Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 49

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 49
S-5 Aðeins skráður Salix sp. (talinn vera S. sitchensis - sitkavíðir). Ekki ennþá vitað um kynferði því efniviðurinn hefur ekki blómgast. VARHUGAVERÐ NAFNABRENGL Hingað til hafa afkvæmi ofannefndra einstakl- inga - klóna, sem fyrst og fremst hafa verið í framleiðslu hjá Skógrækt ríkisins enn sem komið er, verið seld undir þeim skráningarnúmerum sem hér að framan greinir, en samt hefur komið fyrir, að þeim hafi einnig fylgt íslenskt sérheiti. Lannig hefur S-2 A oft verið nefndur yakutats- víðir, jafnvel einnig stöku sinnum jaki. Petta kernur m.a. fram í skýrslu Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 1987, um víðiekrur í Hjalta- staðaþinghá. Nafnið yakutatsvíðir virðist ein- hverra hluta vegna hafa orðið vinsælt eða tamt, því það hefur einnig viljað loða við söluafkvæmi einstakra annarra klóna, t.d. S-2 B, S-3 og jafnvel fleiri, að því að mér hefur verið tjáð. Reynt hefur verið að grafast fyrir um, hvað liggja muni að baki þessara nafngifta, en enginn virðist geta leyst úr því. í raun verður það að teljast undar- legt, að gripið skuli til þess að uppnefna skráða tegund, sbr. S-2 A og S-2 B hér að framan. Það bendir óneitanlega til þess að þrátt fyrir skráning- una, hafi einhverjir talið vísindaheitið vafasamt. í reynd eru einstaklingar þessir þó allsendis á réttri hillu, eins og síðar skal vikið að. S-4 hefur verið nefndur eordovavíðir og í stöku tilvikum sitkavíðir, enda þótt hann sé skráður allt annað, samanber hér að framan, en græðlingaefni hans safnaði Haukur allnokkru suðaustur af sjávar- þorpinu Cordova, sem er að austanverðu við Prins Williamsflóa. Cordovavíðir er ekki þarlent heiti á neinni víðitegund. Nafnið er ekki heldur til í flóruritum Alaska. Hvað olli því að gripið var til þess að nefna þessa tegund cordovavíði er því einnig ráðgáta. Öllum sem fást við framleiðslu á plöntum til sölu ætti að vera ljóst, að hringlandaháttur varð- andi nafngiftir þeirra, eins og hér virðist votta fyrir, er óviðunandi og gengur alls ekki til lengdar, eftir að farið er að falbjóða gróðurinn. Að því er lýtur að framantöldu, er því greinilega aðkallandi að greiða úr allri flækju svo kaup- endur ruglist ekki í ríminu. Mér segir svo hugur að það muni ekki ýkja vandasamt, ef grannt er skoðað, að fella dóm á þá klóna (afkvæmamæð- ur) sem virðast vefjast fyrir mönnum. VANDASÖM AÐGREINING Nú er það vitað, að oft getur reynst afar flókið og stundum naumast á annarra færi en sérhæfðra fræðimanna að greina í sundur vissar víðitegund- ir. Sumar þeirra eru býsna áþekkar og verða ekki aðgreindar nema með nákvæmum samanburði á fleiri plöntuhlutum á mismunandi tímum vaxtar- skeiðsins. Ekki síst þarf oft einnig að grannskoða rekla og blóm, því í þeim hlutum felast oft þau sérkenni sem skera úr um tegundina. Þessir hlut- ar geta samt oft látið standa lengi á sér hjá ýmsum trjám og runnum. Koma kannski ekki í Ijós fyrr en eftir allmörg ár. Víðitegundirnar eru einnig þannig að plöntur eru ýmist karl- eða kvenkyns. Að auki er það alþekkt, að ýmsar víðitegundir víxlast auðveldlega. Víða úti í náttúrunni, þar sem tvær eða jafnvel fleiri tegundir eru saman komnar, má því stundum finna margs konar teg- undablendinga. Að sjálfsögðu hefur verið reikn- að með að þess gætti ekki síður í Alaska en ann- ars staðar, og Svíinn Hultén, sem var frumkvöð- ull að skipulögðum rannsóknum á gróðurtegund- um í Alaska og samdi hina yfirgripsmiklu og sí- gildu flóru Alaska, gefur þar einmitt í skyn, að aðgreining sumra víðitegunda sé afar flókin vegna fjölbreytilegra forma, sem m.a. kunni að stafa af kynblöndun þeirra. Undir þetta taka ýmsiraðrirsérfræðingar. Víðisérfræðingurinn G. Argus er þó á öndverðri skoðun, eins og fram kemur í hinni athyglisverðu bók hans: The Genus Salix in Alaska and Yukon. Að því er við kemur t.d. alaskavíði, þá er skoðun Argusar sú, að lík- umar til víxlunar tegundarinnar við aðrar á heima- slóðum þeirra, jafnt í Alaska sem Yukon, séu hverfandi litlar og álítur hann að sama gildi um stóran hluta annarra víðitegunda á landsvæðum þessum. Tekið skal fram að rannsóknir þessa fræðimanns byggja á margra ára athugunum víðs- vegar úti í náttúrunni ásamt gaumgæfilegri skoðun á óhemju fjölda efniseintaka víðsvegar í ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.