Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 66
Breiðavík: Hœgra megin á myndinni er skógarfura, sem
líka getur verið ákaflega falleg þarna.
miklu í þessu efni, að gróðrarstöðvarstjóri í
Rognan var á þessum árum Ch. D. Kohmann
(síðar forstöðumaður fræmiðstöðvarinnar á
Hamri, sem Hákon átti um árabil mikil samskipti
við). Hann var starfsmaður skógræktarfélagsins
og sýndi erlendum trjátegundum mikinn áhuga.
Kohmann dvaldist í Breiðuvík í sumarleyfum
sínum frá 1928 við að kortleggja skóginn og hélt
því áfram sumurin 1936 og 1937 eftir að hann var
fluttur suður að Hamri. Lauk hann þá við kortið í
mælikvarða 1:4000.
Árið 1954 höfðu 555 þús. plöntur verið gróður-
settar í Breiðuvík á 120 ha. Ég fékk ekki upplýst,
hvort eitthvað hefir verið gróðursett eftir það. En
ég sá enga teiga af ungum skógi í sumar.
Þegar við skólapiltar frá Steinkjer 1948
komum til Breiðuvíkur var það aðallega til þess
að skoða teiga af hinum erlendu trjátegundum,
sem okkur þótti mikið til koma. Nú hittumst við
þarna í Breiðuvík 5 skólabræður frá 1948 og
héldum uppá 40 ára afmæli þess. Nils Olav
Kaasen var einn þeirra. Breiðavík tók á móti
okkur í yndislegu veðri og eru meðfylgjandi
myndir til vitnis um það. Framkvæmdastjóri skóg-
ræktarfélagsins, Hans Lauvstad, fylkisskóga-
meistari í Bodö, tók á móti okkur og sýndi okkur
skóginn í hálfan annan dag. Síðara kvöldið hélt
hann okkur dýrlega veislu í skógarhúsinu, þar
sem framreidd var kjötsúpa með elgkjöti. Herra-
mannsmatur. Elgurinn var auðvitað felldur í
Breiðuvíkurskógi. En þangað komu elgir fyrst
rétt fyrir 1960 og var hinn fyrsti felldur það ár.
Nú skal skýrt frá nokkrum helstu erlendu trjá-
tegundunum, sem Hans Lauvstad sýndi okkur í
Breiðuvík.
Raivolalerki er á tveimur stöðum. Á báðum
stöðunum er það afburðafallegt. Stærri flöturinn
Breiðavík: Raivolalerkið hefir fullkomið vaxtarlag.
Greina má tvo menn neðan við miðja mynd.
64
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989