Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 52
stendur. Börkur ársgreina oft þakinn áberandi
bláma sem strýkst af við snertingu. Brum oft
smærri og blaðfótur almennt ekki útþaninn. Þessi
einkenni standast samt síður en svo ætíð, ef
grannt er skoðað úti í náttúrunni. Afbrigðið
heldur sig frekar en tegundin sjálf á landsvæðum
sem liggja lægra yfir sjó og leitar ekki norður á
arktísku svæðin að sögn sérfræðinga. Það víxlast
mjög auðveldlega sjálfri tegundinni, og má því
finna öll millistig einkenna þeirra við skoðun á
plöntuhópum. Alaskavíðirinn er lang-útbreidd-
asta víðitegundin í Alaska. Auk þess á hann
heimkynni víða annars staðar í Norður-Ameríku
og sömuleiðis í NA-Asíu. Því mætti fetta fingur
út í íslenska nafnið, sem er þó orðið of rótgróið til
þess að því verði breytt. En blævíðir t.d. hefði
hentað vel.
Því skal bætt hér við að sérfræðingurinn Argus
aðskilur alaskavíði í 2 afbrigði. Annars vegar
Salix alaxensis var. alaxensis, sem er samnefnari
tegundarinnar hér á undan, og hins vegar S. alax-
ensis var. longistylis. Hultén aftur á móti færir
hvorttveggja sem deilitegundir, subspecies á
fræðimáli.
Fyrir almenning skipta þessar niðurraðanir
samt ekki máli. Sama gildir um gamalskráð
afbrigði, S. a. var. obovalifolia sem sérfræðingar
hafa læst niður í kistil. Það var einnig samnefnari
S. alaxensis.
Salix hookeriana Barr. (S. amplifolia Cov.).
Jörfavíðir.
Runni eða lítið margstofna tré sem getur nálg-
ast allt að 9 m hæð við hagstæðustu skilyrði.
Krónan oft flathnöttótt. Stofnar geta orðið allt að
20-38 cm í þvermál. Yngri greinar gildar og
stökkar, rauðbrúnar, oft aðeins hærðar neðantil
til langframa, eða 2-3 ár. Ársgreinar gildar, gul-
brúnar, oftast þétthærðar með hvít- eða grá-
leitum hárum, stundum þó frekar gishærðar.
Brum dökkrauðbrún, þétthærð, oft áberandi gild
og löng. Blöðin breið, oddbaugótt-sporbaugótt
eða breið-öfugegglaga, oftast 4-11,5 cm löng og
2-6,5 cm á breidd eða að jafnaði á bilinu 1,5-2
sinnum lengri en breið og breiðust ofan miðju.
Framendi blaða oftast ávalur, stuttyddur.
Grunnur bogsveigður (sjá mynd 2). Blaðrendur
ofthe Pacific Slope).
heilar, samt vottar mjög oft fyrir dreifðum kirtla-
tannörðum, einkum neðantil á blöðkujöðrum.
Blöð í byrjun sprettu jafnan þétthærð beggja
vegna, þó áberandi meira að neðan. Þroskuð
blöð ljós, næsta gulgræn, efra borð strjálhært að
neðan, gishært eða hárlaust, nema miðtaugin
sem er ljós með beinum, löngum hárum. Blað-
stilkur gildur, 4-12 cm á lengd, lóhærður og oft
bleikleitur. Sprotar jafnan án axlablaða, en
þeirra getur samt gætt á mjög vöxtulegum
sprotum. Jafnan 0,5-1,8 mm á lengd.
Reklar, á smáblöðóttum, stuttum leggjum,
spretta fyrir laufgun eða á sama tíma. Karlreklar
gildir, 2,5-5,5 cm á lengd, þétt ljóshærðir, 2
frævlar í blómi. Kvenreklar 7-14 cm við þroskun.
Hýðisaldin langt, ljósbrúnt, næsta hárlaust. Rekil-
hlífar brúnsvartleitar, með löngum hvítleitum
hárum. Jörfavíðir heldur sig nálægt sjó á sand-
hæðum eða í smáþyrpingum á jökulmelum við
jaðra greniskóga. Eins og fyrr getur virðist
útbreiðslusvæði hans mjög afmarkað í Alaska.
50
ÁRSRIT SKÖGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989