Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 97

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 97
2. Hjónin Hermann Jónas- son og Vigdís O. Stein- grímsdóttir ásamt greinar- höfundi að Kletti sumarið 1965 (Ljósm. Kári Jón- asson). einkum lögð áhersla á ræktun valinna birkistofna og -kvæma. Kom gróðrarstöðin m.a. fram með þá nýbreytni að bjóða 3 ára sáðplöntur beint úr fræbeði. Margir fagrir birkilundir víða um land eiga uppruna sinn í gróðrarstöð Hermanns í Fossvoginum, t.d. trjálundurinn að Kirkjubæjar- klaustri. Árið 1945 keypti Hermann jörðina Klett í Reykholtsdal af dánarbúi Guðmundar Jónssonar. Kona hans var Hallfríður Hannesdóttir frá Deildartungu, en hún hafði mikinn áhuga á skógrækt og plantaði fyrsta trjálundinum að Kletti. Sama ár tók Einar Sigmundsson frá Gróf við jörðinni og sat hann jörðina til 1968, er sonur hans, Þórður, tók við af honum. Jörðin Klettur er neðst í Reykholtsdal og eru Reykjadalsá og Hvítá landamerki jarðarinnar að sunnan- og vestan- verðu. Jörðin er um 130 hektarar að flatarmáli, en þetta land tilheyrði áður allt landnámsjörðinni Deildartungu. Hallfríður Hannesdóttir hlaut jörðina í arf að foreldrum sínum látnum. Jörðin býður að mörgu leyti upp á allgóð skilyrði til hefðbundinna nytja. Þrátt fyrir nafnið er vart að finna steinvölu á jörðinni, nema á stuttum kafla þar sem farvegur Reykjadalsár liggur á klöpp. Landið er að mestu slétt og votlent, nema ár- bakkar og áreyrar. Að Kletti taldi Hermann sig geta sinnt tveimur helstu áhugamálum sínum, þ.e. skógrækt og veiðiskap, auk þess sem jarðhiti og önnur jarðgæði myndu hugsanlega skapa ýmsa möguleika í framtíðinni. Landið getur vart talist sérlega ákjósanlegt til skógræktar einkum vegna votlendis og skorts á skjóli, sérstaklega gegn norðaustanátt sem oft er hörð og langvarandi neðst f dalnum. Skjól er næstum ekkert á svæðinu fyrir neinni vindátt. Hermann Jónasson taldi það verðugt viðfangsefni að sýna það og sanna að hægt væri að rækta skóg með árangri á íslandi við slíkar aðstæður. Skóg- ræktinni var valinn staður meðfram ánni á u.þ.b. 5 hekturum lands. Nokkur halli er þar niður að ánni, þannig að jarðvegur var sæmilega þurr en þó mjög rýr sem gróðurmold. Byrjað var á að reisa vandað hús, en ári síðar, þ.e. árið 1953, hófust gróðursetningar. Komu starfsmenn Daní- els Kristjánssonar skógarvarðar að Hreðavatni þar mjög við sögu. Ýmsir kunnáttumenn í skóg- rækt höfðu takmarkaða trú á fyrirtækinu, og fékk Hermann að ég held yfirleitt takmarkaða hvatn- ingu frá fagmönnum. En hann tók sínar ákvarð- anir án þess að hika og réðst í þessa umfangs- miklu ræktun af eigin hyggjuviti, og beitti ýmsum nýstárlegum aðferðum. Var það dæmigert fyrir skaphöfn hans og lífshlaup sem brautryðjanda. Gróðursetning var mest sumrin 1954—56. Af samfelldri ræktun var mest gróðursett af birki, sitkagreni, viðju í skjólbelti, og talsverðu magni af alaskaösp. Auk þess var plantað nokkru magni af rauðgreni, bergfuru, og fjallafuru innan um. Viðju var plantað sem skjólbelti með norður- og vesturjaðri svæðisins, og einnig til afmörkunar með opnum svæðum og vegi gegnum spilduna. ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.