Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 8
fræðandi og hvetjandi erindi um málefni skóg-
ræktar. Hann lét gera þrjár heimildarkvikmyndir
um skóga og skógrækt á íslandi, 1940. 1953 og
1968. Myndir þessar höfðu mjög mikið fræðslu-
gildi og voru sýndar óteljandi sinnum um landið
þvert og endilangt. I þessu sem fleiru var Hákon á
undan samtíð sinni.
Hákon hélt áfram að sinna baráttumálum
sínum og höfuð-hugðarefnum þó að opinberum
starfsdegi væri lokið. Pess naut allt skógræktar-
fólk og þó einkum Skógræktarfélag fslands, því
sýndi hann alltaf jafnmikinn áhuga og studdi það
fólk sérstaklega með ráðum og dáð, sem veitti
félaginu forstöðu eða störfuðu fyrir það á
hverjum tíma.
Árangurinn af hinu mikla ævistarfi Hákonar
Bjarnasonar má nú sjá nær hvarvetna um land.
Hann birtist okkur hvar sem við förum um þétt-
býli eða sveitir landsins í auknum gróðri við hús
og hýbýli og í fleiri og fleiri skógarreitum eða á
samfelldum svæðum þar sem trén teygja sig
hærra og hærra ár frá ári, gleðja augu og minna
vegfarandann á hvað hægt er að gera fyrir landið.
Enn meira er þó vert um hugarfarsbreytinguna
sem orðið hefur hjá þjóðinni. Skógrækt er ekki
lengur mál afmarkaðs hóps áhugafólks, hún er
mál allra landsmanna. Skógrækt er ekki aðeins
hugsjónamál, hún er veruleiki og verður bráðlega
gildur þáttur í atvinnulífi landsmanna, og þáttur í
að vernda landið og byggð um landið. Vegna þess-
ara miklu hugarbreytinga eru menn nú sann-
færðir um að nýtt skeið er hafið í skógræktar- og
landgræðslumálum. Skeiði frumherjanna er
lokið. Þeim tókst að gera draum að veruleika.
Fremstur í þeirra flokki um langt skeið var
Hákon Bjarnason. Þjóðin og landið eiga honum
mikið að þakka. Pað var gæfa hans að lifa þessi
miklu umskipti. Hans mun verða lengi minnst.
Jónas Jónsson
Fagmenn! Þið fáið allt
til múrfestinga í ísól
í múrvinnu skipta góðverkfæri miklu máli annarra verkfæra sem þú getur haft not
og undirstrika fagleg vinnubrögð. fyrir.
Það gera SPIT múrverkfærin. Allar borvélar eru með tveggja ára ábyrgð.
ísól, Ármúla 17, býður vönduð SPIT
múrverkfæri. Allt til múrfestinga, bolta,
plasttappa, naglabyssur, borvélar auk
SPIT 345
Við bjóðum einnig ókeypis þjálfun á SPIT
naglabyssur.
P 110
Ármúli 17 108 Rvk. S: 689123
6
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989