Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 127

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Síða 127
söfnunarstarfi hennar. Að öðrum ólöstuðum er Barbara Kalen einhver mesti aufúsugestur, sem Skógrækt ríkisins hefir tekið á móti. Loks er þess að geta, að í lok nóv. kom hingað vinur okkar frá Quaqortoq á Grænlandi, Paul Bjerge. Þetta var þriðja heimsókn hans. Hann heimsótti stöðvarnar á Hallormsstað og Tuma- stöðum. UTANLANDSFERÐIR XVI. norræna skógræktarþingið var haldið í Finnlandi 30. júní—3. júlí. Frá Skógrækt ríkisins sóttu það Baldur Þorsteinsson, Guðmundur Örn Arnason, Haukur Ragnarsson, Isleifur Sumar- liðason og Sigurður Blöndal, en Hulda Valtýs- dóttir og Snorri Sigurðsson frá Skógræktarfélagi Islands. Fólkið dreifðist á hinar ýmsu skógarferðir, sem stóðu í 2 daga. Voru þær ákaflega fróðlegar, eins og alltaf. Sigurður kom fram fyrir íslands hönd í um- ræðuþætti á allsherjarfundinum í Finlandia-hús- inu. Daginn eftir þingið fór hann í fylgd Matti Multamáki varaforstjóra finnska skógeftirlitsins að skoða einn af lerkifrægörðum ríkisskógræktar- innar í Hausjárvi. Þaðan fengum við fræ á sínum tíma. Bæta má við, að í Imatra í Karelíu kom hann í hinn mikla lerkifrægarð stórfyrirtækisins Enzo-Gutzeit, þaðan sem við höfum fengið lerki- fræ af Raivolakvæmi undanfarin 2 ár. Sigurður Blöndal sótti hina reglulegu vor- og haustfundi SNS í Svíþjóð og Danmörku að þessu sinni. I sambandi við SNS-fundinn á Jótlandi heim- sótti hann Heiðafélagið í Viborg og tók fram- kvæmdastjóri skógræktardeildarinnar, Peter Friis, á móti honum. Hann fékk tækifæri til að kynnast skjólbeltarækt Heiðafélagsins í fylgd Christian Als, yfirmanns skjólbeltadeildarinnar. Væri það efni í langa frásögn. Þó má í stuttu máli segja það, að Danir hafa nú alveg horfið frá notkun sitkagrenis í skjólbeltin, en planta þeim uppá nýtt með eins mörgum tegundum lauftrjáa og kostur er á hverjum stað. Meira um það síðar. Að lokinni heimsókn til Heiðafélagsins fór Sig- urður í kynnisferð með Norræna fræ- og plöntu- ráðinu, sem hélt fund skammt frá Viborg. Loks er þess að geta að í þessari ferð heimsótti Sigurður Junckers Fabrikker í Köge í fylgd Hak- ons Frplund skógræktarstjóra Dana. Þetta er stærsta parkettverksmiðja í Norður-Evrópu, vinnur úr 300 þús. m3 viðar og er fagur vitnisburð- ur um danskt hugvit og framtak. Jón Loftsson skógarvörður sat vor- og haust- fundi Norræna skógvinnuráðsins, en hann er fulltrúi Skógræktar ríkisins í stjórn þess. ÁSGARÐSMÁLIÐ Hæstaréttardómur féll í des. 1986 í máli því, sem Hjartavernd og Skógrækt ríkisins áfrýjuðu til Hæstaréttar um það, hverjir ættu að hljóta and- virði Ásgarðs, erfingjar eðá Hjartavernd og Skógræktin. Hæstiréttur staðfesti dóm borgarfógeta, sem dæmdi erfingjum andvirðið. Dómurinn varð okk- ur mikil vonbrigði og botnum við satt að segja ekkert í þessari niðurstöðu. Sömu viðbrögð við dómnum eru hjá öllu venjulegu fólki, sem við höfum heyrt ræða um hann. SKÓGRÆKTIN EIGNAST KOTMÚLA í FLJÓTSHLÍÐ Á árinu fékk Skógrækt ríkisins umráðarétt yfir jörðinni Kotmúla í Fljótshlíð, sem verið hafði í eyði í nokkur ár. Þetta er ríkisjörð og lét landbún- aðarráðuneytið hana af hendi til umsjár og af- nota, en fjármálaráðuneytið átti húsin á jörðinni og ákvað að afhenda þau Skógræktinni. Eru báðum ráðuneytum hér með færðar þakkir fyrir velviljann. Óskipt land jarðarinnar er að vísu lítið, en hún er örskammt frá Tumastöðum og húsin geta reynst mjög gagnleg fyrir starfsemina þar. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 125
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.