Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 63
Storjord: Döglingsviður (Pseudotsuga menziesii). Nils
Olav Kaasen stendur hjá trénu.
tilheyrði skógarvarðarsetrinu. Þarna var reistur
fyrsti skógarvarðarbústaður í Noregi uppúr 1860
og stendur húsið enn, þótt skógarvörður hafi ekki
dvalið þar lengi. En nú hafa ríkisskógarnir látið
gera húsið upp mjög smekkvíslega og er ætlunin
að nota það sem orlofshús starfsmanna og fyrir
fámenna fundi eða ráðstefnur.
Þar sem áður voru uppeldisreitir var nú óslegið
gras, en eins og rammi í kringum þetta svæði voru
þyrpingar af ýmsum erlendum trjátegundum.
Síberíuþinur 21 m hár, lindifura 19 m svo að
dæmi séu nefnd. Þinurinn hefir sáð sér heilmikið
út. Mest kom þó á óvart að sjá þarna 20 m hátt
mýralerki. Hefi ég aldrei séð stæðilegra tré af
þeirri tegund, ekki einu sinni á ferð minni um
Kanada fyrir nokkrum árum.
Þessar erlendu trjátegundir voru gróðursettar
einhvern tíma á þriðja eða fjórða áratugnum,
þegar mikill áhugi var á því í Vestur- og Norður-
Noregi að reyna ýmsar erlendar trjátegundir.
Fyrir því finnum við þær gjarnan í þyrpingum við
gróðrarstöðvarnar frá þessum tíma. Þetta minnti
mig óneitanlega mikið á trjásafnið í Mörkinni á
Hallormsstað, sem orðið hefir til á svipaðan hátt.
Nú er ákveðið að koma upp skipulegu trjásafni
á Storjord. Sett höfðu verið upp í eitt tré af hverri
trjátegund útbreiðslukort tegundarinnar. Enn-
fremur plöntunarár. Ýmsar tegundirnar höfðu
vaxið ótrúlega vel, eins og t.d. síberíuþinurinn.
Kjengen. í ljósaskiptunum um kvöldið stöns-
uðum við á stað dálítið utan við Storjord. Sögu-
smettan mín hermir mér eftirfarandi þaðan:
Kaasen fór með okkur Terje (Dahl fylkisskógrækt-
arstjóra í Troms og Finnmörku) upp í snarbratta
hlíð. Þar er dálítill stallur og á honum stendur teigur
af lerki, sem Kaasen segir okkur, að sé af Raivola-
kvæmi. Ég held þetta sé fallegasta lerki, sem ég hefi
Storjord: Mýralerkið (Larix laricina) ertréð ímiðjunni
með áfestu grœnu spjaldi, þar sem á eru teiknuð heim-
kynni tegundarinnar. Broddfura (Pinus aristata) er
vinstra megin við mýralerkið.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989
61