Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 86

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 86
en þá hætta þau í rauninni að vaxa og efnaskipti þeirra breytast (ekki ósvipað dýrum sem leggjast í vetrardvala). Of mikið köfnunarefni á þessu mikilvæga stigi raskar þessum undirbúningi. Meðal sýnilegra einkenna skaðans er að nál- arnar verða rauðbrúnar og falla jafnvel af trján- um á vorin. Það hefur gerst í Mið-Evrópu og á hálendum svæðum í Bandaríkjunum allt frá N,- Karólínu til Vermont. Síðari kenningin tengir ofgnótt köfnunarefnis við breytingar í skiptingu kolefnis og annarra næringarefna innan plöntunnar og gerir tréð viðkvæmara fyrir banvænum sjúkdómsvöldum svo sem þráðormum, sveppum og skordýrum (3). Vegna þess að ofgnótt köfnunarefnis örvar tréð um of og veldur því að það tekur upp meira af öðrum næringarefnum, en þá ganga steinefnin í jarðveginum til þurrðar. Til að vinna gegn því fer svo að rótarkerfi trésins minnkar og tréð þolir þurrka á sumrin og storma á veturna verr. f>ó ofgnótt köfnunarefnis sé aðeins 10 hundraðs- hlutum meiri en eðlilegt er, er það nóg til þess að hafa áhrif á rótarkerfi sumra trjáa (sveppróta) og auka ásókn skordýra í trén (3). Svo vitnað sé í sænskar rannsóknir þá hefur Bengt Nihlgárd, plöntuvistfræðingur við há- skólann í Lundi, sett fram þá tilgátu að „30 kg úrfelli á hektara á ári valdi því að eftir 20—25 ár verði skógar mettaðir af köfnunarefni" (13). Stór svæði í Evrópu og nokkur hálendissvæði í N,- Ameríku eru þegar farin að nálgast þau mörk. LÍFRÆN EFNASAMBÖND SEM HAFA ÁHRIF Á VÖXT Fritz Fúhr prófessor í Júlich segir, „að enginn viti um þátt lífrænna efnasambanda í skóga- dauðanum en þau geti skipt sköpum“. Sem stendur er 1,5 milljón tonnum af lífrænum efnum, meindýraeitri, plöntueitri og þúsundum annarra efna dreift í V.-Þýskalandi á hverju ári. Sum þeirra gætu haft áhrif á myndun hormóna í trjánum og aðrar efnabreytingar (14). Dr. Peter Schútt er á sama máli „I einni könnun fundum við vott af 400 lífrænum efnasamböndum í einum rúmmetra af andrúmslofti“ (11). Þessi kenning getur orkað tvímælis en a. m. k. í einu tilviki má rekja óeðlilegan vöxt sem sést hefur í V.-Þýska- landi (og á Mt. Mitchell í N.-Karólínu) til úrfellis af lífrænu efnasambandi. Anilín hefur verið talið valda örum dauða furutrjáa (Pinus taeda) í nánd við efnaverksmiðju skammt frá Raleigh í N.- Karólínu. Meðal helstu einkenna er að barrið verður brúnt, trén fella barr sem er enn grænt og fullþroska tré deyja (3). Vitað er að ethylen hefur áhrif á vöxt, veldur lauf- og barrfalli þó ekki sé meira af því en sem nemur 0,1 grammi í lítra af lofti (3). Auxin, mjög mikilvirkt plöntuhormón, hefur einnig verið talið eiga þátt í því að laufblöð vefjast upp og blöð og barr aflagast; það hefur einnig verið notað sem plöntueitur. Schútt prófessor getur sér þess til að tvö efni geti myndað efna- samband (11) — líkt og efnavopn — og myndað mjög eitruð efnasambönd þótt mjög lítið sé af þeim. Fessi kenning er verð mjög vandlegrar íhugunar þar sem lítið hefur verið gert til að kanna hvernig lífræn efnasambönd (einkum þau sem notuð eru til framleiðslu á plöntu- og meindýraeitri) — ein sér eða í tengslum við önnur efni — geti átt þátt í hnignun og dauða skóga. SÝRUÚRFELLI Sýruúrfelli stafar af brennisteinsdíoxíði, köfn- unarefnisoxíðum, vetnisklóríði og öðrum efna- samböndum sem blandast súrefni og vatnsgufu í andrúmsloftinu og mynda þunnar lausnir af sterk- um sýrum. Síðan falla þessi efni til jarðar sem súrt regn, snjór, þoka eða súrar þurrar efnisagnir. Sýruúrfelli má einkum rekja til orkuvera og stóriðju þar sem kolum og olíu er brennt þó að köfnunarefnisoxíðin stafi næstum að jafnmiklu leyti af útblæstri farartækja. Skolun úr laufblöðum er talin eðlilegur hluti af næringarefnaferli trjánna og ógnar heilbrigði þeirra ekki í sjálfu sér. Samt sem áður verður innra jafnvægi trjánna að haldast. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í N.-Ameríku hafa sýnt að sýruúrfelli sem hefur pH 2,3 til 5,0 skolar kalíum, kalki og magnesíum úr laufblöðum hlyns og gul- birkis (Betula lutea)og úr nálum hvítgrenis (Picea glauca) (3). Þrátt fyrir það að skógar í Evrópu og N.-Ameríku verði að jafnaði fyrir 30 sinnum meira sýruúrfelli en verður í ómenguðu óspilltu umhverfi er enn ekkert sem bendir til að skolun úr laufblöðum (foliar leaching) hafi áhrif á vöxt þeirra. 84 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.