Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 9

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 9
HÁKON BJARNASON Gróðurrán eða ræktun i Á hinum síðustu áratugum hefir þekking manna á hverskonar náttúrufræðum aukist hröðum skrefum, og sú þekkinger að valda meiri byltingu á högum manna og háttum en þekkst hefir nokkru sinni fyrr. Hér á landi hafa atóm- sprengjur og vélrænar framfarir tekið upp rúm blaða og rita, svo að annað hefir hvergi komist að. Um rannsóknir manna á hinni lífrænu náttúru hefir verið furðu hljótt. Árangur þeirra hefir helst birst okkur í nýjum og kraftmiklum lyfjum, sem fólk nefnir oft undralyf, eins og t.d. penicill- ín, aureomycin og fleiri. Þessi lyf fundust ekki fyrr en menn fóru að grandskoða náttúrufyrir- brigðin og að herma eftir störfum náttúrunnar sjálfrar. og eru því lyfin að vissu leyti ekki meiri undralyf en sum gömlu grasameðulin. Að öðru leyti munu flestar slíkar framfarir hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum íslendingum. Einna gleggst dæmi þess er, að þegar ný kennslu- löggjöf er samin fyrir hina æðri skóla fyrir fáum árum, er fræðsla í almennum náttúrufræðum jafnvel minnkuð frá því, er áður var. Með aukinni þekkingu á náttúrunni og lög- málum lífsins verður mönnum æ ljósara, hve mjög einstaklingar og þjóðfélög eru háð umhverfi sínu, hversu gróður og dýralíf, jarð- vegur og veðrátta, ræður allri þróun nrannkyns- ins. Hið gamla hreystiyrði, að maðurinn sé herra jarðarinnar, á sér enga staði. Hitt er sannara, að hann er skilgetið barn móður jarðar, og hann hlýtur því að verða að haga sér samkvæmt boði hennar. Að öðrum kosti verður hann ánauðugur þræll umhverfis síns og aðstæðna, leiðir ógæfu yfir sig cn tortímingu yfir.afkvæmi sín. Oft hefir mannkyninu orðið þetta á, stundum óafvitandi, stundum hefir það haft óljóst hugboð um hvert stefndi, og einstöku sinnum hafa menn gert þetta af ráðnum hug og vitandi vits. Ótal fornþjóðir eru horfnar með öllu, lönd þeirra eyðimerkur og litlar sögur herma um örlög þeirra, nema hvað ráða má af rústum og gönrlu letri á leirtöflum. En það sem verra er, er að margar þjóðir nútímans standa höllum fæti af nákvæmlega sömu ástæð- um, er ollu því, að fornþjóðirnar liðu undir lok, af því að þær eru sem óðast að eta upp landkosti sína. II Okkur Islendingum væri áreiðanlega hollt að rannsaka og grandskoða landið, sem við lifum og hrærumst í. Við ættum að þekkja svo vel skil á eigin landi, að við þyrftum ekki að misþyrma gróðri, ræna auðlegð þess og fara með hana í gröfina eins og flestir forfeðra okkar hafa orðið að gera, með þeim eina árangri að draga fram lífið í basli og fátækt. Fyrir því hve við vitum lítið með vissu um gæði landsins og notagildi þeirra hafa íslendingar mjög misjafnar hugmyndir um landið. Sumir sjá ekki annað en hrjóstur og auðnir, og eru þeir sífellt að bera það saman við önnur og suðlægari lönd, aðrir telja ísland eitt ágætasta land undir sólinni, og þeir halda í fáfræði sinni, að hér megi hafa hundruð þúsunda lagðprúðra hjarða og að ekkert kjöt taki íslenzku dilkakjöti fram sakir ágætis hins íslenska heiðagróðurs. Þeir íslendingar verða samt æ fleiri, sem bæði ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.