Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 79

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 79
flavobrunneum (Fr.) Kummer), sem vex að heita má hvarvetna í birkiskógum, oft í þéttum þyrp- ingum á skógarstígum eða meðfram þeim. Hann hefur dökkrauðbrúnan (kastaníubrúnan), fín- trefjóttan-flösóttan hatt, sem oft er þverrákóttur og gulbrúnn á barðinu, gulhvítar og síðar brún- leitar fanir og stafurinn er nær samlita hattinum, trefjóttur en ekki flasaður. Holdið hvítt í hatti en gulbleikt í stafnum. Hann er því nokkuð auð- þekktur frá lerkikollinum, einnig á vaxtarstöðun- um. Talinn sæmilegur matsveppur. Þá er hvítkollurinn (Tricholoma album (Scha- eff.)Quel.) nokkuð tíður í skógum á austanverðu Norðurlandi, en Iíklega fágætur annarsstaðar. Hann er alhvítur í fyrstu en verður síðan gulleitur eða gulbrúnn, með sterkri og sérkennilegri lykt, og því talinn óætur. Loks er svo moldkollurinn (Tricholoma terre- um (Schff.)Krumm.) og skyldar tegundir, sem einkennast af gráum eða grásvörtum (sótbrún- um) flösum á hattinum og hvítum staf, og vaxa þær einnig í kjarri og lynglendi. Pá er að geta annars „lerkisvepps", sem fannst 19. ágúst 1984 í hinum nýja Kjarnaskógi við Akureyri, í lerkilundi með dálitlu íblandi af birki og grenitegundum. Þarna var aðeins um 2 ung eintök að ræða, og verður því ekki sagt með fullri vissu, hvaða tegund þetta er, en hún tilheyrir örugglega ættkvíslinni Gomphidius, og mestar líkur eru til að um sé að ræða tegundina Gomphi- dius maculatus (Scop.)Fr., sem er þekkt að því að fylgja lerki. Verður henni nú lýst nánar: Gomphidius maculatus (Scop.)Fr. LERKI- HNALLUR Hatturinn hvelfdur og síðan flatur, hnýfður, 3- 5 cm í þvermál, grábrúnn-olífubrúnn, dálítið rauðmengaður, með svörtum flekkjum (og sortnar með aldri), með hárkenndri klæðningu, einkum á barðinu, slímugur í röku veðri. Fanir bogalaga niðurvaxnar, reykgráar, dökkna fyrst við snertingu, en fá síðan rauðleitan (rauðgrá-fjólulitan) blæ. Stafurinn hvítur efst, ofan við slímkenndan kragavott ofantil á honum, en neðan hans er stafurinn þakinn grábrúnni eða rauðgrárri slím- himnu (sem tengist barðinu á ungum eintökum), með svörtum flösuhárum sem mynda óreglulegt mynstur, litast gráfjólublár eða grásvartur við snertingu, sítrónugulur neðst. Holdið hvítt með rauðleitum blæ í hatti og ofantil í staf, en skærgult neðantil í stafnum og gulbrúnt neðst, breytist lítið við skurð, en roðnar dálítið við snertingu (einkum í hatti), með daufri lykt og bragði. Gróduftið brúnsvart, gróin 17-24 mikron að lengd og 4-6 að breidd. Ofangreind lýsing er gerð eftir þeim eintökum, sem fundust í Kjarnaskógi. Hún stemmir ekki að öllu leyti vel við G.maculatus, eins og honum er vanalega lýst, og kemur tegundin Gomphidius gracilis Bk. & Br.ss.Bres. einnig til greina, en hún er enn fremur illa skilgreind og lítið þekkt, en er þó einnig talin vaxa með lerkitegundum. Mér hefur ekki tekist að hitta á þennan svepp aftur í Kjarnareitnum, svo líklega er hann fágætur og vex þar ekki nema í sumum sumrum. Annar sveppur, náskyldur þessum, Gomphidi- us glutinosus (Schff.)Fr. fannst í barrskógarreit að Kvískerjum í Öræfum haustið 1971 (Hálfdán Björnsson), og var hans getið af undirrituðum í smágrein í Arsritinu 1972-1973, og í Acta bota- nica islandica 2. árg. 1973. Síðan hef ég frétt að hann muni vaxa í skógræktarreit við Skóga undir Eyjafjöllum, en þar sá Halldór Vigfússon (Reykjavík) mjög svipaða sveppi sumarið 1973. G.glutinosus, sem ég hef kallað slímhnall, vex yfirleitt aðeins í barrskógum, og er almennt talinn fylgja furutegundum eða greni. Hann er talinn góður matsveppur ef hann er tekinn nógu ungur, en með aldrinum sortnar hann og verður heldur ókræsilegur. Það sama á líklega við um þá tegund sem hér var lýst. Að lokum má geta þess, að sl. sumar (1986) fannst nýr pípusveppur við lerkitré í garði á Akureyri, sem virðist vera af ættkvíslinni Suillus, en endanleg greining hefur ekki farið fram. EFTIRMÁLI Mig langar að hnýta hér við fáeinum athuga- semdum um svepprótarmyndun lerkisins, af eigin reynslu, með tilliti til þeirra nýju aðferða sem farið er að tíðka við uppeldi þess hér á landi, þ.e. svokallað fjölpotta-uppeldi í gróðurhúsum. Vorið 1985 setti ég niður um 1000 lerkiplöntur í ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.