Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 26

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 26
höfðu byrjað að vaxa eptir Síðueldinn, um þær mundir er fjenaður var sem færstur til að stýfa ný- græðinginn og voru orðnir allt að 2 álnum á hæð um aldamót (17). í sóknarlýsingu séra Stefáns Árnasonar á Val- þjófsstað frá 1839, segir um Hrafnkelsstaði (19). Skógur er hér líka nægur til kolagerðar og húsatróðs. í sömu lýsingu segir Stefán að Stefnholtsteigur, sem kirkjan átti í landi Hrafnkelsstaða sé „gersam- lega tapaður", ásamt fleiri skógarteigum eða ítökum. Metúsalem J. Kjerúlf bóndi á Hrafnkels- stöðum ritaði grein um Ranaskóg í Tímann 1953 (13), í tilefni af umsögn Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra við mynd úr skóginum í grein- inni „Gróðurrán eða ræktun", er birtist í sama blaði árið áður (15). Þar segir Metúsalem m.a.: Um 1860 ólst upp á Hrafnkelsstöðum, Sigurður Ein- arsson, síðar bóndi á Hafursá... Hann sagði mér, að í sínu ungdæmi hefði Ranaskógur verið hálf- sprekaðar kræklur, sem virtust mundu deyja út, en þó var þá raftskógur á Skógarbala (sem myndin var af) og í neðstu brekkum Stórhöfða. Metúsalem telur, eins og Sigurður Gunnars- son, að skógar á Héraði hafi „gjörfallið“ í Móðu- harðindunum. Stórtrén í Hallormsstaðaskógi og Ranaskógi eru sennilega síðustu leyfar af þeim skógi, er óx upp fyrst eftir Móðuharðindin, og eru þau því um 150 ára gömul (13). Kristian Kaalund fór um Austurland sumarið 1873 og getur Ranaskógar svo í sögustaðalýsingu sinni (11, bls. 31): Norðan við Hrafnkelsstaði lýkur hálsinum með hinum svonefnda Rana, enendinn áhonum, þarsem hallar niður að fljótinu, er vaxinn tiltölulega há- stofna birkiskógi. Fyrrnefnd grein Sigurðar Gunnarssonar pró- fasts er rituð um sama leyti (1872), en þá telur Sigurður mjög farið að halla undan fæti fyrir skógum á Héraði. Hann segir í grein sinni: Nú eru flest allir þessir skógar og smáviður, sem var hjer þá á öðrum stöðum, eyddir ogfallnir, svo óvíða sjást nokkrar menjar, að teljandi séu, nema í Hall- ormsstaðalandi, Ranaskógi og í Miðhúsalandi (17). Nú er það ekki jarðeldur eða „móða“ sem hcfur eytt skóginum, heldur illt árferði og slæm meðferð, að mati Sigurðar, og útskýrir hann þetta í nokkuð löngu máli. Eru þær athuganir hinar merkustu, en niðurstaðan gefur ekki ástæðu til bjartsýni að áliti hans. Eflaust hefur mannfjölgun, sem varð á 19. öld- inni í sveitum og þar af leiðandi fjölgun sauðfjár, átt verulegan þátt í þessari síðustu skógaeyðingu. Samkvæmt athugun Ólafs Jónssonar, ráðunauts á Akureyri (15), var hér líka fleira sauðfé á íbúa en annarsstaðar í landinu árið 1880, eða 11 kindur á mann á móti 7 á landinu öllu. Af bústækkun leiddi ennfremur hærra verð á skóg- viði, einkum raftviði í þekjur fjárhúsa, sem aftur gat orsakað aukið skógarhögg. (Um þetta mætti margt rita, en hér skal vísað í greinar Sæmundar Eyjólfssonar og Skúla Þórðarsonar (21 og 19)). MÁLAFERLI Um miðja 19. öld upphófst málarekstur út af eignarhaldi á Ranaskógi. Eins og þegar var á minnst (í 2. kafla) sýna fornbréf frá 15. öld og síðar, að Víðivöllum ytri er eignaður skógur „út við Gilsá í Rana.“ Þegar hér var komið sögu, virðist þetta ítak hafa verið gleymt og líklega ekki notað frá Víðivöllum um langan aldur. Þegar Jón Einarsson gerist bóndi á Víðivöllum og eigandi jarðarinnar, um 1850, rekur hann sig áskjöl varð- andi ítakið og vill nú umfram allt fá það staðfest og ná skóginum til baka. Þá voru Hrafnkelsstaðir ein af Skriðuklausturs- jörðum og var því málið til umboðsmanns þeirra (Klausturhaldarans) að sækja. Við upphaf máls- ins er séra Bergvin Þorbergsson umboðsmaður Klausturjarða, en síðan (um 1860) Björn Skúla- son bóndi á Eyjólfsstöðum. Inn í þessa deilu blandast svo hinn forni ítaks- réttur Valþjófsstaðakirkju um „skógarteig í Hrafnkelsstaðaland.“ En aldrei varð kirkjan þó formlegur aðili að málinu. Tiltækar heimildir um málið eru útgefnar dóma- bækur, og bréf Valþjófsstaðaprests, Péturs Jóns- sonar, sem geymd eru í Héraðsskjalasafni Aust- firðinga á Egilsstöðum(22). Hér verður stiklað á stóru um gang málsins, sem sýnir vel hversu 24 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.