Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 111
Minnt skal á, að hitasumma yfir 0 C alla daga
frá áramótum er það afl, sem vekur plönturnar á
vorin af vetrardvala. Hitasumma er mjög mis-
munandi fyrir hin ýmsu svæði á landinu. Nægir að
benda á í töflunni hér að ofan hinn mikla mun á
laufgunartíma sömu kvæma af alaskaösp á Sel-
fossi og í Þjórsárdal. Síðarnefndi staðurinn hefir
miklu lægri hitasummu frá áramótum til vors og
kemur það fram í því, að trén laufgast seinna.
VÖXTUR OG ÞRIF
Borgarfjarðarsýsla. Flestar trjátegundir uxu
vel, en þó ívið minna en 1985. Rauðgreni var með
þriflegasta móti um árabil.
Vesturland. Flestar trjátegundir uxu vel, þótt
sumarhiti væri undir meðallagi. Rauðgreni var
mjög bleikt um vorið, en grænkaði mikið, er leið
á sumar. Aftur bliknaði það í október og milli
jóla og nýárs í frostakafla varð það gulara en
nokkru sinni.
Norðurland eystra. Barrtré uxu lítið, sérstak-
lega þó fura, enda fer vöxtur hennar mjög eftir
hitafari sumarsins á undan. Lauftré uxu í meðal-
lagi vel.
Austurland. Vöxtur var vel í meðallagi, sér-
staklega á lerki.
Tumastaðir. Sitkagreni óx mjög mikið. Ár-
sprotar í grenibelti (5-6 m háu) í framræstri mýri
sunnan við umdæmisbústað reyndust 70-75 cm á
nokkrum trjám.
Suðurland. Trjávöxtur var í meðallagi víðast
hvar, en ríflega það á sitkagreninu á Kirkjubæjar-
klaustri.
Haukadalur. Vöxtur grenis var í góðu meðal-
lagi, en rétt í meðallagi á stafafuru og lerki.
Suðvesturland. Trjávöxtur var í góðu meðal-
lagi, einkum á barrtrjám. Er þar einkum um að
ræða sitkagreni og stafafuru. Á sitkagreninu
mátti finna 70 cm sprota í Hrafnagjárhalli á
Þingvöllum, en 40—50 cm að meðaltali. Á
Reykjavíkursvæðinu voru þeir minnst eins langir.
Birki óx allvel.
SKAÐAR
Borgarfjarðarsýsla. Skógarvörður skrifar:
„(1) Telja má, að trjágróður allur hafi komið vel
Pingvellir: Sitkabastarðurinn, sem gróðursettur var í
Hrafnagjárhalli 1958 fyrir tilstyrk Landsbanka íslands,
hefir vaxið afbragðsvel hin síðari ár. Mynd: S.BI., 22-
04-87.
undan vetri og verið líflegur. Nokkuð bar á, að
fjaliaþinir yrðu rauðir og dræpust, bæði ungar
plöntur og stærri tré. Ekki kann ég skýringu á
þessum dauða. (2) í Hvammi finnst mér furulús
vera heldur vaxandi á stafafuru. Ekki eru þó
sjáanlegar skemmdir eftir hana. Hins vegar virð-
ist furulúsin heldur vera á undanhaldi á Stálpa-
stöðum, þar sem unnið hefir verið meira við að
grisja út lúsugar furur. (3) Birkimaðkur var áber-
andi mikill innantil í Skorradal að norðanverðu
og var birkið orðið illa leikið af þessari plágu fyrir
lok júlí. Sunnan vatns var birkið hins vegar
fallegt. (4) Sveppsjúkdómar voru ekki áberandi á
trjám. (5) Veturinn var snjóléttur og skaðar af
snjóþyngslum ekki merkjanlegir. (6) Ekki varð
vart við beitarskaða nema dálítið á Húsafelli."
Norðuriand eystra. Skógarvörður skrifar:
„Miklar skemmdir urðu á ýmsum trjátegundum í
blauta snjónum sem féll 9. og 11. janúar. Sérstak-
lega brotnaði mikið af toppum á stafafuru, sem
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
109