Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 98
3. Sumarhúsið að Kletti ný-
reist sumarið 1952 áður en
gróðursetningar hófust
(Ljósm. Sveinbjörn Dag-
finnsson).
Megnið af plöntum, t.d. allt birki og greni, kom
úr gróðrarstöð Hermanns í Fossvogi.
Strax í upphafi var lögð mikil áhersla á að bæta
skjól á skógræktarsvæðinu. Norðaustanátt nær
sér mjög niðri neðst í Reykholtsdal. Þess vegna
var lögð áhersla á að útbúa skjól með norðurjaðri
skógræktarinnar. Var það gert með tvennum
hætti, með því að klæða girðinguna með sfldar-
nót, og einnig með skjólborðum, svokölluðum
„wind-breaks“, þvers og kruss um svæðið. Skjól-
borð þessi voru ca. 2,50 á lengd og rúmur 1 m á
hæð, og ca. 45% opin, þannig að vindur feykti
þeim síður um koll. Áburðargjöf var einhver
fyrstu árin, en engin síðar meir. Annar mikilvæg-
ur þáttur í umhirðu fólst í því að slegið var gras og
snarrótarpuntur frá hverju einasta tré fyrstu 20
árin. Sá maður sem gegndi þeirri og annarri
umhirðu þann tíma hét Jón Þorvarðarson, en
hann var á yngri árum síðasti hellisbúi á íslandi —
bjó fyrstu búskaparárin með fjölskyldu sína í
4. 35 árumsíðar, íjúlí 1987.
Nú sést varla í húsið inni í
skógarþykkninu, sem aðal-
lega er sitkagreni og birki á
þeim hluta landsins sem sést
á myndinni (Ljósm. Her-
mann Sveinbjörnsson).
96
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987