Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 118
Vaglir í Fnjóskadal: Garð-
plöntur t einu gróðurhús-
anna. Þau eru öll smíðuð af
heimamönnum. Mynd:
S.Bl, 10-07-87.
og Laugarvatn. Á Laugarvatni gróðursetti skipti-
hópurinn frá Norðurlöndum (sjá síðar).
Allmiklu var sáð og plantað af alaskalúpínu í
Pjórsárdal. í fyrsta sinn var sáð smituðu lúpínu-
fræi. 10 kg var sáð í vikrana neðst í Þjórsárdal.
Spíraði sú lúpína allvel. Sýnist nú einsýnt að hún
ætli að spjara sig þarna á vikrunum. Það ásamt
því, hve vel grassáning Landgræðslunnar hefir
heppnast í Þjórsárdai, gefur vonir um, að styttast
kunni í það, að við getum farið að gróðursetja þar
lerki. En slíkt hefir verið óhugsandi til þessa
vegna þess, að sandbyljir hafa eyðilagt plönt-
urnar.
Haukadalur: Svipað var sett að fjölda og 1985.
Nýlunda var, að birki var nú gróðursett í örfoka
land í Haukadalsheiði innan við Hafliðahóla í um
250 m h. y. s.
Suðvesturland: Haldið var áfram að planta
alaskaösp í Sogamýrina.
Yfirlitið sést í töflu 6.
VEGAGERÐ OG JARÐVINNSLA SKÓG-
LENDA
Vesturland: Vegir voru ruddir í Jafnaskarðs-
skógi og vegur áleiðis upp fjallið fyrir ofan
Hreðavatn. Á Hvítsstöðum á Mýrum var vegur
ruddur niður með ánni frá Grenjum. Loks voru
ruddir margir nýir vegir í Norðtunguskógi.
Norðurland eystra: Allar þrjár vörubifreiðar
Skógræktarinnar ásamt traktorsgröfunni á Sel-
fossi voru notaðar til þess að malbera vegi í
Vagla- og Þórðarstaðaskógi.
Tumastaðir: Árið 1985 undirbjó Vegagerð
ríkisins veginn frá Fljótshlíðarvegi heim í Tuma-
staði, 950 m, undir varanlegt slitlag. Á þessu ári
var slitlagið lagt á hann. Hér hæfir vel að bæta við
að skipt var um jarðveg í bílastæðum og
innkeyrslum að umdæmis- og starfsmannabústöð-
um og verkstæði. Ennfremur var svæði austan
kæli- og lagerhúss og verkstæðis (775 ferm.) að
Vatnsdalsveginum klætt með varanlegu slitlagi.
Þessi verk voru unnin eftir skipulagi Reynis
Vilhjálmssonar landslagsarkitekts. Plægðir voru
fyrir gróðursetningu 10 ha í Stóra-Kollabæ við
Seylugil vestan fjallgarðs.
GRÓÐRARSTÖÐVAR
Sáning í beð var svipuð og árið áður, nema
hvað engu var nú sáð á Laugabrekku. Sáning í
bakka jókst. Var í fyrsta skipti sáð í bakka á
Vöglum og á Hallormsstað nær helmingi meira en
árið áður. Sáningin á Grundarhóli var svipuð og
áður.
Sáningar á Grundarhóli tókust afbragðsvel, en
á Hallormsstað og Vöglum nokkru miður. Má
þar um kenna kuldakasti, er kom á spírunartím-
anum og ekki tök á að hita húsin upp á þessum
stöðum. Sjá töflu 7.
116
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987