Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 75
LANGTÍMAÁÆTLUN UM SKÓGRÆKT (DÆMI)
Markmið Landsvæði Tegundir Aðferðir Samstarfs- Kostnaður Vandamál/
aðilar (Umsvif) Rannsóknaþörf
1. Nytjaskógur - votlent - tæknivædd - landeig- - stuðningur
- frjósamt ræktun endur á við áform um
100 ára - land í ná- sitkagreni raðsett á heppil. 60-80 nytjaskógrækt
áætlun lægð við alaskaösp plógstreng ræktunar- millj/ár - samkomulag um
í áföngum markað stafafura - hagkvæmni löndum (sérákvörð- skógræktarlönd
- Haukadalur lerki í plöntun, - skipulags- un um átak) - skortur á þekk-
- Laugardalur umhirðu og yfirvöld ingu á viðar-
- Biskupstungur skógarhöggi - sveitar- gæðum
- Grímsnes í fyrirrúmi félög
2. Landgræðsla - jaðar fok- birki - fjölþætt - Landgræðsla 25 millj/ár - árekstur við
Og svæða lerki plöntun ríkisins (mun stærra sauðfjárrækt
gróðurvernd - örfoka elri (sáning) - sveitar- þjóðarátak - samstarf við
land og alaskavíðir trjákenndra félög líklegt upp Landgræðslu rík.
rofið <200 m loðvíðir o.fl. og jurt- - upprekstrar- úr aldamótum - skortur á
áætlanir - Haukadalur casurinas + kenndra félög - mikilvægt tegundum
- hálendis- köfnunar- plantna að byrja) - skortur á tækni
brúnir efnis- - aðferð við landgræðslu-
- Axarfjörður bindandi háð skógrækt
- Hólsfjöll jurtir aðstæðum
3. Útivist og - hvar sem er lauftré - virkja - skógræktar-
umhverfi barrtré félög, félögin 15 millj/ár
- á valdi runnar samtök og - einstakl. (framkvæmdir
5 ára félaga einstakl. - félaga- að mestu - skortur á
áætlanir og ein- til að sjá samtök kostaðar leiðbeiningum
staklinga um fram- - sveitar- af sam-
kvæmd og félög starfs-
fjármögnun - fræðsla og áróður aðilum)
umhirðuaðferðum til að skapa hámarksviðar-
gæði. Þar þyrfti mun meiri rannsókna við.
Um aðferðir og tegundir í landgræðsluskógrækt
vitum við nóg til að byrja með, en þó mætti leita
víðar fanga um efnivið og huga að samspili trjá-
kenndra plantna, jurta og næringarefna og
tryggja sem skjótastan árangur og styrkja gróður-
lendið sem mest. í þessu efni er innflutningur
alaskalúpínunnar á vegum Skógræktarinnar á
sínum tíma eitt mesta happaverk sem unnið hefur
verið í íslenskri landgræðslu.
Um frekara starf á þessu sviði verður að nást
betra samstarf við Landgræðslu ríkisins en verið
hefur og þessar stofnanir að sameinast um átak í
þágu alhliða landgræðslu og gróðurverndar. Ég
vil minna á að um aldamót mun þjóðin án efa
vilja sjá stórfellt átak í þessu efni og ekki láta sér
lynda þess konar vindhögg sem slegin voru með
þjóðargjöfinni 1974, að margra dómi.
Að því er útivistar- og umhverfisskógrækt
varðar er það að mínu mati ekki aðalverkefni
Skógræktar nkisins að standa undir framkvæmd-
um á því sviði, heldur skógræktarfélaganna og
annarra félagasamtaka og einstaklinga. Skógrækt
ríkisins ber að sjálfsögðu að styðja við þá viðleitni
með rannsóknum, innflutningi á plöntum og
stofnaprófunum svo sem gert hefur verið. Að
hluta fer sú viðleitni saman við rannsóknir vegna
landgræðsluskóga og nytjaskóga. Hægt er að
hugsa sér grófu línurnar í langtímaáætlun um
skógrækt á þessum þrem forsendum eins og sýnt
er í þessari töflu. Að sjálfsögðu er margt ósagt í
henni, en hún getur gefið hugmynd um aðalatriði
sem vinna mætti út frá.
ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
73