Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 27

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 27
Stóribás í Rcmaskógi við Gilsá. Myncl: Sig. Blöndal 29- 07-80. skógurinn í Rana var talinn verðmætur um miðja 19. öldina. Málið virðist Jón hafa höfðað 1856 (eða 1857), fyrir sína hönd og „ungmennisins“ Ólafs Vigfús- sonar, sem hefur talist eigandi hjáleigunnar Klúku, gegn Birni Skúlasyni umboðsmanni til að fá téðri jörðu, Víðivöllum, dæmt skógarítak í Hrafnkelsstaða landi, sem er klausturjörð, eða svo- nefndan skóg út við Gilsá í Rana (12). Það hefur verið dæmt í aukarétti Norður- Múlasýslu, 20. okt. 1857, og var Björn Skúlason þar sýknaður af kröfu sækjanda, sem þýddi að réttur Víðivalla til ítaksins var ekki talinn gildur. (Um forsendur þessa dóms veit ég ekki, þar sem frumheimildir vantar). Ekki vill Jón á Víðivöllum una þessari niður- stöðu og áfrýjar málinu því til Landsyfirréttar. Það er dæmt í Landsyfirréttinum 16. janúar 1860 (mál nr. 12/1859). Krafa áfrýjandans fyrir rétt- inum er sú að: Víðivöllum ytri verði dæmdur réttur til fullrar og frjálsrar yrkingar, brúkunar og afnota, á öllum skógi á því svæði í Skriðuklaustursjarðarinnar Hrafn- kelsstaða landi, sem Rani nefnist, eða á öllu svæðinu milli örnefnanna Kirkjuhamars og Fiðlukletta og Gilsár...“ (auk málskostnaðar) (12). í dómsniðurstöðu er talinn fjöldi bréfa og ann- arra gagna, er áfrýjandinn byggir á rétt sinn til skógarítaksins, en fyrst og fremst byggist hann á kaupbréfi dags. 26. mars 1595, þar sem skógar- ítakið er selt með jörðinni, svo og á vitnisburðar- bréfinu frá 1467. Hinn stefndi vill hins vegar vé- fengja þessi sóknargögn og telur „að sér hljóti að bera hið umþrætta skógarítak, sökum langvinnra afnota af því.“ Einnig véfengir hann orðalag sóknargagna eða skilning áfrýjandans á þeim. I dóminum kemur fram, að Jón hefur lagt fram „afstöðumálverk“ af skógarsvæðinu, með ör- nefnum, og er það líklega geymt með frum- gögnum dómsins í Þjóðskjalasafninu. Niðurstaða Landsyfirréttar í málinu gengur þvert á fyrri niðurstöðu í héraðsdómi, en dóms- orðin hljóða svo (dómari Þórður Jónassen): Jörðinni Víðivöllum ytri í Fljótsdal ber allur skógur út við Gilsá í Rana, það er að skilja: á öllu svæðinu milli örnefnanna Kirkjuhamars, Fiðlukletta og Gilsár. Málskostnaður fyrir báðum réttum falli niður. Dómi þessum virðist Björn Skúlason hafa skotið til Hæstaréttar, og haldið því fram þar, „að réttur Víðivalla sé ekki fullkominn eignaréttur", auk fyrri krafna, en engin þeirra var tekin til greina þegar málið var dæmt í Hæstarétti 28. des. 1866, og var fyrri dómsniðurstaða Landsyfirréttarins fullkomlega staðfest þar. Þar með gat Jón Einarsson á Víðivöllum hrós- að sigri í Ranaskógarmálinu, sem hafði staðið í áratug eða meira, en á meðan hafði báðum aðil- um verið bönnuð öll nýting á umræddum skógi. ÍTAK VALÞJÓFSSTAÐA Þá er að geta um hlut Valþjófsstaðaklerka að málinu, en eins og fyrr getur, voru þeir aðeins óbeinir aðilar og koma ekki við sögu í sjálfum ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.