skjól,
- verndar jarðveg betur en annar gróður,
- er einn besti vatnsmiðlari í náttúrunni.
Tæknileg framkvæmd í skógrækt, sem stunduð
er til þess að ná ofangreindum markmiðum er
mismunandi að því er varðar
- trjátegundir og
- ræktunaraðferðir.
Olíkir aðilar stunda skógrækt eftir því hvert
markmiðið er:
- Verndarskógur:
Ríki, sveitarfélög, áhugafólk.
- Nytjaskógur:
Ríki, bændur.
- Útivistarskógur:
Sveitarfélög, áhugafólk, ríki.
- Skjóllundir og skjólbelti:
Bændur, sveitarfélög.
Menn geta vissulega haft ólíkar skoðanir á
54
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987