Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 133
in á s. 1. ári. Auk þessa var erindrekstri haldið
áfram á vegum Skógræktarfélags íslands, en
Brynjólfur Jónsson skógfræðinemi tók að sér
erindrekastarfið og var það annað sumarið í röð
sem hann gegndi því.
Þá heimsótti framkvæmdastjóri félagsins,
sumir stjórnarmenn Skógræktarfélags íslands og
starfsmenn Skógræktar ríkisins mörg félaganna á
árinu, — mættu hjá þeim á aðalfundum og
fræðslufundum, eftir því sem tök voru á.
Störfum erindrekans var beint í svipaðan far-
veg og áður, þ. e. bæði að faglegum og félags-
legum verkefnum. Hann heimsótti 3 félög á
Vestfjörðum, 5 á Vesturlandi og 3 á Austurlandi,
auk þess sem hann kannaði undirtektir um stofn-
un og endurreisn félaga á Vopnafirði, Eskifirði,
Reyðarfirði og Djúpavogi.
Hvað snerti störf erindrekans varðandi hinn
félagslega þátt, þá þykir rétt að það komi fram að
lögð var áhersla á að hann hefði samband við
ráðamenn í viðkomandi sveitarfélögum, bæði til
þess að styðja við bakið á þeim skógræktarfé-
lögum sem fyrir voru og til að ýta á um stofnun
nýrra félaga. Arangur af þessu varð sá að nú er
búið að stofna 7 ný skógræktarfélög í fyrr-
greindum landshlutum og tvö hafa verið endur-
vakin. Af þessum 9 félögum eru 5 á Austurlandi.
Má segja að með erindrekstri Skógræktarfélags
íslands á yfirstandandi ári, en hann annaðist
Helgi Gíslason, hafi smiðshöggið verið rekið á
stofnun flestra nýju félaganna.
Um hinn faglega þátt erindrekstrar á vegum
Skógræktarfélags fslands er óþarft að hafa mörg
orð, svo oft hefi ég drepið á hann í Ársritinu og á
öðrum vettvangi. Því leyfi ég mér að vitna í
lokaorð starfsskýrslu Brynjólfs Jónssonar 1986,
en þar skrifar hann m. a.:
„Að fenginni reynslu í fyrra og í sumar er hvað
athyglisverðast hve áhugi almennings er mikill
fyrir trjárækt og skógrækt í víðtækri merkingu.
Að sama skapi kemur fram hin dapurlega stað-
reynd að þekkingarskortur er í sama hlutfalli við
áhugann.
Það þarf t.d. ekki að leita Iangt til að geta bent
á grisjunarmál félaganna. Þau eru nær undan-
tekningarlaust í hrikalegum ólestri. Hægt er að
taka ótal önnur dæmi af svipuðum toga. Látum
þetta nægja. Hvað er til ráða? Mér sýnist aðeins
Búlandsnes við Djúpavog: Sitkagreni í skógi Skóg-
rœktarfélags Búlandshrepps. Hér var grisjað og
greinhreinsað 1986. Mynd: S.Bl., 19-07-87.
eitt raunhæft ráð. það er það að efla og fjölga
störfum af svipuðum toga og ég hef unnið síðustu
tvö sumur. Hlutverk grisjunarmanna ætti einnig
að víkka. Vinnubrögð við gróðursetningu, klipp-
ingu á trjám o. fl., o. fl.
ÖIlu þessu og miklu fleira gætu slíkir menn
miðlað. Það verður að flytja þekkinguna og gefa
einstaklingum tíma til að læra. Menn verða að
gera sér ljóst að annaðhvort verður að gera þetta
átak Skógræktarfélags íslands myndarlega og
fylgja því eftir, samfara auknum kröfum og
fjölgun félaga, ella láta það rúlla sinn sjó.“
Þótt sumum kunni að virðast, að hér sé tekið
djúpt í árinni, hljóta þeir sem kynnt hafa sér þessi
mál, að taka undir orð Brynjólfs í aðalatriðum.
Stórauka þarf leiðbeiningarþjónustu Skóg-
ræktarfélags íslands, ekki síst faglegan þátt henn-
ar. Þetta er stjórn félagsins fyllilega ljóst, en sakir
fjárskorts hefur ekki verið unnt að sinna þessu
verkefni sem skyldi. Sem betur fer hefur rofað til
í fjármálum Skógræktarfélags íslands að undan-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
131