Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 65
Breiðavík: A miðri mynd er
bryggjan, sem við skóla-
piltarfrá Steinkjer lögðum
að 1948.
Breiðavík er lítil vík, sem gengur norður úr
firðinum Beðni utanverðum. Tvö þröng dalverpi
liggja sitt til hvorrar áttar upp frá víkinni. Parna
var eitt býli. Skógræktarfélagið í Sálptahéraði
keypti þessa jörð árið 1919. Stærð jarðarinnar er
110 ha neðan við skógarmörk. Ekki veit ég hvers
vegna skógræktarfélagið keypti land á svo af-
skekktum stað, því að þangað varð aðeins komist
sjóleiðina. En ég get mér þess til, að jarðir hafi
ekki legið á lausu á þeim tíma. En staðurinn er
skjólsæll og fyrir því vel fallinn til að rækta þar
fræðsluskóg, en það var einmitt aðaltilgangurinn:
Að sýna fólki í héraðinu, hvaða skóg væri hægt að
rækta þar. Sem sagt sami tilgangur og öll skóg-
ræktarfélög á Islandi hafa í sínum skógarreitum.
Á árunum milli stríða var mikill áhugi skóg-
ræktarmanna víða á Norðurlöndum að reyna ýms-
ar erlendar trjátegundir. Í Noregi var þessi áhugi
sérstaklega mikill í strandfylkjunum frá Roga-
landi og norður úr. Prændalögin voru þó undan-
skilin, því að þar drottnaði rauðgreniskógurinn,
einkum Norður-Prændalög, þar sem grenið vex á
90% af flatarmáli skógarins. Ég býst við, að
Ameríkuferð Antons Smitts, forstöðumanns til-
raunastöðvarinnar við Bergen, árið 1917 hafi
valdið miklu um áhugann á erlendum trjátegund-
um. En þessari ferð hans má helst líkja við
Alaskaför Hákonar Bjarnasonar 1945. Þá olli
Breiðavík: Langmest hefir verið gróðursett af ruuðgreni
og vex það með eindœmum vel hér.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989
63