Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 108
Sértekjur skiptust eftir „tegundum“ sem hér
segir:
Seld þjónusta............................... 3.286.000
Leigutekjur ................................ 2.047.000
Sala eigna, tilfallandi vörusala ............. 639.000
Fjármunatekjur ............................... 790.000
Framlög og ýmsar tekjur .................... 1.372.000
Vörusala -r- söluskattur .................. 25.715.000
Sértekjur alls........................ 33.849.000
Skýringar á sértekjum:
Seld þjónusta er langmest vinnusala og véla-
leiga.
Leigutekjur eru fyrir tjaldsvæði, veiði og
húsnæði.
Fjármunatekjur eru að langmestu leyti
vaxtatekjur af skuldabréfum vegna eignasölu,
innstæðum af dánargjöfum og öðrum innstæðum.
Framlög eru frá ýmsum aðilum.
Vörusala er langmest fyrir plöntur (13,7 millj.
kr.), jólatré og viðarafurðir (11,7 millj. kr.).
STARFSFÓLK
Fjöldi starfsmanna, fastráðinna og verkefna-
ráðinna, sem unnu skv. samningum BSRB og
BHM, samsvaraði 21 stöðugildi (ársstörfum).
Starfsmenn, sem unnu skv. öðrum kjarasamn-
ingum, störfuðu 126 þús. vinnustundir.
Laun og álagsgreiðslur námu alls 39,2 millj. kr.
Breytingar á starfsliði urðu nú meiri en um
langt skeið.
Garðar Jónsson skógarvörður á Selfossi lét af
störfum 1. okt. eftir að hafa gegnt því í 43 ár.
Starfaði hann lengur sem skógarvörður en nokk-
ur annar, nema Guttormur Pálsson, sem starfaði í
46 ár. Skógrækt ríkisins þakkar Garðari fyrir
störfin og fyrir að hafa haldið tryggð við stofnun-
ina allan sinn starfsaldur.
Porbergur Hjalti Jónsson sagði lausu starfi sínu
á Norðurlandi vestra frá 5. sept. Hann vann
síðustu mánuði ársins lausráðinn hjá Rannsókna-
stöðinni á Mógilsá við úrvinnslu víðitilrauna í
Hjaltastaðaþinghá.
Á aðalskrifstofu vann Helga Finnbogadóttir frá
áramótum til miðs sumars, en þá tók við Jóna
Sigþórsdóttir.
Einar Gunnarsson skógtæknifræðingur vann
fyrri hluta ársins að verulegu leyti f.h. Skóg-
ræktar ríkisins að gerð skýrslunnar um nytjaskóga
fyrir framtíðarkönnunarnefnd forsætisráðherra
ásamt Edgari Guðmundssyni verkfræðingi og
Ragnari Árnasyni hagfræðingi. í júní tók hann
við rekstri gróðrarstöðvarinnar á Grundarhóli í
orlofi Gunnars Finnbogasonar skógarvarðar.
Eftir það starfaði Gunnar nær eingöngu á aðal-
skrifstofu að endurskipulagningu rekstrar og bók-
halds. Einar Gunnarsson lét af störfum hjá Skóg-
rækt ríkjsins í október.
Jóhann ísleifsson skógtæknifræðingur og garð-
yrkjufræðingur starfaði á Vöglum í Fnjóskadal
frá maí til áramóta. Hann leysti skógarvörð af í
júlí í orlofi hans og síðan í nóv. - des. í veikinda-
leyfi. Arnór Snorrason skógfræðikandídat hóf
störf hinn 1. júlí og vann á vegum aðalskrifstofu
að undirbúningi ræktunaráætlana (sjá síðar). Jó-
hann Viðar Aðalbjarnarson réðst sem verkstjóri í
Hvammi í Skorradal í maí.
VEÐURFAR
Borgarfjarðarsýsla. Árið var gott fyrir trjá-
gróður. Mikinn snjó setti niður í mars. Skorra-
dalsvatn var orðið íslaust 28. apríl. Eftir hlýjan
seinni hluta maí kólnaði 9.—10. júní og varð þá
jörð alhvít af snjó. Júlí og ágúst voru hlýir, en um
höfuðdag kólnaði með miklu roki. Október var
kaldur, nóv. og des. nokkuð í meðallagi. Skorra-
dalsvatn lagði 2. des.
Vesturland. Skógarvörðurinn skrifar: „Vetur-
inn var góður, fremur mildur og snjóléttur. Apríl
var góður, en maí var svalur og júní fram undir
mánaðarlokin. Hiti annarra sumarmánaða var
einnig talsvert undir meðallagi. Úrkoma í júní var
óvenjulega mikil, en úrkoma í júlí og ágúst undir
meðallagi."
Norðurland eystra. (Á einkanlega við Fnjóska-
dal). Frá áramótum til vors ríktu aðallega aust- og
suðaustlægar áttir. Meðalsnjódýpt í janúar var 64
cm, í febr,—mars um 50 cm og í apríl 39 cm. í maí
ríkti norðlæg átt og frost mældist við jörð 20 daga
mánaðarins. Sumarmánuðina ríktu mest norð- og
vestlægar áttir, hitastig verulega hærra en 1985 og
106
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987