Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 53
the Pacific Slope).
Salix sitchensis Sanson (S. coulteri Anderss.).
Sitkavíðir.
Runni 0,5-4 m, en getur þó náð allt að 8 m hæð
og 30 cm gildleika við kjöraðstæður. Stöku
sinnum við mjög erfið skilyrði næsta jarðlægur.
Þannig einstaklingar geta breitt úr sér yfir stórt
svæði. Greinar rauðbrúnar, stökkar, verða grá-
leitar með aldri. Ársprotar grannir, rauðgulir-
rauðbrúnir að hausti, stundum aðeins strendir
efst og oft vottar þar fyrir hárflosi.
Blöð öfuglensulaga, öfugegglaga eða mjó-
oddbaugótt og jafnan breiðust nokkru ofan
miðju, oftast 5-10 cm löng eða lengri og 2-3,5 cm
breið, eða 2,4-3 sinnum lengri en breið. Blaðend-
ar ávalir, stuttyddir.
Grunnur blaða mjófleyglaga. Blaðrendur heil-
ar eða með mjög óreglulega gisnum tannörðum.
Efra borð blaða dökkgrænt með skammæjum,
gisnum hárhýjungi. Æðastrengir oft áberandi
niðurgreyptir og sveigðir er nálgast blaðrendur
(sjá mynd 3).
Neðra borð blöðku fölleitara og þakið mjög
stuttum, beinum aðfelldum hárum sem gefur
silkiáferð. Einkum er silkigljáinn áberandi á
yngri blöðum. Blaðstilkar grannir, 4-10 mm
langir, gulleitir og silkihærðir framan af. Axla-
blöð ýmist örsmáar örður eða 0,4-15 mm á lengd
á vöxtulegum sprotum. Brum grönn, stutt og
endar stundum grunngrópaðir, oftast aðeins
útstæð.
Reklar fremur stuttir á blaðbærum leggjum.
Þeir spretta við laufgun. Karlreklar2-3 cm langir,
aðeins 1 frævill í hverju blómi. Kvenreklar oftast
3-6,5 cm langir við þroskun. Hýðisaldinið stutt,
silfurhært.
Rekilhlífar stuttar, brúnar, ljósari framantil og
hærðar beggja vegna.
Sitkavíðir sem stöku sinnum er nefndur silki-
víðir á heimaslóðum, er mjög algengur í raklend-
isjörð í strandhéruðum í Suður- og Suðaustur-
Alaska. Er víða á ár- og jökuleyrum, en þar er
hann oft gróðurfrumherji ásamt sitkaöl og lúp-
ínu. Hann er og algengur á opnum skógarsvæð-
um þar sem er hæfilega sólríkt. Sitkavíðir er auð-
greindur frá öðrum hávöxnum víðitegundum frá
Alaska á silkiáferð þeirri sem gætir á neðra borði
blaða. Vitað er að sumt af þeim trjám sem hér
vaxa eru karlkyns einstaklingar.
HEIMILDIR
Anderson, J.P., 1959. Flora of Alaska and
Adjacent Parts of Canada, Ames, Iowa, 549 bls.
Argus, Georg W., 1973. The Genus Salix in
Alaska and Yukon, Nat. Mus. of Canada, Ott-
awa, 279 bls.
Ásgeir Svanbergsson, 1982. Alaskavíðir.
Nokkrar víðitegundir frá Alaska. Samantekt
úr bókinni: Alaska Trees and Shrubs. Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur, 44 bls.
Hultén, Eric, 1968. Flora of Alaska and Neighbo-
uring Territories, Stanford Univ. Press, Stan-
ford.
Little, E.L., 1987. The Audubon Society Field
guide to North American Trees. Western Reg-
ion. New York, 640 bls.
Sigríður Eiðsdóttir, 1987. Ræktun Alaskavíðis á
Tumastöðum, Fljótshlíð (óbirt prófritgerð við
Garðyrkjuskólann), 18 bls.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989
51