Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 25

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 25
aði og fylgjast með viðgangi þeirra. Niðurstaða hans er sú, að „um miðja 18. öld var Fljótsdals- hérað mjög víða skógi vaxið inn til dala og út um allar hlíðar...“ Telur hann að skógunum hafi svo verulega hrakað eftir Kötlugosið 1755, í „móðu hallærinu fyrra“ og þó einkum eftir „seinna móðu- hallærið“, sem var afleiðing Síðueldanna 1783. I bæði skiptin hafi „lauf skorpnað á skógum og greinar sprekað af þyrringu í lofti og öskufalli.“ Á það hefur verið bent (6) að Kötlugosið 1755 hafi orðið að haustlagi, og því geti það naumast hafa valdið slíkum spjöllum. Hugsanlegt er því, að hér sé átt við önnur gos í Kötlu eða Heklu, en t.d. varð stórgos í Heklu vorið 1766, sem varaði allt sunrarið og fram á næsta vetur. Barst þá mikil aska til Norðurlands. Um næstliðin aldamót (þ.e. aldamótin 1800) og rjett eptir þau, voru hjer allir stærri skógar fallnir. Þá lifðu eigi eptir nema hinir smærri, sem lifað höfðu á ýmsum stöðum innan um stórskóginn, eða lifnað eptir Síðuelds-sumarið. Voru þá löndin víða alþakin föllnum eikum og viði, sprekuðum og fúnum. Var sumstaðar að líta yfir ása og hlíðar, eins og í ísmöl sæi, þar sem sólin skein á þessa barklausu hvítu fnjóska (17). Sveinn Pálsson læknir ferðaðist um Fljótsdals- hérað sumarið 1794, og fór m.a. um Hall- ormsstað inn í Fljótsdal og lýsir því í ferðabók sinni. Hann staðfestir að sumu leyti frásögn séra Sigurðar: En í þokkabót er svo alls staðar fullt af kalviði: snjó- hvítum og visnandi toppum, jafnvel á ungum trjám. Merkilegt er, að Sveinn nefnir ekki eldgosin, en virðist telja skógarskemmdirnar stafa einkum af rangri meðferð. Alls staðar... blasa við hryggileg verksummerki. Hin fegurstu birkitré hafa verið stráfelld á þessum slóðum, ekki samt að rótum, heldur hefur stofninn verið bútaður allt að mannhæð frá jörðu... Hann fyllist heilagri vandlætingu og skrifar yfirvöldum „langa raunarollu“ um þetta (20, bls. 376-377). Sveinn nefnir ekki Ranaskóg, en eftirfarandi ummæli geta þó eins átt við hann: Skógurinn hjá Hallormsstað og þar fyrir ofan, er sennilega bezti skógur, sem nú er til á landinu. Veg- urinn gegnum skóginn minnir víða á fögur trjágöng, því að trjákrónurnar ná saman svo hátt yfir jörð, að vart næst upp í þær með svipunni. Á þessum stað getur maður tekið undir með þeim Eggert og Bjarna, að Fljótsdalur sé fegursta hérað landsins. RANASKÓGUR Á 19. ÖLD Þegar Sigurður Gunnarsson kom austur á land haustið 1830, voru hinir víðlendu birkiskógar Héraðsins teknir að rétta við, eftir hin miklu áföll á síðari hluta 18. aldar. Nefnir hann ýmis dæmi því til sönnunar, m.a. nokkur skóglendi sem nú eru alveg eydd. Þá voru allir þessir skógar smáir, 3-5 álnir á hæð hinar stærstu hríslur á efstu limar - mest allir krækl- aðir og lítill raptviður í þeinr. Fegurstu skógarreitir sem jeg sá, eptir að jeg kom hingað austur, voru Gotruskógur í Hallormsstaða landi og Ranaskógur í Fljótsdal. Þeir voru þá rjett- vaxnir og ókræklaðar limar, 3 til 5 álna háir. Þeir „Álfakirkja" neðantil í Gilsárgili. Mynd: H. Hg. 15-06- 88. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.