Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 31
Gilsárgil við Kiðuhól. Horft
niður eftir. Mynd: H. Hg.
15-06-88.
og gremju, jafnt hjá heimamönnum sem ferða-
mönnum, enda var skógurinn í alfaraleið og
hefur verið vinsæll og eftirminnilegur áningar-
staður, eins og ummæli Porvalds um reynitréð
með ártölunum sýna. Þess má geta, að allt fram á
okkar daga, hefur það verið vinsælt að láta
mynda sig undir gömlu trjánum á Skógarbala, og
fangamörk og ártöl hafa verið í þau skorin. Hugs-
anlegt er líka, að einhvers konar helgi hafi upp-
haflega hvílt á þessum trjálundi, sem varnaði því,
að hann væri höggvinn jafnóðum og hann óx, eins
og flestir skógar. Skammt fyrir innan Skógarbala
er Kirkjuhamar. Þar hafa menn trúað að væri
kirkja huldufólks í dalnum og hafa þóst sjá þar
Ijós og jafnvel huldubáta með fólki á ferð til
kirkjunnar (23, 135).
í hömrum niður af Skriðuklaustri eru birkitré
sem ekki má höggva, að viðlagðri refsingu, og
gæti hafa verið líkt farið með lundinn á Skógar-
bala, þótt um það sé hvergi getið.
Spyrja má hvað Jóni á Víðivöllum hafi gengið
til að kvista niður þennan merkilega og ef til vill
heilaga skógarlund. I því sambandi er fróðlegt að
skoða lýsingu Sæmundar á Jóni karlinum og
kynnum þeirra, en Sæmundi farast svo orð um
það:
Jón sagðist alls eigi sjá eftir skóginum, hann hefði
rifið ullina af fénu og verið til ills eins, nema að því
leyti, að hann hefði verið notaður til eldsneytis.
raptstekju og kolagerðar, því að kol og rapt kvaðst
hann hafa selt til mikilla rauna. Hann sagði, að það
væri að vísu satt, að landið, þar sem skógurinn hefði
verið, mundi „blása upp" allmikið, smám saman,
eptir að skógurinn væri horfinn, en þá sagðist hann
mundu verða „kominn undir græna torfu“.
Þetta sagði karlinn að vísu að nokkru leyti í gamni;
þó fann ég að honum var full alvara. Enginn skyldi
ámæla Jóni gamla á Víðivöllum þunglega fyrir með-
ferðina á skóginum, svo sem væri hann einn „synd-
ugur í Galileu". Hann hefur eigi farið öllu ver með
sinn skóg en margir aðrir, er skóg hafa haft til um-
ráða.
Hér er að vísu fyrst og fremst átt við álit Jóns á
skóginum heima á Víðivöllum og meðferð hans á
honum, og er þess að gæta, að sá skógur var smá-
vaxnari og hefur líklega að hluta til verið kjarr.
Svo er eins og skíni hér í gegn, að Jón gamli hafi
verið að stríða Sæmundi, sem hefur eflaust verið
mikili skógverndarmaður, og þó leynir hann ekki
aðdáun sinni á þessum sköruglega gamla bónda
og reynir að bera í bætifláka fyrir hann.
Auðvitað fer það ekki milli mála, að Jón hefur
verið mikill búmaður og fésýslumaður, sem hefur
kunnað að nota sér þá möguleika, sem skógar-
ítakið á Hrafnkelsstöðum gaf til fjáröflunar, ekki
síst vegna þess, að hann var búinn að hafa mikið
fyrir því að eignast það.
Á hitt ber einnig að líta, að umræddur skógar-
teigur hefur, samkvæmt öllum heimildum, verið
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989
29