Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 23

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 23
Hrafnkelsstöðum eigi fyrst og fremst við þann tíma, enda fær það staðfestu af heimildum er næst verða raktar og eru frá 14. og 15. öld. Þær er að finna í máldögum kirknanna í Fljótsdal, o.fl. fornbréfum, sem geta um ítök þeirra í skógum á Hrafnkelsstöðum. I svonefndum Vilkins-máldaga (10) frá 1397 eru talin ítök Valþjófsstaðakirkju og þar er m.a. þessi klausa: skogarteig j hrafnkelstaða land. bwdar tungo. slef- liollz teig. Umritað yrði þetta einhvernveginn þannig: „Skógarteig í Hrafnkelsstaðalandi, Búðartungu og SIefholtsteig.“ Petta er svo endurtekið í yngri máldögum kirkjunnar, en á síðari öldum er komið „Stefnholtsteig" fyrir Slefholtsteig (sjá t.d. Sóknarlýsingu Stefáns Árnasonar). í „Vitnisburðarbréfi um landamerki, ítök og ítölur Víðivalla hinna ytri í Fljótsdal“, dags. 23. mars 1467 (10,X,23), er ritað: ... og suo wissu wid að wijdivellir ytri ættv skog vt vid gilsa j rana... (þ.e. „og svo vissum við, að Víðivellir ytri ættu skóg út við Gilsá, í Rana...“). í kaupbréfi Erlends B. Magnússonar, sem er „skrifað á kálfskinn, með fjórum heilunr, háng- andi innsíglum, datérað að Skriðuklaustri í Fljótsdal, þann 26ta dag Martz 1595,“ er þetta endurtekið: „svo og líka Skóg út við Gilsá í Rana.“ Vitnisburðir tveggja manna, útgefnir 1650, undir- skrifaðir báðir, eru svolátandi: að þeir Einar Stir- björnsson og (hér vantar nafn), þeir lýsa sig, annar í þrjú ár, en annar í seitján ár, búið hafa á Hrafnkels- stöðum, og ségjast heyrt hafa, frá Fidluklettum og norður að Kirkjuhamri, svo og þvert austur frá greindum Fidluklettum í Gilsá, hefur kallaður verið Rani, hvör á landi skilur milli Hallormsstaða og sagðra Hrafnkellsstaða, og hefur allur sá skógur, sem í því plátsi er, verið kallaður Ranaskógur, og aldrei hjér tvímæli á leikið. Pessar tvær tilvitnanir eru teknar úr vitnisburð- arbréfi um landamerki og ítök Víðivalla ytri, rit- uðu að Skriðuklaustri þann 10. júní 1674 í tilefni af jarðaskiptagerningi, þar sem Jón Bjarnason selur Jóni Þorlákssyni sýslumanni jörðina með gögnum og gæðum. Skógarítaksins í Rana er einnig getið í sjálfum gerningnum, sem er dag- settur 26. maí sama ár, en ekkert er þar framar en í ofangreindum tilvitnunum (22). Bréfin eru geymd í Héraðsskjalasafni Aust- firðinga á Egilsstöðum. Samkvæmt máldögum Bessastaðakirkju frá um 1500 (10, VII, 447), átti hún einnig skógar- ítök í landi Hrafnkelsstaða, en þau voru fremst í landinu, við beitarhúsin í Brattagerði, og koma því Ranaskógi ekki við. Þar er nú fyrir löngu orðið skóglaust. Þótt heimildir þessar séu ekki viðamiklar, virð- ast þær staðfesta ummæli Hrafnkels sögu, að á Hrafnkelsstöðum hafi verið „skógland mikið“ a.m.k. fram um 1500. Þá var farið að sneyðast mjög um skóglendi á stórbýlunum norðan ánna, og jafnvel á Víðivöllum, sem þó hefur jafnan verið skógarjörð. Sýnt er þó, að Hrafnkelsstaða- Gilsárgil ofan við Stórabás. Horft upp til Skjögrastaða. Mynd: Sig. Blöndal 29-07-80. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.