Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 31

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 31
Gilsárgil við Kiðuhól. Horft niður eftir. Mynd: H. Hg. 15-06-88. og gremju, jafnt hjá heimamönnum sem ferða- mönnum, enda var skógurinn í alfaraleið og hefur verið vinsæll og eftirminnilegur áningar- staður, eins og ummæli Porvalds um reynitréð með ártölunum sýna. Þess má geta, að allt fram á okkar daga, hefur það verið vinsælt að láta mynda sig undir gömlu trjánum á Skógarbala, og fangamörk og ártöl hafa verið í þau skorin. Hugs- anlegt er líka, að einhvers konar helgi hafi upp- haflega hvílt á þessum trjálundi, sem varnaði því, að hann væri höggvinn jafnóðum og hann óx, eins og flestir skógar. Skammt fyrir innan Skógarbala er Kirkjuhamar. Þar hafa menn trúað að væri kirkja huldufólks í dalnum og hafa þóst sjá þar Ijós og jafnvel huldubáta með fólki á ferð til kirkjunnar (23, 135). í hömrum niður af Skriðuklaustri eru birkitré sem ekki má höggva, að viðlagðri refsingu, og gæti hafa verið líkt farið með lundinn á Skógar- bala, þótt um það sé hvergi getið. Spyrja má hvað Jóni á Víðivöllum hafi gengið til að kvista niður þennan merkilega og ef til vill heilaga skógarlund. I því sambandi er fróðlegt að skoða lýsingu Sæmundar á Jóni karlinum og kynnum þeirra, en Sæmundi farast svo orð um það: Jón sagðist alls eigi sjá eftir skóginum, hann hefði rifið ullina af fénu og verið til ills eins, nema að því leyti, að hann hefði verið notaður til eldsneytis. raptstekju og kolagerðar, því að kol og rapt kvaðst hann hafa selt til mikilla rauna. Hann sagði, að það væri að vísu satt, að landið, þar sem skógurinn hefði verið, mundi „blása upp" allmikið, smám saman, eptir að skógurinn væri horfinn, en þá sagðist hann mundu verða „kominn undir græna torfu“. Þetta sagði karlinn að vísu að nokkru leyti í gamni; þó fann ég að honum var full alvara. Enginn skyldi ámæla Jóni gamla á Víðivöllum þunglega fyrir með- ferðina á skóginum, svo sem væri hann einn „synd- ugur í Galileu". Hann hefur eigi farið öllu ver með sinn skóg en margir aðrir, er skóg hafa haft til um- ráða. Hér er að vísu fyrst og fremst átt við álit Jóns á skóginum heima á Víðivöllum og meðferð hans á honum, og er þess að gæta, að sá skógur var smá- vaxnari og hefur líklega að hluta til verið kjarr. Svo er eins og skíni hér í gegn, að Jón gamli hafi verið að stríða Sæmundi, sem hefur eflaust verið mikili skógverndarmaður, og þó leynir hann ekki aðdáun sinni á þessum sköruglega gamla bónda og reynir að bera í bætifláka fyrir hann. Auðvitað fer það ekki milli mála, að Jón hefur verið mikill búmaður og fésýslumaður, sem hefur kunnað að nota sér þá möguleika, sem skógar- ítakið á Hrafnkelsstöðum gaf til fjáröflunar, ekki síst vegna þess, að hann var búinn að hafa mikið fyrir því að eignast það. Á hitt ber einnig að líta, að umræddur skógar- teigur hefur, samkvæmt öllum heimildum, verið ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.