Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 60

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 60
hlutfall einstaklinga, sem bera einkenni megin- landstrjáa. Mér hefir verið tjáð, að sami maður hafi safnað megninu af Skagway-fræinu fyrir íslendinga í áraraðir, svo að þar gæti verið skýringin á því, hvers vegna stafafuran er svo svipuð í útliti í öllum landshlutum á Islandi. Ég sá ekki það safn 65 kvæma af stafafuru, sem Þórarinn Benedikz hafði útvegað og gróðursett var fyrir nokkrum árum. En mér skildist, að plönturnar hefðu verið mjög misjafnar, vegna þess að uppeldið hefði ekki gengið sem skyldi. Þarna voru fræsýni frá IUFRO (= International Union of Forest Research Organizations = Alþjóðasamband rannsóknastofnana í skóg- rækt). Mér virðist, að um það bil 10 af þessum sýnum, einkanlega frá Alaska, gætu átt vaxtar- möguleika á Islandi. Sérstaklega finnst mér áhuga- vert að frétta af því, hvort hin 3 fræsýni, sem tekin voru í mismunandi hæð yfir sjávarmáli á Skagway-svæðinu, muni hafa svipað vaxtarlag. Ég gæti trúað, að öll sýni, sem sótt eru hærra en 2.000 m y.s., muni vaxa svo hægt, að ekki muni taka því að nota þau á íslandi. Niðurstöður úr þessari samanburðartilraun ættu að geta vísað á álitlegustu kvæmin. Þannig tel ég, að ekki sé ástæða til að leggja áherslu á frekari nýjar kvæma- tilraunir með stafafuru. Ég tel, að leggja eigi landsúttekt Aðalsteins Sigurgeirssonar á stafafuru (sem hann gerði grein fyrir í grein einni í Ársritinu 1988, aths. þýð.) til grundvallar vali á vöxtulegum teigum af Skag- way-kvæmi til undaneldis. Það ætti að grisja þá þannig, að vel vaxin tré séu látin standa. Þessi úrvalstré þurfa að hafa sýnt, að þau séu viljug til að bera köngla. Grisjunin á að stuðla að því, að krónur úrvalstrjánna verði miklar um sig og framleiði þannig meira fræ en ella á flatareiningu. Þótt það kæmi í ljós, að Skagway-kvæmi reyndist lakara en einhver önnur kvæmi í nýjustu saman- burðartilraununum, sem áðan voru nefndar, myndi það gefa af sér fræ, sem hægt væri að treysta til ræktunar á stofni, sem hentaði á hverjum stað, þar sem góð reynsla er af Skagway- kvæminu. Það er eina kvæmið af stafafuru á ís- landi, sem öruggar skýrslur eru um, að vaxi við margbreytileg jarðvegsskilyrði í fjölmörgum hér- öðum á allt að 34 ára tímabili. Aðalsteinn Sigurgeirsson við stafafurur frá Wedellsborg, sem gróðursettar voru 1957. Pær voru ákaflega lengi að komast afstað, en nú er á þeim drjúgur skriður. Mynd: Sig. Blöndal. ÞAKKIR Ég er þakklátur fyrir það, hve mjög gestgjafar mínir í hinum ýmsu skóglendum og gróðrar- stöðvum lögðu sig fram við að gera heimsókn mína sem gagnlegasta. Ferð mín var skipulögð með það fyrir augum að gefa mér sem best tæki- færi til þess að skoða sem fjölbreytilegust sýnis- horn af vaxtarstöðum, trjátegundum og kvæmum, sem eru í ræktun á íslandi. Þetta tókst með ágætum. Sérstaklega þakka ég Aðalsteini Sigurgeirssyni, sem fylgdi mér mestan hluta leið- arinnar og gerði ferðalagið einstaklega fróðlegt vegna þekkingar hans á sögu íslands og menn- ingu. Loks þakka ég góðvini mínum Sigurði Blöndal fyrir að hafa komið þessari heimsókn í kring ogskipulagt hana. Hann gerði heimsóknina til Hallormsstaðar sérstaklega minnisstæða. Sig. Blöndal þýddi. 58 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.