Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 47
ÓLI VALUR HANSSON
Alaskavíðir og fleira
Kvæmi og arfgerðir
LITIÐ TIL BAKA, KOMA ALASKAVÍÐIS
Fyrir 17 árum vék ég að alaskavíði, sem ber
fræðiheitið Salix alaxensis, í greinarstúf í Garð-
yrkjuritinu, og vakti athygli á komu hans til
landsins og upphafi á framleiðslu hans til sölu.
Sigurbjörn Björnsson, sem rak gróðrarstöðina
við Bústaðablett 23 í Reykjavík, stóð fyrstur
framleiðenda að því að byrja á fjölgun alaska-
víðis svo eitthvað kvað að. Það ungviði sem hann
fékkst við að fjölga og koma á framfæri var allt
saman af einu móðurtré sem hafði komið hingað
sem græðlingur frá Alaska með töluverðum
öðrum fjölda víði- og aspargræðlinga veturinn
1952. Jón H. Björnsson, eigandi gróðrarstöðvar-
innar Alaska, fékk þessa teinunga og kom ein-
hverju af þeim til og bauð til sölu. Þannig mun
örlítill slitringur af ungviði hafa borist út í garða
upp úr 1955, en ekki fékkst Jón markvisst við fjöl-
földun efnisins og er alls ekki vitað hvar þessir
frumherjar kunna að vera niður komnir, ef þeir
þá eru á lífi.
Umræddir plöntuvísar voru teknir af nokkrum
völdum ungtrjám sem stóðu hér og þar í
námunda við Ptarmigan Creek (Rjúpulæk) sem
fellur út í hið rómaða Kenaivatn á Kenaiskaga,
um 37 km norðan hafnarbæjarins Seward. Þar er
hæð yfir sjávarmáli liðlega 140 m.
Það litla efni sem Sigurbjörn eignaðist, nýtti
hann fádæma vel, og tókst að koma allmiklu ung-
viði á legg á skömmum tíma, áður en hann varð
að hætta rekstri gróðrarstöðvarinnar. Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur fékk smávegis af móðurefni
hjá Sigurbirni, sem varð vísirinn að þeirri fram-
leiðslu alaskavíðis sem gróðrarstöð félagsins í
Fossvogi hefur að mestu leyti verið með til sölu
alveg fram á síðustu ár. Reykjavíkurborg eignað-
ist bróðurpartinn af því sem Sigurbjörn náði að
koma á legg og fór hluti þess á Miklatún. Þar hafa
síðan verið teknir græðlingar í þúsundatali við
afkvistun á veturna.
Áðurnefndur alaskavíðir hefur á seinni árum
verið nefndur grænn alaskavíðir til aðgreiningar
frá öðrum gerðum/kvæmum tegundarinnar sem
hér eru farnar að verða á boðstólum. Er það
vegna þess að ársgreinar hans eru áberandi
grænni á litinn en hjá öðrum kvæmum, einkan-
lega neðan til. Efri hluti þeirra er þó oftast ljós-
brúnn-grænbrúnn.
Einnig hafa sumir gripið til þess að nefna þetta
kvæmi ólavíði, jafnvel ólavíu, því einstakling-
arnir eru kvenkyns. Fyrra heitið var þó uppruna-
lega gefið allt annarri tegund, eins og síðar mun
vikið að, en rangfærslur á plöntunöfnum eru
vissulega engin nýlunda.
NÝ KVÆMI OG TEGUNDIR BÆTASTVIÐ
Ástæðan fyrir því að ég rifja upp þessa áður-
nefndu gömlu grein er sú, að alaskavíðirinn hefur
náð hér varanlegri fótfestu á seinni árum og er nú
trúlega að verða mikilvægastur allra víðitegunda
í ræktun.
Fyrst og fremst hefur hann náð að hasla sér völl
sem skjólbeltatré, en þar gegnir hann orðið lykil-
hlutverki. Sömuleiðis hefur hann verið töluvert
notaður sem limgerðisgróður á stærri lóðum og
við sumarbústaði.
í öðru lagi hafa þær breytingar átt sér stað á
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
45