Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 112
voru mjög langir og illa þroskaðir eftir sumarið
1985.
Stafafura af Skagway-kvæmi slapp tiltölulega
betur en innanlandskvæmi af sömu tegund, sem
voru með mun lengri ársprota. Einnig voru
skemmdir á broddfuru og lindifuru og hefir það
varla gerst áður.“
Austurland. Skógarvörður skrifar: „(1) Engar
frostskemmdir urðu á árinu svo teljandi sé, nema
hvað einn og einn toppur á lerki skemmdist um
haustið. (2) Pað telst helst til tíðinda, að nú var í
fyrsta skipti staðfest, að sitkalúsin væri komin í
Hallormsstaðaskóg. Fannst hún fyrst í blágreni-
trjám við barnaskólann og seinna í gömlu blá-
grenitrjánum í Mörkinni. Þessir fundarstaðir
benda til þess, að kvikindið berist milli staða með
fólki, þar sem þetta eru þeir staðir, sem flestir
ferðamenn koma á. Þessi tré voru öll sprautuð
með Permasekt með nýju þokuúðunardælunni,
sem kom nú í góðar þarfir, þegar sprauta þarf
svona há tré.
Lúsafaraldurinn niður á fjörðum hélt áfram og
var gripið til sprautunaraðgerða á nokkrum stöð-
um, þ.e. Djúpavogi, Fáskrúðsfirði og Stöðvar-
firði.
(3)Birkimaðkur var enginn. Ekki virtist vera
um neinar stórfelldar viðbótarskemmdir af köng-
urling að ræða á þessu sumri.“
Tumastaðir. Skógarvörður skrifar: „Nokkuð
bar á sitkalús hér um alla gróðrarstöðina og var
hún öll sprautuð. Eins var lúsin í Lýðveldislund-
inum og eldri gróðursetningum og var allt
sprautað hér um miðjan ágúst. Múlakotsstöðin
var sprautuð síðast í apríl, en þar var þá mikið af
sitkalús. Tungugirðing var öll undirlögð af sitka-
lús og var hún öll sprautuð.“
Suðurland. Skógarvörður skrifar: „Merkjan-
legir voru skaðar á birki eftir maðkáxtb í fyrra.
Nokkuð hefir drepist ef eldri trjám og önnur voru
lauflítil. Þetta er mjög áberandi í elsta skóginum í
Þórsmörk, t.d. í Húsadal. Kjarr í uppsveitum
Árnessýslu dökkt og lauflítið neðst í hlíðum.
Saltveður í fyrstu viku september flýtti fyrir
gulnun og urðu lauf nánast brún. Miklar
skemmdir voru sjáanlegar á stafafuru eftir vetur-
inn 85—86. Þó var það merkjanlegt, að stór tré
og smáplöntur sluppu, en tré í stærðunum 0,5 —
1,0 m voru mest sviðin og sum dauð.“
Haukadalur. „Lítillega bar á því, að barr sviðn-
aði á stafafuru á veðurhörðum stöðum. Maðkur
var töluverður í birkikjarri", skrifar skógar-
vörður.
Suðvesturland. Mikill birkimaðkur sótti á birki
á Þingvöllum og í Brynjudal. Á síðarnefnda
staðnum var birkið alveg brúnt til að sjá síðari
hluta júlí. Víða varð birki brúnt móti SV eftir
saltveðrið í fyrstu viku september.
FRÆFALL OG FRÆSÖFNUN
Borgarfjörður. „Fræfall var ekki teljandi á
barrtrjám, en nokkuð á birki og alaskaösp,“
skrifar skógarvörðurinn.
Norðurland eystra. „Fræ var nú mjög lítið á
birki. Talsvert var af könglum á rauðgreni, en
nokkuð virðist vanta á, að fræið þroskaðist og var
þá engu safnað,“ skrifar skógarvörður.
Austurland. Fræfall var lítið, en nokkru var þó
safnað af birkifræi og eins var töluvert um köngla
á gömlu lindifurunni, sem safnað var.
Tumastaðir. „Safnað var ofurlitlu af birkifræi,
eins var safnað nokkru af könglum af sitkagreni í
aðalskjólbeltinu, sem vaxið er upp af fræi, sem
sáð var 1959 af ísl. kvæmurn."
Suðurland. Lítið fræfall. Engu safnað.
Haukadalur. Lítið var um fræ á skógartrjám.
En svipuðu magni og venjulega af alaskalúpínu
og unnu menn frá Landgræðslu ríkisins að því
með heimamönnum dagana 20.—25. ágúst.
Suðvesturland. Víða var þroskað fræ á birki, en
engu safnað. Ekki heldur af öðrum tegundum.
GIRÐINGAR
Viðhald var með minna móti eftir snjóléttan
vetur um allt land. Er ekki ástæða til að tíunda
það.
Nýjar girðingar voru engar um lönd Skóg-
ræktar ríkisins, en vinnuflokkurinn á Vesturlandi
lauk hinni miklu girðingu í Ystutungu í Mýra-
sýslti, sem nú er 2.700 ha að flatarmáli, og
vinnuflokkurinn á Suðvesturlandi hélt áfram
girðingunni um höfuðborgarsvæðið fyrir Skipu-
lagsstofuna og girti alls 10,2 km frá Þingvallavegi
við Seljabrekku og langleiðina að Mógilsá í
Kollafirði.
110
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987