Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 50

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 50
grasasöfnum, en hann beitti fullkomnustu rann- sóknaraðferðum sem völ var á. ALASKAVÍÐIR ER DÁLÍTIÐ SÉRSTAKUR Sé litið nánar á alaskavíði, þá er hann mjög auðþekkjanlegur frá öðrum víðitegundum af áþekkri stærð í heimkynnum sínum. Öruggast er að greina hann á þéttri hvítri hár- flókabreiðu sem klæðir neðra borð blaðanna allt þar til þau falla að hausti. Þó er önnur tegund á sömu slóðum sem svipar til alaskavíðis hvað fyrr- téð einkenni snertir. Þetta er Salix candida - bjart- víðir. Hann er þó allur smágerðari í vexti. Verður sjaldan hærri en rösklega 2 m, og er með mun mjórri, aðeins niðurorpin blöð, sem framan af eru silfurhærð á efra borði. Auk þess er hann mjög staðbundinn og tiltölulega óvíða, bæði í Alaska og Yukon. Heimahagar bjartvíðis eru eingöngu inni á meginlandi Alaskafylkis, aðal- lega við Yukon- og Tananafljót. Austast í Asíu finnst svo önnur skyld og áþekk tegund, S. krylo- vii, en þar gætir einnig alaskavíðis. RÖÐUNí BÁSA Lesendum kann nú líklega að finnast þetta orðið all-langdregið mál sem farið sé að fjarlægj- ast heldur um of inntak greinarinnar, víðiefnivið- inn frá 1963 og fyrri árum. Hvað þetta málefni varðar þá hef ég verið að glugga í prófritgerð sem Sigríður Eiðsdóttir, garðyrkjufræðingur, ritaði um alaskavíði á Tumastöðum haustið 1987, en hún var þá nemandi á Garðyrkjuskóla ríkisins og starfaði sem verknemi á Tumastöðum um sumar- ið. I ritgerðinni gefur Sigríður þokkalega lýsingu á Öllum framantöldum víðiarfgerðum sem eru í framboði. Það sem hér fer á eftir, er skoðun mín út frá þeim lýsingum, svo og takmörkuðum eigin athugunum að undanförnu á efniviðnum. S-1 kvæmið frá Skilak Lake er Salix alaxensis, þ.e. tegundin sjálf. Sama gildir um S-2 A frá Copper River Delta, S-3 A og S-3 B frá söfnunarsvæðinu við Miles Lake. Öll koma þau vel heim við teg- undalýsingu alaskavíðis. Klónarnir S-2 B frá Copper River Delta og S-3 frá Miles Lake tilheyra augljóslega afbrigðinu S. alaxensis var. longistylis. Eru alls engir kynblend- ingar eins og sumir virðast að líkindum hafa haft í hugskoti sínu, eða kunna enn að hafa. Afbrigði þetta aðskilur sig í meginatriðum frá tegundinni við, að ársgreinar einstaklinga eru alveg hár- lausar (eða því sem nær) og oft með greinilegum vaxbláma. Áferð þessi er samt nokkuð háð vetrarveðráttu. Hér til viðbótar eru síðan kvæmin frá 1952 og 1958 (grænn og brúnn), en þau falla bæði undir sjáifa tegundina. Allt sem hér um ræðir er því alaskavíðir, og þannig ekkert til í því, að eitthvað af efniviðnum sé t.d. S. scouleriana, eins og fram kemur í garð- plöntulista einnar gróðrarstöðvar hér, hvað þá heldur yakutatsvíðir. Hvortveggja er tvímæla- laust alrangt. S-4 kvæmið ber aftur á móti ríku- legan keim af tegundinni Salix hookeriana sem lengi vel var aðeins vitað um á svæðinu við þorpið Yakutat og var skráð S. amplifolia. Þar af Ieið- andi var hann oft nefndur yakutatvíðir. Tegund þessi hefur síðan fundist á nokkrum öðrum stöð- um, þar á meðal skammt frá Miles Lake við Childs- jökulinn. Það litla sem mér hefur gefist tækifæri til þess að skoða af áðurnefndu kvæmi sýnir, að það er allnokkuð frábrugðið því plöntuefni sem er á Yakutatsvæðinu. Sérstaklega á þetta við um stærð og lögun blaða og háralag. Hins vegar leyn- ir sér ekki náinn skyldleiki, séu bornir saman karlreklar en til þess hefur mér gefist tækifæri nýverið, enda hefur S. amplifolia verið felld undir S. hookeriana eftir gaumgæfilegar athugan- ir. Því má svo bæta hér við, að plöntunafnanefnd, sem starfað hefur undanfarna tvo vetur, hefur Iagt til, að þessi tegund verði framvegis nefnd jörfavíðir, en áður hafði þó birst nafnið elgvíðir á prenti. S-5 kvæmið ber greinilega einkenni sitkavíðis, Salix sitchensis, sem reyndar er til á stöku stað í görðum frá söfnuninni haustið 1952. Þetta er ein- mitt sú tegund sem var nefnd ólavíðir þegar farið var að bjóða hana til sölu á sínum tíma, en síðar hafa einhverjir fært nafnið yfir á grænan alaska- víði, en honum var einnig safnað við Ptarmigan Creek. KLÓNA ÞARF AÐ SKÍRA í sambandi við það sem hér hefur verið rakið varðandi víði og þær kvæmaarfgerðir sem eru að 48 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.