Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 125
ur skógræktarfélagsins á Hálogalandi, Erlend
Langset og gróðrarstöðvarstjórinn á Alöst, Hák-
on 0yen. Loks var með fararstjóri norska hóps-
ins Kristian Lpvenskiold, nýráðinn framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags Noregs. Þessi hópur fór
hringferð um landið og heimsótti helstu skóg-
ræktarstöðvar. Skógræktarstjóri var fararstjóri
þessa hóps.
íslendingarnir, sem fóru til Noregs, dvöldust í
Inn-Þrændalögum.
Létu báðir aðiljar hið besta af ferðum sínum.
HEIMSÓKNIR ANNARRA ERLENDRA
SKÓGRÆKTARMANNA
í apríl voru hér á ferð ritstjóri og aðstoðarrit-
stjóri Scandinavian Journal of Forest Research,
sem SNS gefur út, þau Sven-Uno Skarp og
Gunilla Agerlid. Þau heimsóttu rannsókna-
stöðina á Mógilsá og ræddu við skógræktarstjóra.
Leiðsögumaður þeirra hér var dr. Jón Gunnar
Ottósson, sem er fulltrúi rannsóknastöðvarinnar í
ritstjórninni.
Um miðjan júní hélt Norræna trjáskordýra-
nefndin (Nordiska Samarbetsgruppen för Skogs-
entomologi) fund hér. Kom einn fulltrúi frá
hverju landanna auk Bo Lángström, sem er ritari
nefndarinnar. Nefndin ferðaðist um SV- og
Suðurland til Austurlands og kynntist mjög vel
þeim vanda, sem við eigum við að glíma af
völdum meindýra. Að aflokinni ferð hélt nefndin
fund með nokkrum íslenskum skógræktar-
mönnum og kynnti skoðanir sínar á vanda okkar.
Meginniðurstaða þeirra var sú, að útilokað væri
að hamla gegn meindýrum með lyfjum í skógrækt
á stórum svæðum (hundruð eða þúsundir ha). Ég
tel þessa heimsókn okkur ákaflega mikilsverða.
Hinn 26. júní hófst á Egilsstöðum árlegur
fundur í Nordisk Kontaktorgan for Jord- og
Skogbruk (NKJS), en það eru landbúnaðarráð-
herrar Norðurlanda ásamt embættismönnum og
fulltrúum hagsmunasamtaka í þessum atvinnu-
greinum.
Sérstakur fundur var haldinn um „aukabú-
greinar“ með framsöguerindum fulltrúa frá
nokkrum þjóðanna. Skógræktarstjóri flutti þarna
erindi um hugsanlegan hlut skógræktar í sam-
bandi við yfirstandandi búháttabreytingar. Fund-
armenn fóru fyrsta daginn í heimsókn í Hallorms-
staðaskóg og voru skoðaðar nýmarkir af lerki á
Hafursá og Guttormslundur í fegursta veðri, sem
hugsast getur. í Guttormslundi afhenti skóg-
ræktarstjóri Finnlands, Jaako Piironen, Skógrækt
ríkisins að gjöf 2 kg af lerkifræi af Raivola-
uppruna. Skógræktarstjóri veitti því viðtöku og
lýsti því, hve mikils virði okkur væri að fá slíka
gjöf, enda hefðu fundarmenn sjálfir séð, hvernig
lerkið yxi á Hallormsstað og nágrenni.
Um miðjan ágúst komu stjórn og fram-
kvæmdastjóri Skógbrunabótafélags Noregs í
heimsókn og ferðuðust 2 daga um SV- og Suður-
land. Stjórnarformaðurinn, Paul Reine, er jafn-
framt formaður Skógræktarfélags Noregs. En að
starfi er hann fylkisskógræktarstjóri í Vestur-
Agðafylki.
Frá XVI. norræna skógrœktarþinginu í Finnlandi: Tur-
unen skógmeistari sýnir 20 ára gamla hengibjörk (Bet-
ula verrucosa) í Kirjálahéraði. Mynd: S.Bl., 02-07-87.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
123