Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 74

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 74
... höfuðverkefnið að finna tegundir sem henta mismun- andi skilyrðum ... sem áætlunin fjallar um, hvaða tækifæri og tak- markanir hún eigi sér, og hvaða breytingar gætu orðið á þeim. Síðan eru skilgreind markmið sem hægt er og raunhæft að stýra eftir, og greint hvaða verkefni, vinnubrögð og starfshætti þarf að viðhafa. Loks er áætlað hvaða mannskap og fjármuni þurfi til að ná settu marki. Það markmið í Iögum Skógræktar ríkisins að „græða upp nýja skóga þar sem henta þykir“ er ekki beint til þess fallið að stjórna eftir. Sam- kvæmt því er nægilegt að Skógræktin láti sér henta að „rækta ekki neina skóga“ og þá hefur hún samt fullnægt þessu markmiði. Hverjum á að „henta“, eða „hvað hentar hverjum og til hvers“!! Slík markmið eru auðvitað innihaldslítil og eng- inn getur vitaðneitt um það til hvers er ætlast eða hvenær náðst hefur árangur og hvenær ekki. Ég vil taka fram að þetta er ekki eina dæmið um slíka skilgreiningu markmiða í lögum um opinberar stofnanir hér á landi. Ef sagt hefði verið að rækta ætti nytjaskóg til að fullnægja hluta af innanlandsþörf fyrir timbur eftir því sem hagkvæmt væri — þá hefðum við meira til að fara eftir. Þeir sem sömdu lögin ætluðust greinilega ekki til þess að Skógrækt ríkisins fengi mikið að gera. Ég held að kominn sé tími til þess að endurskoða markmið og starfs- hætti S.R. og kannski Skógræktarfélags íslands samtímis og gera iangtímaáætlun um starfsemi skógræktarinnar í landinu, og líklega er það einmitt tímabært nú. Til þess liggja einkum tvennar forsendur: Fyrir það fyrsta er um þessar mundir að verða róttæk breyting á okkar þjóðfélagi. Einn þáttur hennar er samdráttur hinna hefðbundnu bú- greina, sérstaklega sauðfjárræktar, sem mun hafa víðtæk áhrif á landnýtingu í framtíðinni. Sam- kvæmt athugun sem sauðfjárræktar- og landbún- aðarsérfræðingar gerðu fyrir Framtíðarnefnd forsætisráðherra, spá þeir að vegna minnkandi lambakjötsneyslu og afnáms útflutningsbóta á næstunni verði samdráttur úr 715 þúsund vetrar- fóðruðum ám árið 1984 í um 400-470 þúsund fjár eftir fáein ár. Viðbrögð sauðfjárbænda við þess- ari spá, sem komst í hámæli, urðu hörð og reyndu þeir m.a. að bregðast við með átaki í sölu á iambakjöti á Bandaríkjamarkað, sem ekki eru horfur á að takist. Ekki þarf að fjölyrða við skógræktarmenn um afleiðingar svo stórfellds samdráttar í sauðfjár- rækt fyrir möguleika á að koma skynsemi í beit á Iandinu og fá aðgang að hentugu landi til annarra nota en hefðbundins búskapar. Lönd munu án efa í stórum stíl komast í eigu einstaklinga og félaga sem m.a. hefðu áhuga á skógrækt. Petta er reyndar að gerast þessa dagana, að hluta vegna framleiðslutakmarkana á mjólk. í öðru lagi er sú reynsla, sem safnast hefur í starfi S.R., svo og skógræktarfélaga og einstakl- inga, nú orðin svo yfirgripsmikil, að hægt er að gera nokkuð marktækar áætlanir um skógrækt í þágu allra þeirra þriggja meginmarkmiða sem ég hefi nefnt. Við vitum þannig í megindráttum hvaða tegundir og kvæmi henta til nytjaskóg- ræktar í uppsveitum Árnessýslu, hvaða ræktunar- aðferðir á að nota og hve fljótt við uppskerum nýtanlegan við. Að vísu skortir nokkuð á þekk- ingu á viðargæðum og heppilegum plöntunar- og 72 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.